Styður hugmynd um stofnun umboðsmanns flóttamanna Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 15. desember 2015 07:00 Atli Viðar Thorstensson, sviðsstjóri hjá Rauða krossinum, fer yfir það sem betur mætti fara hjá stofnuninni. vísir/vilhelm „Ég fagna hugmynd um sérstakan umboðsmann hælisleitenda og flóttamanna,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum, og segir að slík stofnun gæti verið góð viðbót í hagsmunagæslu þeirra.„Ég fagna líka áhuga þingmanna og allra á þessum málaflokki.“ Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir Útlendingastofnun ekki hafa hagsmuni flóttamanna og hælisleitenda að leiðarljósi og finnst ekki æskilegt að innanríkisráðuneyti greiði Rauða krossinum fyrir að gæta hagsmuna þeirra. Hún lagði til stofnun umboðsmanns flóttamanna og hælisleitenda. Atli vísar því á bug að hagsmunum hælisleitenda og flóttamanna sé ekki borgið með samningi innanríkisráðuneytisins við Rauða krossinn. „Þetta er tiltölulega nýtt fyrirkomulag að lögfræðingar starfa í teymi á vegum Rauða krossins. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna telur þetta fyrirkomulag gott. Áður var gerður samningur við einstaka lögmenn og þá sneri gagnrýnin að því. Nú koma öll mál til Rauða krossins, þó að við göngum hart fram eða séum með læti, þá koma málin samt sem áður áfram til okkar. Við erum mannúðarsamtök sem vinnum að hagsmunum þeirra sem þurfa á hjálp að halda. Rauði krossinn hefur langa reynslu af hagsmunagæslu fyrir hælisleitendur og flóttafólk og hefur að auki ávallt aðgengi að nýjustu upplýsingum og reynslu þeirra sem vinna að þessum málum. Við erum með samstarfssamning við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og vinnum mjög náið með henni. Við erum líka hluti af ECRE, sem eru regnhlífarsamtök fyrir félagasamtök í Evrópu, sem vinna að hagsmunum flóttamanna.Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur skrifað bréf, bæði til Útlendingastofnunar og Rauða Krossins og spurt um verklag í kringum brottvísun albanskra fjölskyldna.vísir/gvaAtli segir teymisvinnuna verða til þess að í Rauða krossinum hafi fólk yfirsýn yfir málaflokkinn. Á föstudaginn í síðustu viku skrifaði Ólöf Nordal innanríkisráðherra Rauða krossinum bréf og bað um ábendingar um það sem mætti betur fara vegna umdeildrar brottvísunar albanskra fjölskyldna með veik börn. „Varðandi bréf innanríkisráðherra, þá fögnum við því og munum verða við beiðninni og senda okkar hugleiðingar, ábendingar og athugasemdir til ráðherra fljótlega. Það sem við munum fyrst fara yfir og meta er hvort framkvæmd stjórnvalda sé í samræmi við heimildir 12. gr. laga um útlendinga og þar með vilja löggjafans, segir Atli. Flóttamenn Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
„Ég fagna hugmynd um sérstakan umboðsmann hælisleitenda og flóttamanna,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum, og segir að slík stofnun gæti verið góð viðbót í hagsmunagæslu þeirra.„Ég fagna líka áhuga þingmanna og allra á þessum málaflokki.“ Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir Útlendingastofnun ekki hafa hagsmuni flóttamanna og hælisleitenda að leiðarljósi og finnst ekki æskilegt að innanríkisráðuneyti greiði Rauða krossinum fyrir að gæta hagsmuna þeirra. Hún lagði til stofnun umboðsmanns flóttamanna og hælisleitenda. Atli vísar því á bug að hagsmunum hælisleitenda og flóttamanna sé ekki borgið með samningi innanríkisráðuneytisins við Rauða krossinn. „Þetta er tiltölulega nýtt fyrirkomulag að lögfræðingar starfa í teymi á vegum Rauða krossins. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna telur þetta fyrirkomulag gott. Áður var gerður samningur við einstaka lögmenn og þá sneri gagnrýnin að því. Nú koma öll mál til Rauða krossins, þó að við göngum hart fram eða séum með læti, þá koma málin samt sem áður áfram til okkar. Við erum mannúðarsamtök sem vinnum að hagsmunum þeirra sem þurfa á hjálp að halda. Rauði krossinn hefur langa reynslu af hagsmunagæslu fyrir hælisleitendur og flóttafólk og hefur að auki ávallt aðgengi að nýjustu upplýsingum og reynslu þeirra sem vinna að þessum málum. Við erum með samstarfssamning við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og vinnum mjög náið með henni. Við erum líka hluti af ECRE, sem eru regnhlífarsamtök fyrir félagasamtök í Evrópu, sem vinna að hagsmunum flóttamanna.Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur skrifað bréf, bæði til Útlendingastofnunar og Rauða Krossins og spurt um verklag í kringum brottvísun albanskra fjölskyldna.vísir/gvaAtli segir teymisvinnuna verða til þess að í Rauða krossinum hafi fólk yfirsýn yfir málaflokkinn. Á föstudaginn í síðustu viku skrifaði Ólöf Nordal innanríkisráðherra Rauða krossinum bréf og bað um ábendingar um það sem mætti betur fara vegna umdeildrar brottvísunar albanskra fjölskyldna með veik börn. „Varðandi bréf innanríkisráðherra, þá fögnum við því og munum verða við beiðninni og senda okkar hugleiðingar, ábendingar og athugasemdir til ráðherra fljótlega. Það sem við munum fyrst fara yfir og meta er hvort framkvæmd stjórnvalda sé í samræmi við heimildir 12. gr. laga um útlendinga og þar með vilja löggjafans, segir Atli.
Flóttamenn Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira