Tólf strokka Mercedes Benz AMG S65 Finnur Thorlacius skrifar 14. desember 2015 15:59 Mercedes Benz AMG S65 Cabriolet Autoblog Ný gerð hefur bæst í flóru S-Class bíla Mercedes Benz og það er blæjuútgáfa bílsins stóra. Undir húddi bílsins hvíir enginn kettlingur heldur 630 hestafla ofurrokkur með 12 strokka og 6,0 lítra sprengirými. Þessi vél er handsmíðuð af sérfræðingum AMG deildar Benz í Mannheim. Þetta er fyrsta sinni sem Mercedes Benz býður þessa 12 strokka vél í blæjubíl. Með henni er bíllinn fær að taka sprettinn í hundraðið á 4,1 sekúndu og hámarkshraðinn er 300 km/klst. Þessi stóri blæjubíll er hlaðinn þeim tækninýjungum sem Mercedes Benz hefur útbúið nýja gerð S-Class bíla með. Blæja bílsins er úr þriggja laga efni sem tryggja á hljóðlátan akstur ef blæjan er uppi. Bíllinn er á loftpúðafjöðrun og felgurnar eru 20 tommu. Rafgeymir bílsins er með lithium-ion rafhlöðum til að létta bílinn sem mest. Bíllinn er afturhjóladrifinn og með 7 gíra sjálfskiptingu. Verðið á þessum kostagrip liggur ekki fyrir enn. Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent
Ný gerð hefur bæst í flóru S-Class bíla Mercedes Benz og það er blæjuútgáfa bílsins stóra. Undir húddi bílsins hvíir enginn kettlingur heldur 630 hestafla ofurrokkur með 12 strokka og 6,0 lítra sprengirými. Þessi vél er handsmíðuð af sérfræðingum AMG deildar Benz í Mannheim. Þetta er fyrsta sinni sem Mercedes Benz býður þessa 12 strokka vél í blæjubíl. Með henni er bíllinn fær að taka sprettinn í hundraðið á 4,1 sekúndu og hámarkshraðinn er 300 km/klst. Þessi stóri blæjubíll er hlaðinn þeim tækninýjungum sem Mercedes Benz hefur útbúið nýja gerð S-Class bíla með. Blæja bílsins er úr þriggja laga efni sem tryggja á hljóðlátan akstur ef blæjan er uppi. Bíllinn er á loftpúðafjöðrun og felgurnar eru 20 tommu. Rafgeymir bílsins er með lithium-ion rafhlöðum til að létta bílinn sem mest. Bíllinn er afturhjóladrifinn og með 7 gíra sjálfskiptingu. Verðið á þessum kostagrip liggur ekki fyrir enn.
Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent