Porsche opnar söluumboð fyrir eldri Porsche bíla Finnur Thorlacius skrifar 1. desember 2015 12:00 Eldri gerðir Porsche bíla fyrir utan nýtt söluumboð þeirra í Hollandi. Í ljósi þess að 70% allra Porsche bíla sem seldir hafa verið frá upphafi eru ennþá á götunni er ljóst að það er mikill markaður fyrir eldri Porsche bíla og þeir ganga kaupum og sölum eins og aðrir bílar. Við þessu hefur Porsche brugðist og opnað sérstaka miðstöð fyrir sölu og viðhald eldri Porsche bíla í Hollandi og er með nú til skoðunar að opna fleiri slíkar í Belgíu, Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu. Í þessari miðstöð í Hollandi hafa eigendur og væntanlegir kaupendur aðgang að 52.000 upprunanlegum Porsche íhlutum í eldri gerðir bíla Porsche. Eins og við má búast verða þessar miðstöðvar fyrir eldri bíla við hlið söluumboða nýrra bíla Porsche og það á einnig við í Hollandi. Þar verða sérfræðingar í Porsche bílum til taks og boðið er uppá viðgerðarþjónustu. Porsche á þegar í samstarfi við 24 einkareknar Porsche miðstöðvar, sem flestar eru staðsettar í Þýskalandi, en nú hefur fyrirtækið tekið það skref að bjóða þessa þjónustu á eigin vegum. Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent
Í ljósi þess að 70% allra Porsche bíla sem seldir hafa verið frá upphafi eru ennþá á götunni er ljóst að það er mikill markaður fyrir eldri Porsche bíla og þeir ganga kaupum og sölum eins og aðrir bílar. Við þessu hefur Porsche brugðist og opnað sérstaka miðstöð fyrir sölu og viðhald eldri Porsche bíla í Hollandi og er með nú til skoðunar að opna fleiri slíkar í Belgíu, Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu. Í þessari miðstöð í Hollandi hafa eigendur og væntanlegir kaupendur aðgang að 52.000 upprunanlegum Porsche íhlutum í eldri gerðir bíla Porsche. Eins og við má búast verða þessar miðstöðvar fyrir eldri bíla við hlið söluumboða nýrra bíla Porsche og það á einnig við í Hollandi. Þar verða sérfræðingar í Porsche bílum til taks og boðið er uppá viðgerðarþjónustu. Porsche á þegar í samstarfi við 24 einkareknar Porsche miðstöðvar, sem flestar eru staðsettar í Þýskalandi, en nú hefur fyrirtækið tekið það skref að bjóða þessa þjónustu á eigin vegum.
Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent