Porsche opnar söluumboð fyrir eldri Porsche bíla Finnur Thorlacius skrifar 1. desember 2015 12:00 Eldri gerðir Porsche bíla fyrir utan nýtt söluumboð þeirra í Hollandi. Í ljósi þess að 70% allra Porsche bíla sem seldir hafa verið frá upphafi eru ennþá á götunni er ljóst að það er mikill markaður fyrir eldri Porsche bíla og þeir ganga kaupum og sölum eins og aðrir bílar. Við þessu hefur Porsche brugðist og opnað sérstaka miðstöð fyrir sölu og viðhald eldri Porsche bíla í Hollandi og er með nú til skoðunar að opna fleiri slíkar í Belgíu, Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu. Í þessari miðstöð í Hollandi hafa eigendur og væntanlegir kaupendur aðgang að 52.000 upprunanlegum Porsche íhlutum í eldri gerðir bíla Porsche. Eins og við má búast verða þessar miðstöðvar fyrir eldri bíla við hlið söluumboða nýrra bíla Porsche og það á einnig við í Hollandi. Þar verða sérfræðingar í Porsche bílum til taks og boðið er uppá viðgerðarþjónustu. Porsche á þegar í samstarfi við 24 einkareknar Porsche miðstöðvar, sem flestar eru staðsettar í Þýskalandi, en nú hefur fyrirtækið tekið það skref að bjóða þessa þjónustu á eigin vegum. Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent
Í ljósi þess að 70% allra Porsche bíla sem seldir hafa verið frá upphafi eru ennþá á götunni er ljóst að það er mikill markaður fyrir eldri Porsche bíla og þeir ganga kaupum og sölum eins og aðrir bílar. Við þessu hefur Porsche brugðist og opnað sérstaka miðstöð fyrir sölu og viðhald eldri Porsche bíla í Hollandi og er með nú til skoðunar að opna fleiri slíkar í Belgíu, Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu. Í þessari miðstöð í Hollandi hafa eigendur og væntanlegir kaupendur aðgang að 52.000 upprunanlegum Porsche íhlutum í eldri gerðir bíla Porsche. Eins og við má búast verða þessar miðstöðvar fyrir eldri bíla við hlið söluumboða nýrra bíla Porsche og það á einnig við í Hollandi. Þar verða sérfræðingar í Porsche bílum til taks og boðið er uppá viðgerðarþjónustu. Porsche á þegar í samstarfi við 24 einkareknar Porsche miðstöðvar, sem flestar eru staðsettar í Þýskalandi, en nú hefur fyrirtækið tekið það skref að bjóða þessa þjónustu á eigin vegum.
Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent