Porsche Janis Joplin seldist á 230 milljónir Finnur Thorlacius skrifar 14. desember 2015 09:46 Porsche Janis Joplin. worldcarfans Aldrei áður hefur Porsche 356 selst á viðlíka upphæð og fyrrum bíll Janis Joplin, en hann seldist nýlega á á uppboði í New York á 230 milljónir króna. Bíllinn er af árgerð 1964 og þessi gerð hans heitir Porsche 356 C 1600 SC Cabriolet og er blæjubíll. Ekki var búist við því að bíllinn færi á svona háu verði á uppboðinu og búist hafði verið við tilboði milli 400 og 600 þúsund dollurum, en hann fór á endanum á 1,76 milljón dollara, eða 230 milljónir króna og börðust 7 mismundandi aðilar um bílinn. Janis Joplin eignaðist þennan bíl árið 1968 og lét sprauta hann í sannkölluðu hippaþema og er bílinn allur hinn skrautlegasti og hefur ekki verið breytt síðan. Þessi bíll er talinn einn sá fyrsti sem gerður er að listaverki og er fyrir vikið einn frægasti Porsche bíll allra tíma. Eftir að Janis Joplin dó var bíllinn færður á safnið Rock and Roll Hall of Fame í Cleveland í Ohio. Þar hefur hann verið til sýnis síðustu tvo áratugi, allt þar til systkyni hennar, Michael og Laura Joplin ákváðu að bjóða hann upp. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent
Aldrei áður hefur Porsche 356 selst á viðlíka upphæð og fyrrum bíll Janis Joplin, en hann seldist nýlega á á uppboði í New York á 230 milljónir króna. Bíllinn er af árgerð 1964 og þessi gerð hans heitir Porsche 356 C 1600 SC Cabriolet og er blæjubíll. Ekki var búist við því að bíllinn færi á svona háu verði á uppboðinu og búist hafði verið við tilboði milli 400 og 600 þúsund dollurum, en hann fór á endanum á 1,76 milljón dollara, eða 230 milljónir króna og börðust 7 mismundandi aðilar um bílinn. Janis Joplin eignaðist þennan bíl árið 1968 og lét sprauta hann í sannkölluðu hippaþema og er bílinn allur hinn skrautlegasti og hefur ekki verið breytt síðan. Þessi bíll er talinn einn sá fyrsti sem gerður er að listaverki og er fyrir vikið einn frægasti Porsche bíll allra tíma. Eftir að Janis Joplin dó var bíllinn færður á safnið Rock and Roll Hall of Fame í Cleveland í Ohio. Þar hefur hann verið til sýnis síðustu tvo áratugi, allt þar til systkyni hennar, Michael og Laura Joplin ákváðu að bjóða hann upp.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent