Dæmdur en ekki gerð refsing fyrir að framvísa fölsuðu albönsku vegabréfi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 17. desember 2015 17:55 Vísir/GVA Hæstiréttur staðfesti í dag dóm yfir sýrlenskum karlmanni sem framvísaði við komu sína til landsins í apríl albönsku vegabréfi sem reyndist falsað. Þó var tekin ákvörðun um að honum yrði ekki gerð refsing, líkt og Héraðsdómur Reykjaness hafði ákveðið í lok apríl, þegar maðurinn var dæmdur í þrjátíu daga fangelsi. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust en krafðist sýknu með vísan til alþjóðasamnings um stöðu flóttamanna, sem Ísland er aðili að, en hefur ekki lagagildi hér á landi. Því var ekki hægt að sýkna manninn, að því er segir í dómnum. Þar kemur jafnframt fram að ekki hafi verið dregið í efa að hann teldist til flóttamanna, svo og að lífi hans eða frelsi hefði verið ógnað í Sýrlandi.Sjá einnig: Sextíu milljónir í tilgangslaus passamálÆtlaði að hitta systur sína Maðurinn, sem er 43 ára, sagðist ekki hafa framvísað vegabréfinu í blekkingarskyni og kvaðst hafa ætlað sér að sækja um hæli hér á landi sem flóttamaður. Hann kom hingað til lands frá París hinn 19. apríl síðastliðinn en var stöðvaður í tollgæslu í Leifsstöð. Gerð var leit í farangri hans og fundust „ýmis gögn á arabísku með öðru nafni sem bentu til að aðilinn væri ekki sá sem hann sagðist vera,“ segir í dómnum. Þegar gengið hafi verið á ákærða hafi hann tekið úr jakkavasa sínum sýrlenskt vegabréf með sínu nafni og hafi lögregla þá verið kvödd til. Í skýrslutöku lögreglu sagðist maðurinn eiga systur hér á landi sem hafi komið hingað fyrir nokkrum árum. Hafi hann ætlað að koma inn í landið, hitta systur sína og gefa sig svo fram við lögreglu. Hann var í kjölfarið dæmdur í gæsluvarðhald og var ákæra í málinu gefin út áður en gæsluvarðhaldstíma lauk. Honum var þá gert í héraðsdómi að sæta þrjátíu daga fangelsi og greiða 320 þúsund krónur í málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns. Hæstiréttur sneri því við og greiðist allur sakarkostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti úr ríkissjóði. Flóttamenn Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm yfir sýrlenskum karlmanni sem framvísaði við komu sína til landsins í apríl albönsku vegabréfi sem reyndist falsað. Þó var tekin ákvörðun um að honum yrði ekki gerð refsing, líkt og Héraðsdómur Reykjaness hafði ákveðið í lok apríl, þegar maðurinn var dæmdur í þrjátíu daga fangelsi. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust en krafðist sýknu með vísan til alþjóðasamnings um stöðu flóttamanna, sem Ísland er aðili að, en hefur ekki lagagildi hér á landi. Því var ekki hægt að sýkna manninn, að því er segir í dómnum. Þar kemur jafnframt fram að ekki hafi verið dregið í efa að hann teldist til flóttamanna, svo og að lífi hans eða frelsi hefði verið ógnað í Sýrlandi.Sjá einnig: Sextíu milljónir í tilgangslaus passamálÆtlaði að hitta systur sína Maðurinn, sem er 43 ára, sagðist ekki hafa framvísað vegabréfinu í blekkingarskyni og kvaðst hafa ætlað sér að sækja um hæli hér á landi sem flóttamaður. Hann kom hingað til lands frá París hinn 19. apríl síðastliðinn en var stöðvaður í tollgæslu í Leifsstöð. Gerð var leit í farangri hans og fundust „ýmis gögn á arabísku með öðru nafni sem bentu til að aðilinn væri ekki sá sem hann sagðist vera,“ segir í dómnum. Þegar gengið hafi verið á ákærða hafi hann tekið úr jakkavasa sínum sýrlenskt vegabréf með sínu nafni og hafi lögregla þá verið kvödd til. Í skýrslutöku lögreglu sagðist maðurinn eiga systur hér á landi sem hafi komið hingað fyrir nokkrum árum. Hafi hann ætlað að koma inn í landið, hitta systur sína og gefa sig svo fram við lögreglu. Hann var í kjölfarið dæmdur í gæsluvarðhald og var ákæra í málinu gefin út áður en gæsluvarðhaldstíma lauk. Honum var þá gert í héraðsdómi að sæta þrjátíu daga fangelsi og greiða 320 þúsund krónur í málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns. Hæstiréttur sneri því við og greiðist allur sakarkostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti úr ríkissjóði.
Flóttamenn Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira