Renault Clio sneggstur b-flokks bíla á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 14. desember 2015 13:55 Renault Clio RS 220 Trophy. Renault Clio RS 220 Trophy er nú sneggsti fjöldaframleiddi bíllinn á Nürburgring brautinni í B-stærðarflokki. Hann fór brautina í síðustu viku á 8 mínútum og 32 sekúndum. Nokkrir aðrir bílar í B-flokki reyndu sig við Clio bílinn á sama tíma og komst Mini bíll þeirra næst á tímanum 8:35. Opel Corsa OPC náði tímanum 8:40 og Audi S1 á 8:41. Renault Clio RS 200 Trophy var kynntur í mars á bílasýningunni í Genf. Hann er með 220 hestafla 1,6 lítra vél með forþjöppu og tog hans er 260 Nm. Bíllinn er með nýja sjálfskiptingu sem skiptir 40% hraðar en forveri hennar í Normal mode og 50% hraðar í Race mode. Það var bílatímaritið Sport Auto´s sem efndi til þessa prufuaksturs bíla í B-stærðarflokki til að finna út hver væri þeirra sneggstur. Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent
Renault Clio RS 220 Trophy er nú sneggsti fjöldaframleiddi bíllinn á Nürburgring brautinni í B-stærðarflokki. Hann fór brautina í síðustu viku á 8 mínútum og 32 sekúndum. Nokkrir aðrir bílar í B-flokki reyndu sig við Clio bílinn á sama tíma og komst Mini bíll þeirra næst á tímanum 8:35. Opel Corsa OPC náði tímanum 8:40 og Audi S1 á 8:41. Renault Clio RS 200 Trophy var kynntur í mars á bílasýningunni í Genf. Hann er með 220 hestafla 1,6 lítra vél með forþjöppu og tog hans er 260 Nm. Bíllinn er með nýja sjálfskiptingu sem skiptir 40% hraðar en forveri hennar í Normal mode og 50% hraðar í Race mode. Það var bílatímaritið Sport Auto´s sem efndi til þessa prufuaksturs bíla í B-stærðarflokki til að finna út hver væri þeirra sneggstur.
Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent