Evrópskir og japanskir bílar öruggari en bandarískir Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2015 14:53 Öryggisprófun á vegum IIHS. IIHS Bandaríska umferðaröryggsistofnunin IIHS, sem staðsett er í Arlington í Virginaríki Bandaríkjanna stendur fyrir viðamiklum prófunum á öryggi bíla á ári hverju. Í ár gaf IIHS 48 bílum hæstu einkunn fyrir öryggi, en aðeins einn þeirra er bandarískur, Chrysler 200. Allir hinir eru framleiddir af evróskum eða japönskum bílaframleiðendum. Af þessum 48 bílgerðum eru 9 frá Toyota, 8 frá Honda, 7 frá Volkswagen/Audi og 6 frá Subaru, en allar bílgerðir Subaru hafa fengið hæstu einkunn IIHS (Insurance Institute for Highway Safety). Þetta vekur athygli þar sem IIHS er bandarísk stofnun, en að sjálfsögðu er hún fagleg stofnun og hyglir engum. Bandarísku bílaframleiðendurnir Ford, General Motors og Chrysler framleiða mýmargar bílgerðir og það vekur nokkra athygli að aðeins ein þeirra skuli ná hæstu öryggiseinkunn og að Ford og GM eigi engan bíl á þeim lista. Hæsta einkunn IIHS er Top Safety Pick+ og sú næsta Top Safety Pick, en aðeins Ford F-150 pallbíllinn náði þeirri næstefstu af bílgerðum Ford, aðrir fengu verri einkunn. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent
Bandaríska umferðaröryggsistofnunin IIHS, sem staðsett er í Arlington í Virginaríki Bandaríkjanna stendur fyrir viðamiklum prófunum á öryggi bíla á ári hverju. Í ár gaf IIHS 48 bílum hæstu einkunn fyrir öryggi, en aðeins einn þeirra er bandarískur, Chrysler 200. Allir hinir eru framleiddir af evróskum eða japönskum bílaframleiðendum. Af þessum 48 bílgerðum eru 9 frá Toyota, 8 frá Honda, 7 frá Volkswagen/Audi og 6 frá Subaru, en allar bílgerðir Subaru hafa fengið hæstu einkunn IIHS (Insurance Institute for Highway Safety). Þetta vekur athygli þar sem IIHS er bandarísk stofnun, en að sjálfsögðu er hún fagleg stofnun og hyglir engum. Bandarísku bílaframleiðendurnir Ford, General Motors og Chrysler framleiða mýmargar bílgerðir og það vekur nokkra athygli að aðeins ein þeirra skuli ná hæstu öryggiseinkunn og að Ford og GM eigi engan bíl á þeim lista. Hæsta einkunn IIHS er Top Safety Pick+ og sú næsta Top Safety Pick, en aðeins Ford F-150 pallbíllinn náði þeirri næstefstu af bílgerðum Ford, aðrir fengu verri einkunn.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent