Hin litríku líparítfjöll í Kærleikskúlunni Magnús Guðmundsson skrifar 16. desember 2015 12:30 Ragna Róbertsdóttir myndlistarkona með Kærleikskúlu SLF þessi jólin. Allt frá árinu 2003 hefur Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra staðið að útgáfu Kærleikskúlunnar og eru kúlurnar því orðnar þrettán talsins. Frá upphafi hafa kúlurnar fengið frábærar viðtökur landsmanna enda um að ræða einstakt safn listaverka eftir marga þekktustu listamenn okkar Íslendinga. Ófá heimilin hafa safnað kúlunum frá upphafi og eru þær víða orðnar eitt helsta jóladjásn heimilisins. Kærleikskúla ársins ber heitið Landslag og er eftir listakonuna Rögnu Róbertsdóttur. Ragna er meðal helstu myndlistarmanna Íslendinga og hefur starfað að list sinni hérlendis síðan snemma á 8. áratugnum. Verk hennar hafa verið sýnd afar víða, m.a. í öllum helstu söfnum og sýningarsölum á Íslandi en einnig hefur hún sýnt víða erlendis. Hún var tilnefnd til Carnegie-verðlaunanna árið 2012 og einkasýning hennar Kynngikraftur á Kjarvalsstöðum árið 2004 er talin ein af áhrifameiri sýningum safnsins. Ragna hefur oft verið sögð „landslagslistamaður“. Verk hennar eru þó ekki myndir af landslagi heldur færir hún landslagið sjálft inn í sýningarrými og einkaheimili. Hún vinnur verk sín úr náttúruefnum, sem hún safnar yfirleitt saman á gönguferðum sínum um Ísland. Helst dregst hún að eldfjöllunum, krafti þeirra til umbreytingar, afbyggingar og uppbyggingar, sem eru manneskjunni yfirsterkari. Við gerð Kærleikskúlunnar notaðist Ragna við sjálflýsandi plastagnir sem hún notar sem tákn fyrir hin litríku íslensku líparítfjöll og sláandi litadýrð þeirra sem orsakast af háu steinefnamagni og samspili þess við birtuna. Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
Allt frá árinu 2003 hefur Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra staðið að útgáfu Kærleikskúlunnar og eru kúlurnar því orðnar þrettán talsins. Frá upphafi hafa kúlurnar fengið frábærar viðtökur landsmanna enda um að ræða einstakt safn listaverka eftir marga þekktustu listamenn okkar Íslendinga. Ófá heimilin hafa safnað kúlunum frá upphafi og eru þær víða orðnar eitt helsta jóladjásn heimilisins. Kærleikskúla ársins ber heitið Landslag og er eftir listakonuna Rögnu Róbertsdóttur. Ragna er meðal helstu myndlistarmanna Íslendinga og hefur starfað að list sinni hérlendis síðan snemma á 8. áratugnum. Verk hennar hafa verið sýnd afar víða, m.a. í öllum helstu söfnum og sýningarsölum á Íslandi en einnig hefur hún sýnt víða erlendis. Hún var tilnefnd til Carnegie-verðlaunanna árið 2012 og einkasýning hennar Kynngikraftur á Kjarvalsstöðum árið 2004 er talin ein af áhrifameiri sýningum safnsins. Ragna hefur oft verið sögð „landslagslistamaður“. Verk hennar eru þó ekki myndir af landslagi heldur færir hún landslagið sjálft inn í sýningarrými og einkaheimili. Hún vinnur verk sín úr náttúruefnum, sem hún safnar yfirleitt saman á gönguferðum sínum um Ísland. Helst dregst hún að eldfjöllunum, krafti þeirra til umbreytingar, afbyggingar og uppbyggingar, sem eru manneskjunni yfirsterkari. Við gerð Kærleikskúlunnar notaðist Ragna við sjálflýsandi plastagnir sem hún notar sem tákn fyrir hin litríku íslensku líparítfjöll og sláandi litadýrð þeirra sem orsakast af háu steinefnamagni og samspili þess við birtuna.
Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira