Miðasala hófst klukkan tíu í morgun og var gríðarleg eftirspurn þeim tæplega 10.000 miðum sem í boði voru í almennri sölu í dag.
„Þetta er út úr kortinu,“ segir Ísleifur Þórhallsson í samtali við Vísi um eftirspurnina. „Við hefðum léttilega getað selt miða á aukatónleika strax í dag, eftirspurnin var það mikil.“
Þegar mest lét voru um 11.000 manns í röð eftir miðum á miðasöluvef Tix.is og ljóst er að mun færri en vilja munu komast á tónleika Justin Bieber sem fara fram í Kórnum 9. september á næsta ári.