Betur má ef duga skal í íslensku leikhúsi Sigríður Jónsdóttir skrifar 19. desember 2015 13:30 Björn Hlynur, hér lengst til vinstri, fór á kostum í Heimkomunni eftir Pinter. Veturinn í stóru leikhúsum höfuðborgarinnar fór heldur brösulega af stað. Þörf er á miklu meiri metnaði og alúð að hálfu stóru leikhúsanna tveggja þegar kemur að nýjum íslenskum leikverkum. Þjóðleikhúsið frumsýndi tvö ný verk sem hvorugt var nægilega vel unnið en Sókrates í Borgarleikhúsinu stóð algjörlega undir væntingum. Í hjarta Hróa hattar var endurgerð á eldra verki og leikgerðir upp úr bókmenntaverkum eru allt annars eðlis en virðast hafa ákveðinn forgang, sérstaklega í Þjóðleikhúsinu. Þetta verður að laga. Þó skal nefna að Borgarleikhúsið stendur fyrir vinnusmiðju leikskálda með vorinu og samkvæmt heimildum er Jón Atli Jónasson að vinna nýtt verk fyrir Þjóðleikhúsið.Karlar um karla Þjóðleikhússtjóri, Ari Matthíasson, hefur nú þegar tilkynnt þrjú ný verkefni fyrir komandi leikár en búið er að fjárfesta í Gott fólk eftir Val Grettisson, Vertu úlfur: Wargus esto eftir Héðin Unnsteinsson og nú síðast Mamma klikk! eftir Gunnar Helgason. Þrjár leikgerðir eftir bókum karlkynshöfunda. Í Þjóðleikhúsinu mátti finna eitt stakt leikverk eða leikgerð eftir konu fyrir jól, en það var hið ágæta samvinnuverkefni með Edda Productions 4:48 Psychosis eftir Söruh Kane, þar mátti einnig finna kvenkyns þýðanda sem og í Hleyptu þeim rétta inn. Þar með er talningu lokið, á öllu leikárinu, líka því næsta eins og staðan er núna. Nýju leikritin Flóð eftir Björn Thors og Hrafnhildi Hagalín og Auglýsing ársins eftir Tyrfing Tyrfingsson verða sýnd í Borgarleikhúsinu á nýju ári. Í Tjarnarbíói má síðan sjá Old Bessastaðir eftir Sölku Guðmundsdóttur og Gripahúsið eftir Bjartmar Þórðarsson. Útvarpsleikhúsið hefur stutt dyggilega við ný íslensk leikrit en Viðar Eggertsson lét nýlega af störfum sem útvarpsleikhússtjóri eftir átta ár í starfi og Þorgerður E. Sigurðardóttir hefur nú tekið við, einungis önnur konan sem gegnir starfinu.Trúðasýningin Sókrates stóð undir væntingum og vel það.Grín og Píla Pína MAK og Leikfélag Akureyrar virðast vera að einbeita sér meira að tónleikahaldi frekar heldur en leiksýningum. Þetta er grín, án djóks eftir Halldór Halldórsson og Sögu Garðarsdóttur, sem einnig léku aðalhlutverkin, var þó fínasta tilraun til að blanda saman uppistandi og leikhúsi en hópurinn sýndi fyrir fullu húsi fyrir norðan og einu sinni í Hörpunni. Býr Íslendingur hér? kom og fór en Grýla skemmti börnunum yfir jólin. Trúðasýningin Helgi magri byggð á verki Matthíasar Jochumssonar verður sýnd með vorinu og allar deildir MAK sameinast í fyrsta skipti til að sýna Pílu Pínu. Jón Páll Eyjólfsson er auðvitað að stíga sín fyrstu skref sem leikhússtjóri en þess væri óskandi að dagskráin væri þéttari og fjölbreyttari. Þá ber líka að nefna sérstaklega starfsemi bæði Frystiklefans á Rifi og Act Alone á Suðureyri sem standa fyrir öflugu starfi á landsbyggðinni.Dans og Tjarnarbíó Síðastliðin misseri hefur hefð skapast fyrir því að LÓKAL og Reykjavík Dance Festival, sem starfa nú saman, hefji sviðslistavertíðina og var dagskráin í ár fjölbreytt. Dansflóran er í miklum blóma og þá sérstaklega í formi sjálfstæðra sýninga. The Valley eftir Rósu Ómarsdóttur og Ingu Huld Hákonardóttur var virkilega áhugavert og skartaði gríðarlega metnaðarfullri hljóðmynd eftir Sveinbjörn Thorarensen, betur þekktur sem Hermigervill. Reykjavík Dance Festival hefur verið að gera góða hluti og er flottur vettvangur fyrir tilraunaverk, þó að gæðin fari stundum fyrir ofan garð og neðan. Svipaða sögu má segja um LÓKAL og Tjarnarbíó en bæði eru gríðarlega mikilvæg sjálfstæðu senunni. Íslenski dansflokkurinn virðist hafa fengið nýjan kraft með ráðningu Ernu Ómarsdóttur og verður spennandi að sjá þróun flokksins.Blessuð börnin Lítið fór fyrir frumsýningum á nýjum verkum fyrir börn í Reykjavík, en þær sýningar sem voru í boði voru nær eingöngu endursýningar frá fyrri leikárum. Þetta er mikil synd og nauðsynlegt að sinna þessum sviðslistaflokki miklu betur. Þó má nefna að hin vel heppnaða Í hjarta Hróa hattar hentar vel fyrir eldri börn og Umhverfis jörðina á 80 dögum verður frumsýnd á nýju ári í Þjóðleikhúsinu sem og Made in Children í Borgarleikhúsinu. Íslenski dansflokkurinn bryddar upp á danssýningu fyrir börn í janúar með nafninu Óður og Flexa halda afmæli.Saga Garðarsdóttir og Halldór Halldórsson í Þetta er grín, án djóks hjá LA.Leikarar og sýningar Þegar upp er staðið er Halldóra Geirharðsdóttir enn þá fremst á meðal jafningja á sviðinu en hún var virkilega góð sem Írena í Mávinum, lævís og bráðfyndin. Að sama skapi sýndi Björn Thors afskaplega góðan og yfirvegaðan mótleik í sömu sýningu sem yfirlætisfulli rithöfundurinn B.T. og í Þjóðleikhúsinu stal Björn Hlynur Haraldsson senunni í annars ójafnri Heimkomu. Innkoma Pálma Gestssonar í gervi Gylfa Ægissonar í Spaugstofusýningunni Yfir til þín og Halldór Halldórsson í hlutverki ónefnds einræðisherra í Þetta er grín, án djóks eiga heiðurinn af bestu hlátursköstum haustsins. Sýningar í leikstjórn Mörtu Nordal eru ávallt eftirtektarverðar en heimildasýningin Nazanin var mikilvægt innlegg í samtímaumræðuna varðandi flóttafólk. En samstarf Yönu Ross og leikmyndahönnuðarins Zane Pihlström var í öðrum klassa; Mávurinn var metnaðarfull sýning þar sem aðstandendur voru óhræddir við að taka áhættu og uppskáru eftir því. Gott samstarf var einnig áberandi í sýningunni Sókrates sem var tilraunakennd og hjartnæm en líka virkilega vel leikstýrt af Rafael Bianciotto og Bergi Þór Ingólfssyni. Tónlist Kristjönu Stefánsdóttur var líka einstaklega skemmtileg. Af nýlegra sviðslistafólki sem vert er að fylgjast með eru Sigurður Þór Óskarsson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir efst á blaði. Vorsöngleikirnir eru í vinnslu þessa dagana en Mamma Mia! er eftir breskri forskrift sem hefur þjónað Borgarleikhúsi vel hingað til, bæði Mary Poppins og Billy Elliot voru af svipuðu sauðahúsi. Þjóðleikhúsið stólar á Djöflaeyjuna eftir Einar Kárason, þó að enginn handritshöfundur hafi verið staðfestur þá mun Bragi Valdimar Skúlason úr Baggalút skrifa söngtexta. Í byrjun desembermánaðar stóð Borgarleikhúsið, í samvinnu við Rauða krossinn og sýnt í beinni útsendingu á RÚV, að atburði undir nafninu Opnum okkur þar sem málefni flóttafólks voru til umræðu. Haft var eftir Kristínu Eysteinsdóttur, Borgarleikhússtjóra: „Við erum alltaf að skoða í leikhúsinu hvernig við getum brugðist við því sem er að gerast í samfélaginu.“ Spyrja má af hverju Þjóðleikhúsið stendur ekki að svipuðum verkefnum í krafti sínu sem leikhús þjóðarinnar en umræður þeirra eftir 6. sýningu í húsinu eru skref í rétta átt.Bjart fram undan Nóvemberlægðina mátti ekki einungis finna utandyra heldur einnig í leikhúsunum þar sem flest hús létu sér áframhaldandi sýningar nægja og miklu púðri eytt í að koma jólasýningunum á svið. Er ekki kominn tími til að endurskoða skipulagið örlítið? Á milli jóla og nýs árs færist kraftur í leikinn þegar Sporvagninn Girnd eftir Tennessee Williams í leikstjórn Stefáns Baldurssonar og Njála í nýrri leikgerð Mikaels Torfasonar og Þorleifs Arnar Arnarssonar, sem einnig leikstýrir, munu berjast um áhorfendur í stóru húsunum. Þegar öllu er á botninn hvolft verður fyrri helmingur leikársins að teljast til ákveðinna vonbrigða þó að nokkrar skínandi sýningar á borð við Sókrates, Mávinn og Í hjarta Hróa hattar standi upp úr. Það verður spennandi að sjá hvað nýja árið ber í skauti sér en vonandi verður metnaður og frumleiki í fyrirrúmi. Menning Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Veturinn í stóru leikhúsum höfuðborgarinnar fór heldur brösulega af stað. Þörf er á miklu meiri metnaði og alúð að hálfu stóru leikhúsanna tveggja þegar kemur að nýjum íslenskum leikverkum. Þjóðleikhúsið frumsýndi tvö ný verk sem hvorugt var nægilega vel unnið en Sókrates í Borgarleikhúsinu stóð algjörlega undir væntingum. Í hjarta Hróa hattar var endurgerð á eldra verki og leikgerðir upp úr bókmenntaverkum eru allt annars eðlis en virðast hafa ákveðinn forgang, sérstaklega í Þjóðleikhúsinu. Þetta verður að laga. Þó skal nefna að Borgarleikhúsið stendur fyrir vinnusmiðju leikskálda með vorinu og samkvæmt heimildum er Jón Atli Jónasson að vinna nýtt verk fyrir Þjóðleikhúsið.Karlar um karla Þjóðleikhússtjóri, Ari Matthíasson, hefur nú þegar tilkynnt þrjú ný verkefni fyrir komandi leikár en búið er að fjárfesta í Gott fólk eftir Val Grettisson, Vertu úlfur: Wargus esto eftir Héðin Unnsteinsson og nú síðast Mamma klikk! eftir Gunnar Helgason. Þrjár leikgerðir eftir bókum karlkynshöfunda. Í Þjóðleikhúsinu mátti finna eitt stakt leikverk eða leikgerð eftir konu fyrir jól, en það var hið ágæta samvinnuverkefni með Edda Productions 4:48 Psychosis eftir Söruh Kane, þar mátti einnig finna kvenkyns þýðanda sem og í Hleyptu þeim rétta inn. Þar með er talningu lokið, á öllu leikárinu, líka því næsta eins og staðan er núna. Nýju leikritin Flóð eftir Björn Thors og Hrafnhildi Hagalín og Auglýsing ársins eftir Tyrfing Tyrfingsson verða sýnd í Borgarleikhúsinu á nýju ári. Í Tjarnarbíói má síðan sjá Old Bessastaðir eftir Sölku Guðmundsdóttur og Gripahúsið eftir Bjartmar Þórðarsson. Útvarpsleikhúsið hefur stutt dyggilega við ný íslensk leikrit en Viðar Eggertsson lét nýlega af störfum sem útvarpsleikhússtjóri eftir átta ár í starfi og Þorgerður E. Sigurðardóttir hefur nú tekið við, einungis önnur konan sem gegnir starfinu.Trúðasýningin Sókrates stóð undir væntingum og vel það.Grín og Píla Pína MAK og Leikfélag Akureyrar virðast vera að einbeita sér meira að tónleikahaldi frekar heldur en leiksýningum. Þetta er grín, án djóks eftir Halldór Halldórsson og Sögu Garðarsdóttur, sem einnig léku aðalhlutverkin, var þó fínasta tilraun til að blanda saman uppistandi og leikhúsi en hópurinn sýndi fyrir fullu húsi fyrir norðan og einu sinni í Hörpunni. Býr Íslendingur hér? kom og fór en Grýla skemmti börnunum yfir jólin. Trúðasýningin Helgi magri byggð á verki Matthíasar Jochumssonar verður sýnd með vorinu og allar deildir MAK sameinast í fyrsta skipti til að sýna Pílu Pínu. Jón Páll Eyjólfsson er auðvitað að stíga sín fyrstu skref sem leikhússtjóri en þess væri óskandi að dagskráin væri þéttari og fjölbreyttari. Þá ber líka að nefna sérstaklega starfsemi bæði Frystiklefans á Rifi og Act Alone á Suðureyri sem standa fyrir öflugu starfi á landsbyggðinni.Dans og Tjarnarbíó Síðastliðin misseri hefur hefð skapast fyrir því að LÓKAL og Reykjavík Dance Festival, sem starfa nú saman, hefji sviðslistavertíðina og var dagskráin í ár fjölbreytt. Dansflóran er í miklum blóma og þá sérstaklega í formi sjálfstæðra sýninga. The Valley eftir Rósu Ómarsdóttur og Ingu Huld Hákonardóttur var virkilega áhugavert og skartaði gríðarlega metnaðarfullri hljóðmynd eftir Sveinbjörn Thorarensen, betur þekktur sem Hermigervill. Reykjavík Dance Festival hefur verið að gera góða hluti og er flottur vettvangur fyrir tilraunaverk, þó að gæðin fari stundum fyrir ofan garð og neðan. Svipaða sögu má segja um LÓKAL og Tjarnarbíó en bæði eru gríðarlega mikilvæg sjálfstæðu senunni. Íslenski dansflokkurinn virðist hafa fengið nýjan kraft með ráðningu Ernu Ómarsdóttur og verður spennandi að sjá þróun flokksins.Blessuð börnin Lítið fór fyrir frumsýningum á nýjum verkum fyrir börn í Reykjavík, en þær sýningar sem voru í boði voru nær eingöngu endursýningar frá fyrri leikárum. Þetta er mikil synd og nauðsynlegt að sinna þessum sviðslistaflokki miklu betur. Þó má nefna að hin vel heppnaða Í hjarta Hróa hattar hentar vel fyrir eldri börn og Umhverfis jörðina á 80 dögum verður frumsýnd á nýju ári í Þjóðleikhúsinu sem og Made in Children í Borgarleikhúsinu. Íslenski dansflokkurinn bryddar upp á danssýningu fyrir börn í janúar með nafninu Óður og Flexa halda afmæli.Saga Garðarsdóttir og Halldór Halldórsson í Þetta er grín, án djóks hjá LA.Leikarar og sýningar Þegar upp er staðið er Halldóra Geirharðsdóttir enn þá fremst á meðal jafningja á sviðinu en hún var virkilega góð sem Írena í Mávinum, lævís og bráðfyndin. Að sama skapi sýndi Björn Thors afskaplega góðan og yfirvegaðan mótleik í sömu sýningu sem yfirlætisfulli rithöfundurinn B.T. og í Þjóðleikhúsinu stal Björn Hlynur Haraldsson senunni í annars ójafnri Heimkomu. Innkoma Pálma Gestssonar í gervi Gylfa Ægissonar í Spaugstofusýningunni Yfir til þín og Halldór Halldórsson í hlutverki ónefnds einræðisherra í Þetta er grín, án djóks eiga heiðurinn af bestu hlátursköstum haustsins. Sýningar í leikstjórn Mörtu Nordal eru ávallt eftirtektarverðar en heimildasýningin Nazanin var mikilvægt innlegg í samtímaumræðuna varðandi flóttafólk. En samstarf Yönu Ross og leikmyndahönnuðarins Zane Pihlström var í öðrum klassa; Mávurinn var metnaðarfull sýning þar sem aðstandendur voru óhræddir við að taka áhættu og uppskáru eftir því. Gott samstarf var einnig áberandi í sýningunni Sókrates sem var tilraunakennd og hjartnæm en líka virkilega vel leikstýrt af Rafael Bianciotto og Bergi Þór Ingólfssyni. Tónlist Kristjönu Stefánsdóttur var líka einstaklega skemmtileg. Af nýlegra sviðslistafólki sem vert er að fylgjast með eru Sigurður Þór Óskarsson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir efst á blaði. Vorsöngleikirnir eru í vinnslu þessa dagana en Mamma Mia! er eftir breskri forskrift sem hefur þjónað Borgarleikhúsi vel hingað til, bæði Mary Poppins og Billy Elliot voru af svipuðu sauðahúsi. Þjóðleikhúsið stólar á Djöflaeyjuna eftir Einar Kárason, þó að enginn handritshöfundur hafi verið staðfestur þá mun Bragi Valdimar Skúlason úr Baggalút skrifa söngtexta. Í byrjun desembermánaðar stóð Borgarleikhúsið, í samvinnu við Rauða krossinn og sýnt í beinni útsendingu á RÚV, að atburði undir nafninu Opnum okkur þar sem málefni flóttafólks voru til umræðu. Haft var eftir Kristínu Eysteinsdóttur, Borgarleikhússtjóra: „Við erum alltaf að skoða í leikhúsinu hvernig við getum brugðist við því sem er að gerast í samfélaginu.“ Spyrja má af hverju Þjóðleikhúsið stendur ekki að svipuðum verkefnum í krafti sínu sem leikhús þjóðarinnar en umræður þeirra eftir 6. sýningu í húsinu eru skref í rétta átt.Bjart fram undan Nóvemberlægðina mátti ekki einungis finna utandyra heldur einnig í leikhúsunum þar sem flest hús létu sér áframhaldandi sýningar nægja og miklu púðri eytt í að koma jólasýningunum á svið. Er ekki kominn tími til að endurskoða skipulagið örlítið? Á milli jóla og nýs árs færist kraftur í leikinn þegar Sporvagninn Girnd eftir Tennessee Williams í leikstjórn Stefáns Baldurssonar og Njála í nýrri leikgerð Mikaels Torfasonar og Þorleifs Arnar Arnarssonar, sem einnig leikstýrir, munu berjast um áhorfendur í stóru húsunum. Þegar öllu er á botninn hvolft verður fyrri helmingur leikársins að teljast til ákveðinna vonbrigða þó að nokkrar skínandi sýningar á borð við Sókrates, Mávinn og Í hjarta Hróa hattar standi upp úr. Það verður spennandi að sjá hvað nýja árið ber í skauti sér en vonandi verður metnaður og frumleiki í fyrirrúmi.
Menning Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira