Innlent

Þorsteinn Sæmundsson: „Svona áburður er óþolandi“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þorsteinn vill ekki sitja undir ásökunum um að hann eða aðrir saklausir þingmenn hafi verið undir áhrifum í gærkvöldi.
Þorsteinn vill ekki sitja undir ásökunum um að hann eða aðrir saklausir þingmenn hafi verið undir áhrifum í gærkvöldi. visir/daníel
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, krefst þess að Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, upplýsi hvaða mann eða menn hún hafi sakað um að vera undir áhrifum í þingsal í gærkvöldi og undir hvaða áhrifum þeir voru.

„Vegna þess að ef þetta verður ekki upplýst sitjum við öll sem erum hérna andspænis ráðherrabekknum undir þessu,“ sagði Þorsteinn. Það kæri hann sig alls ekki um.

„Því allt þetta bull sem hér fer fram, gott og slæmt, fer í fundargerðir Alþingis og ég kæri mig ekki um að barnabörnin mín komi hingað einhvern tímann, lesi fundargerðirnar og hugsi: „Afi gamli var fullur í þessum sal.“,“ sagði Þorsteinn.

Forseti Alþingis lítur málið alvarlegum augum og ætlar að ræða við Lilju Rafney.Vísir/Stefán
Forseti lítur ummælin alvarlegum augum

Upplýsi Lilja Rafney ekki um það hver hafi verið undir áhrifum og hvaða áhrifum, já eða beðist verði afsökunar á ummælunum, ætli hann að taka málið upp í forsætisnefnd þingsins. „Því svona áburður er óþolandi.“

Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, segist líta ummælin Lilju alvarlegum augum og hafi gert tilraun til þess að ræða við hana. Það hafi ekki gengið enn. Hann muni þó ætla að kynna sér málið til hlýtar.

Lilja Rafney sagðist í samtali við Vísi í morgun ekki sjá neina ástæðu til að greina frá nafni þingmannsins sem hún telur að hafi verið undir áhrifum.


Tengdar fréttir

Segir þingmann í salnum undir áhrifum

„Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×