Í tilkynningu frá Vífilfelli segir að þetta sé í tuttugasta sinn sem jólalestin ferðist um borgina en í jólalestinni er að finna fimm stóra flutningabíla sem skreyttir eru ljósaseríum.
„Jólalestin mun hvergi stoppa nema við Barnaspítala Hringsins þar sem jólasveinninn heimsækir börnin sem þar dvelja og færir þeim gjafir,“ segir í tilkynningunni.
