Justin Bieber með tónleika á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 10. desember 2015 10:55 Sena hefur tilkynnt um að Evrópuhluti Purpose tónleikatúrs Justin Bieber hefjist þann 9. september í Kórnum í Kópavogi. Eru þetta einir stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið hérlendis. Alls verða 19 þúsund miðar í boði. Miðasalan á tónleikana hefst á slaginu klukkan 10 þann19. desember á tix.is. Samkvæmt tilkynningu frá Senu kemur fram að meðlimir aðdáendaklúbbs Justins Bieber fá tækifæri til að kaupa miða á tónleikana fimmtudaginn 17. desember kl. 16. Íslenskar forsölur fara fram daginn áður en almenn sala hefst, eða föstudaginn 18. desember kl. 10. Sena ætlar að kynna fyrirkomulag á þessum forsölum nánar á morgun, föstudag.Þessa mynd setti Justin Bieber á Instagram eftir sundsprett í Fjaðrárglúfri í haust og vakti hún heimsathygli.vísirEins og flestum er kunnugt var Bieber hér á landi í september með ljósmyndaranum Chris Burkard. Bieber fór víða, bæði um sveitirnar og á frétta- og samfélagsmiðlum. Síðar kom í ljós að afrakstur dvalarinnar á Íslandi var nýtt tónlistarmyndband við lagið I'll Show You af plötunni Purpose. Myndbandið er hið glæsilegasta. Bieber sýnir melankólíska hlið á sér og nýtur íslensk náttúra sín til hins ítrasta. Í dag hafa 80 milljónir manns horft á myndbandið á Youtube og ríkir því mikil ánægja með ómetanlega landkynningu sem Ísland fær fyrir vikið. Í myndbandinu má sjá Bieber á nærbuxunum í Jökulsárlóni og í Fjaðrárgljúfri. Það var tekið upp á Suðurlandinu þar sem hann fór við Skógarfoss, Seljalandsfoss og að Sólheimasandi. Þegar Bieber var hér á landi heimsótti meðal annars Reykjanesbæ, Gullfoss og Geysi og Vestmannaeyjar.Purpose kom út 13, nóvember.Bieber gaf út plötuna Purpose nú í nóvember og sló rækilega í gegn. Rauk upp vinsældarlista í meira en 100 löndum og náði hverju laginu á fætur öðru í fyrsta sæti. Hann sló meðal annars met Bítlanna og Drake með því að vera með 17 lög á sama tíma á lista Billboard yfir 200 heitustu lögin nú í byrjun desember. Hann setti einnig nýtt met á Spotify þar sem plötunni var streymt rúmlega tvö hundruð milljón sinnum í útgáfuvikunni. Bieber tilkynnti Bandaríkjalegg tónleikaferðalagsins í spjallþætti Ellen í byrjun nóvember og viðtökurnar stóðu ekki á sér. Upp seldist á 58 tónleika á mettíma og var sex tónleikum bætt við samdægurs. Purpose-túrinn hefst í Seattle í Bandaríkjunum í mars og ferðast Bieber vítt og breidd um landið fram í lok júlí. Evrópuhlutinn hefst síðan á Íslandi 9. september og þaðan fer hann til Þýskalands, Frakklands, Noregs, Finnlands, Svíþjóðar, Danmörku, Bretlands og víðar um álfuna. Tónleikaferðalagi hans lýkur síðan í nóvember.Bieber tilkynnti Evrópubúum um tónleikaferðalagið á Twitter í gær. Europe... I'm coming. #PurposeWorldTour— Justin Bieber (@justinbieber) December 9, 2015 Myndbandið við lagið I'll Show You var allt tekið upp hér á landi í september á þessu ári. Það hefur verið skoðað 80 milljón sinnum á YouTube. Lagið Where Are Ü Now gerði Bieber með tónlistarmönnunum Skrillex and Diplo. Það kom út í vor og markaði endurkomu Bieber á vinsældarlista eftir tveggja ára fjarveru. Að mati gagnrýnenda gaf lagið einnig vísbendingu um að tónlist Bieber væri að breytast. Lagið What Do You Mean? kom út 28. ágúst og er aðalsmáskífa plötunnar Purpose. Lagið sló gjörsamlega í gegn og fór á toppinn út um allan heim. Sorry er önnur smáskífan af Purpose og kom út í lok október. Skrillex vann lagið með Bieber. Lagið mældist afar vel fyrir og hélt vinsældum Bieber uppi út um allan heim. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Á Justin Bieber bestu aðdáendur í heiminum? Ótrúlegur flutningur tónleikagesta Íslandsvinurinn Justin Bieber var mættur á jólatónleika útvarpsstöðvarinnar Capital FM á dögunum og tók órafmagnaða útgáfu af laginu Love Yourself. 8. desember 2015 13:43 Justin Bieber þakkar Íslandi Poppstjarnan fagnar því á Instagram-síðu sinni að nýtt myndband fyrir væntanlegu plötuna Purpose hefur slegið í gegn. 2. nóvember 2015 23:28 Nýtt myndband með Justin Bieber er allt tekið upp á Íslandi Justin Bieber hefur gefið út nýtt myndband við lagið I'll Show You og er það einfaldlega allt tekið upp hér á landi. 2. nóvember 2015 15:37 Vinsælustu myndböndin á Youtube 2015 Miðað við 2014 eyddu notendur 60 prósent meiri tíma á Youtube á þessu ári og er horft á milljarða myndbanda á degi hverjum. 9. desember 2015 17:45 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira
Sena hefur tilkynnt um að Evrópuhluti Purpose tónleikatúrs Justin Bieber hefjist þann 9. september í Kórnum í Kópavogi. Eru þetta einir stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið hérlendis. Alls verða 19 þúsund miðar í boði. Miðasalan á tónleikana hefst á slaginu klukkan 10 þann19. desember á tix.is. Samkvæmt tilkynningu frá Senu kemur fram að meðlimir aðdáendaklúbbs Justins Bieber fá tækifæri til að kaupa miða á tónleikana fimmtudaginn 17. desember kl. 16. Íslenskar forsölur fara fram daginn áður en almenn sala hefst, eða föstudaginn 18. desember kl. 10. Sena ætlar að kynna fyrirkomulag á þessum forsölum nánar á morgun, föstudag.Þessa mynd setti Justin Bieber á Instagram eftir sundsprett í Fjaðrárglúfri í haust og vakti hún heimsathygli.vísirEins og flestum er kunnugt var Bieber hér á landi í september með ljósmyndaranum Chris Burkard. Bieber fór víða, bæði um sveitirnar og á frétta- og samfélagsmiðlum. Síðar kom í ljós að afrakstur dvalarinnar á Íslandi var nýtt tónlistarmyndband við lagið I'll Show You af plötunni Purpose. Myndbandið er hið glæsilegasta. Bieber sýnir melankólíska hlið á sér og nýtur íslensk náttúra sín til hins ítrasta. Í dag hafa 80 milljónir manns horft á myndbandið á Youtube og ríkir því mikil ánægja með ómetanlega landkynningu sem Ísland fær fyrir vikið. Í myndbandinu má sjá Bieber á nærbuxunum í Jökulsárlóni og í Fjaðrárgljúfri. Það var tekið upp á Suðurlandinu þar sem hann fór við Skógarfoss, Seljalandsfoss og að Sólheimasandi. Þegar Bieber var hér á landi heimsótti meðal annars Reykjanesbæ, Gullfoss og Geysi og Vestmannaeyjar.Purpose kom út 13, nóvember.Bieber gaf út plötuna Purpose nú í nóvember og sló rækilega í gegn. Rauk upp vinsældarlista í meira en 100 löndum og náði hverju laginu á fætur öðru í fyrsta sæti. Hann sló meðal annars met Bítlanna og Drake með því að vera með 17 lög á sama tíma á lista Billboard yfir 200 heitustu lögin nú í byrjun desember. Hann setti einnig