Porsche Boxster og Cayman fá stafina 718 Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2015 13:56 Porsche Cayman GT4. Næsta árgerð Porsche Boxster og Cayman sportbílanna fá nöfnin 718 Boxter og 718 Cayman frá og með næstu árgerð bílanna. Þetta er gert til að minnast hins sigursæla 718 bíl Porsche frá árinu 1957. Bæði Boxster og Cayman koma á næsta ári í fyrsta sinn með fjögurra strokka forþjöppuvélum sem verða mjög öflugar. Boxster og Cayman hafa hingað til verið með sex strokka vélar, en aðdáendur bílsins ættu ekki að örvænta þó strokkunum fækki um tvo, þessar nýju fjögurra strokka vélar verða sýnu öflugari en forverar þeirra. Til vitnis um að það sé gerlegt er fjögurra strokka, 2,0 lítra vélin í Porsche 919 Hybrid LMP1 þolaksturskeppnisbílnum gríðarlega öflug, þó svo hún fái aðstoð frá rafmótorum. Þessi bíll náði bæði 1. og 2. sæti í Le Mans þolaksturskeppninni í ár og vann einnig þolakstursmótaröðina í ár. Porsche hefur mikla reynslu í framleiðslu fjögurra strokka boxer véla og margir af sigursælustu bílum Porsche gegnum tíðina hafa verið með þannig vél. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent
Næsta árgerð Porsche Boxster og Cayman sportbílanna fá nöfnin 718 Boxter og 718 Cayman frá og með næstu árgerð bílanna. Þetta er gert til að minnast hins sigursæla 718 bíl Porsche frá árinu 1957. Bæði Boxster og Cayman koma á næsta ári í fyrsta sinn með fjögurra strokka forþjöppuvélum sem verða mjög öflugar. Boxster og Cayman hafa hingað til verið með sex strokka vélar, en aðdáendur bílsins ættu ekki að örvænta þó strokkunum fækki um tvo, þessar nýju fjögurra strokka vélar verða sýnu öflugari en forverar þeirra. Til vitnis um að það sé gerlegt er fjögurra strokka, 2,0 lítra vélin í Porsche 919 Hybrid LMP1 þolaksturskeppnisbílnum gríðarlega öflug, þó svo hún fái aðstoð frá rafmótorum. Þessi bíll náði bæði 1. og 2. sæti í Le Mans þolaksturskeppninni í ár og vann einnig þolakstursmótaröðina í ár. Porsche hefur mikla reynslu í framleiðslu fjögurra strokka boxer véla og margir af sigursælustu bílum Porsche gegnum tíðina hafa verið með þannig vél.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent