Hyundai Tucson langvinsælasti Evrópubíll Hyundai frá upphafi Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2015 14:49 Hyundai Tucson. Hyundai Enginn bíll frá Hyundai hefur fengið viðlíkar móttökur og nýi sportjeppinn Tucson sem frumsýndur var í september síðastliðnum. Á þeim stutta tíma sem liðinn er hafa rúmlega 85 þúsund bílar verið seldir og hefur bílaverksmiðjan í Tékklandi vart undan eftirspurninni enda alltaf starfrækt undir fullum afköstum. Tucson er arftaki sportjeppans ix35 sem kom fram á sviðið í júní 2011. Ásamt honum hefur Hyundai framleitt og selt yfir 700 þúsund sportjeppa í bílaverksmiðjunni. Thomas A. Schmid, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Hyundai Motor Europe segir að hinn nýi Tucson hafi farið fram úr öllum björtustu vonum og enginn annar bíll frá fyrirtækinu hafi verið tekið jafnvel af bíleigendum í Evrópu og Tucson. „Bíllinn er enda hannaður sérstaklega með hliðjón af þörfum og óskum Evrópubúa og bílaverksmiðjan í Tékklandi gegnir lykilhlutverki í þeim markmiðum okkar að uppfylla óskir evrópskra bíleigenda. Bílaverksmiðja Hyundai í Nošovice tók til starfa í nóvember 2008. Frá þeim tíma hafa um 1,8 milljónir i30 bíla verið framleiddir þar og seldir til um 60 landa. Alls getur verksmiðjan framleitt um 300 þúsund bíla á ári og 600 þúsund sjálfskiptingar. Á svæðinu starfa um 3400 manns hjá Hyundai auk sjö þúsund starfsmanna annarra fyrirtækja sem veita verksmiðjunni margvíslega þjónustu. Hyundai starfrækir einnig bílaverksmiðju í Tyrklandi sem framleitt getur 200 þúsund bíla á ári. Heildarframleiðslugeta Hyundai er því um hálf milljón bíla á ári sem eingöngu eru ætlaðir Evrópumarkaði. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent
Enginn bíll frá Hyundai hefur fengið viðlíkar móttökur og nýi sportjeppinn Tucson sem frumsýndur var í september síðastliðnum. Á þeim stutta tíma sem liðinn er hafa rúmlega 85 þúsund bílar verið seldir og hefur bílaverksmiðjan í Tékklandi vart undan eftirspurninni enda alltaf starfrækt undir fullum afköstum. Tucson er arftaki sportjeppans ix35 sem kom fram á sviðið í júní 2011. Ásamt honum hefur Hyundai framleitt og selt yfir 700 þúsund sportjeppa í bílaverksmiðjunni. Thomas A. Schmid, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Hyundai Motor Europe segir að hinn nýi Tucson hafi farið fram úr öllum björtustu vonum og enginn annar bíll frá fyrirtækinu hafi verið tekið jafnvel af bíleigendum í Evrópu og Tucson. „Bíllinn er enda hannaður sérstaklega með hliðjón af þörfum og óskum Evrópubúa og bílaverksmiðjan í Tékklandi gegnir lykilhlutverki í þeim markmiðum okkar að uppfylla óskir evrópskra bíleigenda. Bílaverksmiðja Hyundai í Nošovice tók til starfa í nóvember 2008. Frá þeim tíma hafa um 1,8 milljónir i30 bíla verið framleiddir þar og seldir til um 60 landa. Alls getur verksmiðjan framleitt um 300 þúsund bíla á ári og 600 þúsund sjálfskiptingar. Á svæðinu starfa um 3400 manns hjá Hyundai auk sjö þúsund starfsmanna annarra fyrirtækja sem veita verksmiðjunni margvíslega þjónustu. Hyundai starfrækir einnig bílaverksmiðju í Tyrklandi sem framleitt getur 200 þúsund bíla á ári. Heildarframleiðslugeta Hyundai er því um hálf milljón bíla á ári sem eingöngu eru ætlaðir Evrópumarkaði.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent