Á morgun verður stóra miðasalan á Justin Bieber. Tæplega tíu þúsund miðar verða til sölu á tónleikana á morgun en það staðfesti Ísleifur Þórhallsson hjá Senu.
Kanadíski tónlistarmaðurinn Justin Bieber heldur tónleika hér á landi þann 9. september í Kórnum í Kópavogi.
Evrópuhluti Purpose tónleikatúrs Bieber hefst hér á landi og fer almenn miðasala fram á morgun klukkan 10.
Eru þetta einir stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið hérlendis. Alls verða 19 þúsund miðar í boði. Meðlimir aðdáendaklúbbs Justins Bieber fengu fyrstir tækifæri til að kaupa miða á tónleikana í gær. Þrjá forsölur fóru síðan fram í dag á vegum Pepsi-Max, Senu og WOW Air.
Tæplega tíu þúsund miðar eftir á Bieber

Tengdar fréttir

Örvænting greip um sig í Bieber-forsölunni
Forsala WOW Air, Pepsi Max og Senu á tónleika Justin Bieber hófst klukkan tíu í dag.

Svona fer miðasalan á Justin Bieber fram
Forsala aðdáendaklúbbs Justins Bieber fer fram á Tix.is klukkan fjögur á fimmtudaginn en rafræn biðröð hefst frá því klukkan 15.

Talið að Justin Bieber muni staldra við
Miklar líkur eru á því að stórstjarnan Justin Bieber muni dvelja nokkuð lengi hér á landi, í kringum fyrirhugaða tónleika hans 9. september á næsta ári.