nýtt met á Spotify þar sem plötunni var streymt rúmlega tvö hundruð milljón sinnum í útgáfuvikunni. Bieber tilkynnti Bandaríkjalegg tónleikaferðalagsins í spjallþætti Ellen í byrjun nóvember og viðtökurnar stóðu ekki á sér. Upp seldist á 58 tónleika á mettíma og var sex tónleikum bætt við samdægurs. Purpose-túrinn hefst í Seattle í Bandaríkjunum í mars og ferðast Bieber vítt og breidd um landið fram í lok júlí. Evrópuhlutinn hefst síðan á Íslandi 9. september og þaðan fer hann til Þýskalands, Frakklands, Noregs, Finnlands, Svíþjóðar, Danmörku, Bretlands og víðar um álfuna. Tónleikaferðalagi hans lýkur síðan í nóvember.Bieber tilkynnti Evrópubúum um tónleikaferðalagið á Twitter í gær. Europe... I'm coming. #PurposeWorldTour— Justin Bieber (@justinbieber) December 9, 2015 Myndbandið við lagið I'll Show You var allt tekið upp hér á landi í september á þessu ári. Það hefur verið skoðað 80 milljón sinnum á YouTube. Lagið Where Are Ü Now gerði Bieber með tónlistarmönnunum Skrillex and Diplo. Það kom út í vor og markaði endurkomu Bieber á vinsældarlista eftir tveggja ára fjarveru. Að mati gagnrýnenda gaf lagið einnig vísbendingu um að tónlist Bieber væri að breytast. Lagið What Do You Mean? kom út 28. ágúst og er aðalsmáskífa plötunnar Purpose. Lagið sló gjörsamlega í gegn og fór á toppinn út um allan heim. Sorry er önnur smáskífan af Purpose og kom út í lok október. Skrillex vann lagið með Bieber. Lagið mældist afar vel fyrir og hélt vinsældum Bieber uppi út um allan heim.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Á Justin Bieber bestu aðdáendur í heiminum? Ótrúlegur flutningur tónleikagesta Íslandsvinurinn Justin Bieber var mættur á jólatónleika útvarpsstöðvarinnar Capital FM á dögunum og tók órafmagnaða útgáfu af laginu Love Yourself. 8. desember 2015 13:43 Justin Bieber þakkar Íslandi Poppstjarnan fagnar því á Instagram-síðu sinni að nýtt myndband fyrir væntanlegu plötuna Purpose hefur slegið í gegn. 2. nóvember 2015 23:28 Nýtt myndband með Justin Bieber er allt tekið upp á Íslandi Justin Bieber hefur gefið út nýtt myndband við lagið I'll Show You og er það einfaldlega allt tekið upp hér á landi. 2. nóvember 2015 15:37 Vinsælustu myndböndin á Youtube 2015 Miðað við 2014 eyddu notendur 60 prósent meiri tíma á Youtube á þessu ári og er horft á milljarða myndbanda á degi hverjum. 9. desember 2015 17:45 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira
Á Justin Bieber bestu aðdáendur í heiminum? Ótrúlegur flutningur tónleikagesta Íslandsvinurinn Justin Bieber var mættur á jólatónleika útvarpsstöðvarinnar Capital FM á dögunum og tók órafmagnaða útgáfu af laginu Love Yourself. 8. desember 2015 13:43
Justin Bieber þakkar Íslandi Poppstjarnan fagnar því á Instagram-síðu sinni að nýtt myndband fyrir væntanlegu plötuna Purpose hefur slegið í gegn. 2. nóvember 2015 23:28
Nýtt myndband með Justin Bieber er allt tekið upp á Íslandi Justin Bieber hefur gefið út nýtt myndband við lagið I'll Show You og er það einfaldlega allt tekið upp hér á landi. 2. nóvember 2015 15:37
Vinsælustu myndböndin á Youtube 2015 Miðað við 2014 eyddu notendur 60 prósent meiri tíma á Youtube á þessu ári og er horft á milljarða myndbanda á degi hverjum. 9. desember 2015 17:45