Snerti þjóðina meira en margan grunar Magnús Guðmundsson skrifar 12. desember 2015 13:30 Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur. Stríðið mikla, eða fyrri heimsstyrjöldin, hefur verið Íslendingum nokkuð fjarlægt. Ef betur er að gáð hafði þessi skelfilega styrjöld þó gríðarleg áhrif á íslenskt samfélag. Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur hefur nú sent frá sér bókina Þegar siðmenningin fór fjandans til – Íslendingar og stríðið mikla 1914-1922. Þar fjallar Gunnar Þór um sögu fyrri heimsstyrjaldarinnar og segir þessa merku sögu frá sjónarhóli Íslendinga. Gunnar Þór segir að umfjöllun um fyrri heimsstyrjöldina hafi óneitanlega setið aðeins á hakanum á Íslandi og staðið í skugganum af seinni heimsstyrjöldinni. „Það var styrjöld sem breytti miklu en fyrra stríð hafði líka mikil áhrif á okkur og svo auðvitað Evrópu alla. Þetta umturnaði Evrópu og lagði línurnar fyrir það sem gerðist næstu áratugina.“Mynd af þýskum kafbáti tekin um borð í Gullfossi 22. júní 1915.Minnir á samtímann „Ég fer þá leið að meirihluti þess sem ég er að fjalla um er Íslandssagan en ég segi líka sögu stríðsins og geri það frá sjónarhóli Íslendinga. Þannig að þetta verður svona íslensk saga stríðsins sjálfs og áhrifin hér sem voru umtalsverð. Hvaða áhrif þetta hafði á siglingar og margt fleira. Það átta sig til að mynda ekki allir á því að það var fullt af skipum í siglingum hingað sem Þjóðverjar skutu niður í fyrra stríði. Voru til kafbátar þá? hef ég stundum verið spurður og svarið er svo sannarlega já. Ég birti í bókinni tölur um fjölda þeirra skipa sem voru skotin niður en Íslendingar sluppu reyndar alveg ótrúlega vel. Þetta hefði getað farið miklu verr því nýju Eimskipafélagsskipin Gullfoss, Goðafoss og Lagarfoss sluppu alveg. En það gekk svo sem á ýmsu.“ Gunnar Þór bendir á að ein af ástæðum þess að mikilvægt sé að skoða þessa sögu sé til þess að læra af henni. „Það er merkilegt hvað tíminn á árunum fyrir fyrra stríð minnir um margt á okkar samtíma. Það var góðæri, enginn hugsaði um stríð og allir héldu að það væri bara afgreitt mál og svo skellur þetta á. Þetta var mikið áfall. En þegar seinna stríðið skall á þá var búin að vera kreppa, fasisminn í uppgangi og kommúnisminn í Rússlandi og það var meira eins og allir hafi búist við þeirri styrjöld en það var ekki þannig með fyrra stríð.“Ungar konur í rússneska hernum. Kvennasveit í her Rússa vakti mikla athygli á stríðsárunum og sögðu íslensk blöð nokkrum sinnum frá henni.Evrópa úr skorðum „Fyrra stríðið var ekki hugmyndafræðilegt eins og seinna stríðið. Þetta voru fyrst og fremst hagsmunaátök á milli stórveldanna sem hefði átt að vera hægt að koma í veg fyrir. Það hafa einmitt margir bent á að þetta stríð hafi verið svo mikill óþarfi. Þess vegna eyði ég talsverðu púðri í að skoða hvernig þetta gerðist og hvernig Íslendingar upplifðu það. Það er þetta morð á þessum hertoga í Sarajevó og þetta hefði ekkert þurft að fara svona. Tölur eru nú á reiki um mannfall í þessu stríði en það er oft miðað við um fimmtán milljónir. Tíu milljónir hermanna og fimm milljónir almennra borgara. En það er í raun hægt að rekja dauða miklu fleiri til stríðsins. Svo brutust út í lokin alls kyns styrjaldir, borgarastríðið í Rússlandi, stríðið milli Póllands og Rússlands, milli Grikkja og Tyrkja, þjóðernishreinsanir og eftirhreytustríð sem standa fram á þriðja áratuginn. Þetta setti Evrópu alla úr skorðum.“Thomsens Magasín í öllu sínu veldi og iðandi mannlíf við austurenda Hafnarstrætis í Reykjavík.Mótunartími Áhrifanna af öllum þessum hörmungum og eftirhreytum stríðsins gætti alltaf á Íslandi. „Það er stundum talað um stríðsgróða í upphafi vegna þess að við fengum meira fyrir vörurnar okkar en aðfluttar vörur snarhækkuðu í verði. Síðustu tvö stríðsárin eru tvö erfiðustu ár Íslandssögunnar frá því á seinni hluta nítjándu aldar. Þetta var miklu verri kreppa en varð hér árið 1930. Það myndaðist hérna mikill skortur. Skipakomum snarfækkaði á stríðárunum. Það þurfti að aflýsa skólahaldi og skammta vörur og ég fjalla dálítið um þetta því ég held að fólk átti sig ekki alveg á þessu. Þegar það er farið að tala um erfiðleika á þessum tíma þá kemur alltaf Frostaveturinn upp í hugann en hann er aukaatriði. Hann skellur á í ársbyrjun 1918 og gerði vissulega illt verra þessar vikur sem hann stóð en grunnurinn að þessu er siglingatregðan sem stríðið skapaði og skorturinn sem það hafði í för með sér. Árin fyrir stríð höfðu verið mikill uppgangstími en svo kemur þetta áfall. Það er ekki fyrr en líður á þriðja áratuginn sem við erum komin á sama stað og og við vorum 1913.“Bresk skotgröf við Somme í júlí 1916. Einn hermaður stendur vaktina, aðrir sofa.Íslendingar í stríði Það var talsvert um Íslendinga sem voru beinir þátttakendur í styrjöldinni. „Lengsti kaflinn fjallar um vestur-íslenska hermenn. Þar er ég mest að fókusera á stráka sem voru nýfarnir og voru í raun miklu frekar Íslendingar en Kanadamenn. Það er þarna sérstakur kafli um strák sem var búinn að vera í tvö ár í MR og það var eitthvert óyndi í honum svo hann fór vestur um haf og er bara kominn í herinn. Þetta er það sem hafði hvað mest áhrif á mig þegar ég var að vinna þetta; að lesa bréf og kynna sér sögu stráka sem voru aldir upp hérna við Esjuna. Við þetta verður stríðið eitthvað svo miklu nálægara og hittir mann beint í hjartastað. Að lesa um þessa stráka sem eru að skrifa og hugsa á íslensku færir okkur nær.“ Menning Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Stríðið mikla, eða fyrri heimsstyrjöldin, hefur verið Íslendingum nokkuð fjarlægt. Ef betur er að gáð hafði þessi skelfilega styrjöld þó gríðarleg áhrif á íslenskt samfélag. Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur hefur nú sent frá sér bókina Þegar siðmenningin fór fjandans til – Íslendingar og stríðið mikla 1914-1922. Þar fjallar Gunnar Þór um sögu fyrri heimsstyrjaldarinnar og segir þessa merku sögu frá sjónarhóli Íslendinga. Gunnar Þór segir að umfjöllun um fyrri heimsstyrjöldina hafi óneitanlega setið aðeins á hakanum á Íslandi og staðið í skugganum af seinni heimsstyrjöldinni. „Það var styrjöld sem breytti miklu en fyrra stríð hafði líka mikil áhrif á okkur og svo auðvitað Evrópu alla. Þetta umturnaði Evrópu og lagði línurnar fyrir það sem gerðist næstu áratugina.“Mynd af þýskum kafbáti tekin um borð í Gullfossi 22. júní 1915.Minnir á samtímann „Ég fer þá leið að meirihluti þess sem ég er að fjalla um er Íslandssagan en ég segi líka sögu stríðsins og geri það frá sjónarhóli Íslendinga. Þannig að þetta verður svona íslensk saga stríðsins sjálfs og áhrifin hér sem voru umtalsverð. Hvaða áhrif þetta hafði á siglingar og margt fleira. Það átta sig til að mynda ekki allir á því að það var fullt af skipum í siglingum hingað sem Þjóðverjar skutu niður í fyrra stríði. Voru til kafbátar þá? hef ég stundum verið spurður og svarið er svo sannarlega já. Ég birti í bókinni tölur um fjölda þeirra skipa sem voru skotin niður en Íslendingar sluppu reyndar alveg ótrúlega vel. Þetta hefði getað farið miklu verr því nýju Eimskipafélagsskipin Gullfoss, Goðafoss og Lagarfoss sluppu alveg. En það gekk svo sem á ýmsu.“ Gunnar Þór bendir á að ein af ástæðum þess að mikilvægt sé að skoða þessa sögu sé til þess að læra af henni. „Það er merkilegt hvað tíminn á árunum fyrir fyrra stríð minnir um margt á okkar samtíma. Það var góðæri, enginn hugsaði um stríð og allir héldu að það væri bara afgreitt mál og svo skellur þetta á. Þetta var mikið áfall. En þegar seinna stríðið skall á þá var búin að vera kreppa, fasisminn í uppgangi og kommúnisminn í Rússlandi og það var meira eins og allir hafi búist við þeirri styrjöld en það var ekki þannig með fyrra stríð.“Ungar konur í rússneska hernum. Kvennasveit í her Rússa vakti mikla athygli á stríðsárunum og sögðu íslensk blöð nokkrum sinnum frá henni.Evrópa úr skorðum „Fyrra stríðið var ekki hugmyndafræðilegt eins og seinna stríðið. Þetta voru fyrst og fremst hagsmunaátök á milli stórveldanna sem hefði átt að vera hægt að koma í veg fyrir. Það hafa einmitt margir bent á að þetta stríð hafi verið svo mikill óþarfi. Þess vegna eyði ég talsverðu púðri í að skoða hvernig þetta gerðist og hvernig Íslendingar upplifðu það. Það er þetta morð á þessum hertoga í Sarajevó og þetta hefði ekkert þurft að fara svona. Tölur eru nú á reiki um mannfall í þessu stríði en það er oft miðað við um fimmtán milljónir. Tíu milljónir hermanna og fimm milljónir almennra borgara. En það er í raun hægt að rekja dauða miklu fleiri til stríðsins. Svo brutust út í lokin alls kyns styrjaldir, borgarastríðið í Rússlandi, stríðið milli Póllands og Rússlands, milli Grikkja og Tyrkja, þjóðernishreinsanir og eftirhreytustríð sem standa fram á þriðja áratuginn. Þetta setti Evrópu alla úr skorðum.“Thomsens Magasín í öllu sínu veldi og iðandi mannlíf við austurenda Hafnarstrætis í Reykjavík.Mótunartími Áhrifanna af öllum þessum hörmungum og eftirhreytum stríðsins gætti alltaf á Íslandi. „Það er stundum talað um stríðsgróða í upphafi vegna þess að við fengum meira fyrir vörurnar okkar en aðfluttar vörur snarhækkuðu í verði. Síðustu tvö stríðsárin eru tvö erfiðustu ár Íslandssögunnar frá því á seinni hluta nítjándu aldar. Þetta var miklu verri kreppa en varð hér árið 1930. Það myndaðist hérna mikill skortur. Skipakomum snarfækkaði á stríðárunum. Það þurfti að aflýsa skólahaldi og skammta vörur og ég fjalla dálítið um þetta því ég held að fólk átti sig ekki alveg á þessu. Þegar það er farið að tala um erfiðleika á þessum tíma þá kemur alltaf Frostaveturinn upp í hugann en hann er aukaatriði. Hann skellur á í ársbyrjun 1918 og gerði vissulega illt verra þessar vikur sem hann stóð en grunnurinn að þessu er siglingatregðan sem stríðið skapaði og skorturinn sem það hafði í för með sér. Árin fyrir stríð höfðu verið mikill uppgangstími en svo kemur þetta áfall. Það er ekki fyrr en líður á þriðja áratuginn sem við erum komin á sama stað og og við vorum 1913.“Bresk skotgröf við Somme í júlí 1916. Einn hermaður stendur vaktina, aðrir sofa.Íslendingar í stríði Það var talsvert um Íslendinga sem voru beinir þátttakendur í styrjöldinni. „Lengsti kaflinn fjallar um vestur-íslenska hermenn. Þar er ég mest að fókusera á stráka sem voru nýfarnir og voru í raun miklu frekar Íslendingar en Kanadamenn. Það er þarna sérstakur kafli um strák sem var búinn að vera í tvö ár í MR og það var eitthvert óyndi í honum svo hann fór vestur um haf og er bara kominn í herinn. Þetta er það sem hafði hvað mest áhrif á mig þegar ég var að vinna þetta; að lesa bréf og kynna sér sögu stráka sem voru aldir upp hérna við Esjuna. Við þetta verður stríðið eitthvað svo miklu nálægara og hittir mann beint í hjartastað. Að lesa um þessa stráka sem eru að skrifa og hugsa á íslensku færir okkur nær.“
Menning Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira