Þorpið fær nýja ásýnd á hverju ári Vera Einarsdóttir skrifar 1. desember 2015 11:00 Nína Kjartansdóttir velur að hafa sína stelpu á leiðinni heim úr skólanum. Vísir/Ernir Regína Eiríksdóttir og Kjartan Jónsson hafa safnað jólahúsum Dickens í rúm tíu ár og eiga nú heilt þorp með öllu tilheyrandi. Þau byrja að setja það upp í nóvember og vígja það fyrsta sunnudag í aðventu ár hvert að viðstöddum barnabörnunum sem öll hafa hlutverki að gegna. Hjá Regínu og Kjartani hefur myndast skemmtileg hefð í kringum vígslu jólaþorpsins fyrsta sunnudag í aðventu ár hvert.Regína og Kjartan hafa safnað húsunum í rúm tíu ár.Vísir/Ernir„Við breytum uppröðun húsanna á hverju ári og þegar þorpið er komið upp tengir Kjartan rafmagnið. Við komum íbúunum fyrir en tökum börnin frá. Barnabörnin fá svo að velja sér eitt af þessum börnum til að vera og staðsetja í þorpinu. Við tölum svo um ævintýrið og aðrar sögur eftir Dickens og yfirleitt horfum við á gamla breska útgáfu af myndinni einhvern tíman um hátíðarnar." Barnabörn eiga að sögn Regínu stundum erfitt með að gera sér í hugarlund hvernig lífið var á tímum Dickens fyrir tæpum tvö hundruð árum. „Við hvetjum þau hins vegar til að fanga jólaanda samtímans og búa til sínar eigin litlu framhaldssögur. Þau standa því oft fyrir framan þorpið og segja sína sögu,“ útskýrir Regína sem er bókasafnsfræðingur og leggur mikið upp úr lestri og sögum. Eftir að búið er að stilla þorpinu upp má ekkert færa til.Ólíver Kjartansson og Styrmir Bergur Ólafsson velja sér stað í þorpinu.„Það er hins vegar hægt að leika sér með það í huganum og það gera börnin oft.“ Þau Regína og Kjartan hafa miklar mætur á Jólaævintýri Dickens. „Sagan er skrifuð fyrir 172 árum og segir frá hinum raunverulega anda jólanna. Hún fjallar um Skrögg sem er bitur og nískur og vill hvorki gefa veraldlegan né andlegan auð. Jólaandarnir koma vitinu fyrir hann og hann verður að sönnu jólabarni. Inntak sögunnar er því það sama og inntak jólanna; kærleikur og gjafmildi.“ Í þorpinu eru hatta- og göngustafabúð, úrsmiður, hljóðfæraverslun, sælgætisbúð, hús útgefanda, bókabúð og skrifstofa Skröggs og Marleys ásamt tilheyrandi íbúðarhúsum. Lengi var engin kirkja í þorpinu en börnum og barnabörnum Kjartans og Regínu fannst hana sárlega vanta.Emma Kjartansdóttir ákveður hvar hún ætli að eiga heima þetta árið.„Við bættum úr því og þá dugði ekkert minna en gotnesk dómkirkja en umhverfis hana er kirkjugarður og heimagerðir krossar.“ Regína eignaðist fyrstu húsin í þorpið árið 2004. Það var annars vegar hús Cratchit-fjölskyldunnar en herra Cratchit var illa launaði skrifarinn hans Skröggs. Hitt var venjulegt íbúðarhús frá Viktoríutímanum. „Eldri dóttir mín gaf mér þau en henni datt í hug að þau féllu vel að bókmenntaáhuga mínum. Það reyndist rétt og síðan höfum við Kjartan safnað.“ Spurð hvort þau ætli að bæta við þorpið segir Regína helst þurfa slátrara, bakara og krambúð. „Framvindan í þorpinu fer líka svolítið eftir því hvað er að gerast í fjölskyldunni og þegar elstu barnabörnin byrjuðu í skóla urðum við til dæmis að bæta honum við. Þá finnst krökkunum sárvanta jólasvein.“Hér er sælgætisbúðin í þorpinu.Hér er heimili Skröggs (Scrooge) og sést glitta í andana sem ásækja hann á jólanótt.Hér er markaðstorgið í þorpinu. Íbúar þess eru 91 talsins.Húsin í þorpinu heita Dickens Village. Þau eru frá Department 56 og öll keypt í Bandaríkjunum. Þau Kjartan og Regína leyfa þorpinu yfirleitt að standa langt fram í janúar enda lýsir það upp skammdegið. Jólafréttir Mest lesið Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Fastar hefðir fylgja piparkökubaks Jól Rafræn jólakort Jólin Á sjúkrahúsi um jólin Jól Kertasníkir í uppáhaldi Jól Lögreglufylgd fyrir jólasveininn Jól Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Íhaldssöm um jólin Jól
Regína Eiríksdóttir og Kjartan Jónsson hafa safnað jólahúsum Dickens í rúm tíu ár og eiga nú heilt þorp með öllu tilheyrandi. Þau byrja að setja það upp í nóvember og vígja það fyrsta sunnudag í aðventu ár hvert að viðstöddum barnabörnunum sem öll hafa hlutverki að gegna. Hjá Regínu og Kjartani hefur myndast skemmtileg hefð í kringum vígslu jólaþorpsins fyrsta sunnudag í aðventu ár hvert.Regína og Kjartan hafa safnað húsunum í rúm tíu ár.Vísir/Ernir„Við breytum uppröðun húsanna á hverju ári og þegar þorpið er komið upp tengir Kjartan rafmagnið. Við komum íbúunum fyrir en tökum börnin frá. Barnabörnin fá svo að velja sér eitt af þessum börnum til að vera og staðsetja í þorpinu. Við tölum svo um ævintýrið og aðrar sögur eftir Dickens og yfirleitt horfum við á gamla breska útgáfu af myndinni einhvern tíman um hátíðarnar." Barnabörn eiga að sögn Regínu stundum erfitt með að gera sér í hugarlund hvernig lífið var á tímum Dickens fyrir tæpum tvö hundruð árum. „Við hvetjum þau hins vegar til að fanga jólaanda samtímans og búa til sínar eigin litlu framhaldssögur. Þau standa því oft fyrir framan þorpið og segja sína sögu,“ útskýrir Regína sem er bókasafnsfræðingur og leggur mikið upp úr lestri og sögum. Eftir að búið er að stilla þorpinu upp má ekkert færa til.Ólíver Kjartansson og Styrmir Bergur Ólafsson velja sér stað í þorpinu.„Það er hins vegar hægt að leika sér með það í huganum og það gera börnin oft.“ Þau Regína og Kjartan hafa miklar mætur á Jólaævintýri Dickens. „Sagan er skrifuð fyrir 172 árum og segir frá hinum raunverulega anda jólanna. Hún fjallar um Skrögg sem er bitur og nískur og vill hvorki gefa veraldlegan né andlegan auð. Jólaandarnir koma vitinu fyrir hann og hann verður að sönnu jólabarni. Inntak sögunnar er því það sama og inntak jólanna; kærleikur og gjafmildi.“ Í þorpinu eru hatta- og göngustafabúð, úrsmiður, hljóðfæraverslun, sælgætisbúð, hús útgefanda, bókabúð og skrifstofa Skröggs og Marleys ásamt tilheyrandi íbúðarhúsum. Lengi var engin kirkja í þorpinu en börnum og barnabörnum Kjartans og Regínu fannst hana sárlega vanta.Emma Kjartansdóttir ákveður hvar hún ætli að eiga heima þetta árið.„Við bættum úr því og þá dugði ekkert minna en gotnesk dómkirkja en umhverfis hana er kirkjugarður og heimagerðir krossar.“ Regína eignaðist fyrstu húsin í þorpið árið 2004. Það var annars vegar hús Cratchit-fjölskyldunnar en herra Cratchit var illa launaði skrifarinn hans Skröggs. Hitt var venjulegt íbúðarhús frá Viktoríutímanum. „Eldri dóttir mín gaf mér þau en henni datt í hug að þau féllu vel að bókmenntaáhuga mínum. Það reyndist rétt og síðan höfum við Kjartan safnað.“ Spurð hvort þau ætli að bæta við þorpið segir Regína helst þurfa slátrara, bakara og krambúð. „Framvindan í þorpinu fer líka svolítið eftir því hvað er að gerast í fjölskyldunni og þegar elstu barnabörnin byrjuðu í skóla urðum við til dæmis að bæta honum við. Þá finnst krökkunum sárvanta jólasvein.“Hér er sælgætisbúðin í þorpinu.Hér er heimili Skröggs (Scrooge) og sést glitta í andana sem ásækja hann á jólanótt.Hér er markaðstorgið í þorpinu. Íbúar þess eru 91 talsins.Húsin í þorpinu heita Dickens Village. Þau eru frá Department 56 og öll keypt í Bandaríkjunum. Þau Kjartan og Regína leyfa þorpinu yfirleitt að standa langt fram í janúar enda lýsir það upp skammdegið.
Jólafréttir Mest lesið Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Fastar hefðir fylgja piparkökubaks Jól Rafræn jólakort Jólin Á sjúkrahúsi um jólin Jól Kertasníkir í uppáhaldi Jól Lögreglufylgd fyrir jólasveininn Jól Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Íhaldssöm um jólin Jól