Miðasala er nú hafin á EM 2016 í Frakklandi en dregið var í riðla nú um helgina.
Sjá einnig: Heimir: Hefðum getað verið óheppnari
Ísland er í riðli með Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi og mætir fyrstnefndu þjóðinni í Saint-Etienne þann 14. júní.
Sjá einnig: Þetta þarftu að vita um miðasöluna á EM 2016 í fótbolta
Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ liggur nú fyrir hversu marga miða Íslendingum verður úthlutað á leikina þrjá en miðasalan fer öll fram í gegnum heimasíðu Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA.
Íslendingar eiga rétt á samtals 29 þúsund miðum á leikina þrjá. Fæsta gegn Portúgal enda fer leikurinn fram á minnsta vellinum af þeim sem Ísland spilar í riðlakeppninni.
Sjá einnig: Draumadráttur þýðir miklar væntingar hjá íslensku þjóðinni
Allar upplýsingar um miðasöluna má finna hér en alls verða 800 þúsund miðar til sölu í þessari lotu, sem lýkur 18. janúar.
Leikir Íslands:
Þriðjudagur 14. júní kl. 19.00: Portúgal - Ísland
Leikvöllur: Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Etienne
Tekur: 42.000 áhorfendur
Ísland fær: 7 þúsund miða
Laugardagur 18. júní kl. 16.00: Ísland - Ungverjaland
Leikvöllur: Stade Vélodrome, Marseille
Tekur: 67.394 áhorfendur
Ísland fær: 12 þúsund miða
Miðvikudagur 22. júní kl. 16.00: Ísland - Austurríki
Leikvöllur: Stade de France, Saint-Denis
Tekur: 81.338 áhorfendur
Ísland fær: 15 þúsund miða
Ísland fær 34 þúsund miða á EM | Miðasala hefst í dag
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti

Svona var blaðamannafundur Snorra
Handbolti



Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Enski boltinn

