Lífið

Svona fer miðasalan á Justin Bieber fram

Stefán Árni Pálsson skrifar
Justin Bieber kemur fram í Kórnum þann 9. september.
Justin Bieber kemur fram í Kórnum þann 9. september. vísir
Forsala aðdáendaklúbbs Justins Bieber fer fram á Tix.is klukkan fjögur á fimmtudaginn en rafræn biðröð hefst frá því klukkan 15.

Tónleikarnir á Íslandi fara fram föstudaginn 9. september í Kórnum, Kópavogi. Alls verða 19.000 miðar í boði sem gerir þessa tónleika að þeim stærstu sem nokkurn tíma hafa verið haldnir hér á landi.

Í tilkynningu frá Senu kemur fram að þegar miðar eru keyptir í forsölu aðdáendaklúbbsins bætast 4.949 kr. við hverja miðapöntun, sem er sérstakt aðdáendaklúbbsgjald (membership fee). Hver pöntun getur að hámarki verið 4 miðar. Klúbbagjaldið (membership fee) er aðeins borgað einu sinni fyrir hverja pöntun.

Sjá einnig: Justin Bieber: Svona eru verðin og verðsvæðin

Allir sem kaupa miða í forsölu aðdáendaklúbbsins verða að kaupa „membership“ til að klára kaupin.

Klukkutíma áður en forsala aðdáendaklúbbsins fer fram opnar fyrir rafræna biðröð á Tix.is. Þá verður mögulegt að fara í biðröð á netinu og kl. 16:00 verður byrjað að hleypa inn í kaupferlið. Allir sem eru í biðröðinni fá þá úthlutað tilviljanakenndu númeri, en þeir sem koma inn eftir kl. 16 raðast á eftir öllum þeim sem eru í rafrænu biðröðinni, í þeirri röð sem þeir koma inn.

Forsölur sem eru framundan:

Föstudaginn 18. desember kl. 10

WOW air, Pepsi Max og Sena verða með sérstakar forsölur fyrir sína viðskiptavini föstudaginn 18. desember kl 10. 

Smelltu hér til að lesa um forsölu Wow air.

Smelltu hér til að skrá þig á forsölu Pepsi Max.

Smelltu hér til að skrá þig á forsölu Senu.

Miðar í öll svæði verða í boði í forsölunum í réttum hlutföllum en takmarkað magn miða verður í boði.

Almenn miðasala hefst síðan á Tix 19. desember. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×