Hybrid Ford F-150 Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2015 11:21 Ford F-150. Ford hefur staðfest að fyrirtækið vinnur nú að því að útbúa pallbílinn Ford F-150 með Hybrid tækni. Ekki verður þó hægt að stinga honum í samband við heimilisrafmagn heldur hlaða rafhlöður bílsins sig aðeins við hemlun. Hann verður því Hybrid bíll en ekki Plug-In-Hybrid bíll. Ekki stendur til að þessi útgáfa hans komi á markað fyrr en við lok þesa áratugar. Forsvarsmenn Ford hafa viðurkennt að Hybrid-bílar eigi ekki sérlega uppá pallborðið hjá bandarískum kaupendum nú um stundir vegna þess lága eldsneytisverðs sem þar er og þess viðbótakostnaðar sem Hybrid og Plug-In-Hybrid tækni felur í sér til hækkunar verðs þeirra. Ekki liggur ljóst fyrir hvaða vélbúnaður verður tengdur rafmótorum bílsins, en líklegt þykir að það sé 2,7 lítra EcoBoost V6 vélin, sem er sú eyðslugrennsta sem býðst nú í F-150. Ford er með þessum áformum sínum að hugsa til framtíðar og segir að jarðefnaeldsneyti sé ekki til af endalausu magni og með því að búa bíla sína með Hybrid tækni sé fyrirtækið einnig að hlýta sístrangari kröfum yfirvalda um minni eyðslu bíla, sem og kaupenda. Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent
Ford hefur staðfest að fyrirtækið vinnur nú að því að útbúa pallbílinn Ford F-150 með Hybrid tækni. Ekki verður þó hægt að stinga honum í samband við heimilisrafmagn heldur hlaða rafhlöður bílsins sig aðeins við hemlun. Hann verður því Hybrid bíll en ekki Plug-In-Hybrid bíll. Ekki stendur til að þessi útgáfa hans komi á markað fyrr en við lok þesa áratugar. Forsvarsmenn Ford hafa viðurkennt að Hybrid-bílar eigi ekki sérlega uppá pallborðið hjá bandarískum kaupendum nú um stundir vegna þess lága eldsneytisverðs sem þar er og þess viðbótakostnaðar sem Hybrid og Plug-In-Hybrid tækni felur í sér til hækkunar verðs þeirra. Ekki liggur ljóst fyrir hvaða vélbúnaður verður tengdur rafmótorum bílsins, en líklegt þykir að það sé 2,7 lítra EcoBoost V6 vélin, sem er sú eyðslugrennsta sem býðst nú í F-150. Ford er með þessum áformum sínum að hugsa til framtíðar og segir að jarðefnaeldsneyti sé ekki til af endalausu magni og með því að búa bíla sína með Hybrid tækni sé fyrirtækið einnig að hlýta sístrangari kröfum yfirvalda um minni eyðslu bíla, sem og kaupenda.
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent