Stefnir á að skella sér í Tyson-kjólinn Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 10. desember 2015 09:00 Hér má sjá Manuelu klædda í kjólinn fræga þegar hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2002. Ljósmyndasafn Reykjavíkur/HH Fathönnunarneminn og fegurðardrottningin fyrrverandi Manuela Ósk Harðardóttir stefnir á að klæðast rauða Versace-síðkjólnum sem hún fékk að gjöf frá hnefaleikakappanum Mike Tyson í Miss Universe-keppninni sem fram fer í Las Vegas í lok mánaðarins. Talsverða athygli vakti þegar Tyson gaf Manuelu kjólinn en hann hitti hún á förnum vegi í New York og klæddist kjólnum þegar hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2002. Það eru því liðin rúm þrettán ár að sögn Manuelu síðan hún notaði kjólinn síðast en það kemur ekki að sök að sögn hennar og hann á enn vel við fínustu tilefni.„Hann er alveg það klassískur að hann er enn þá flottur.“ Kjóllinn er sjálfsagt mörgum í fersku minni, enda hlaut það töluverða umfjöllun þegar hún fékk hann að gjöf, en er hárauður að lit, klassískur í sniðinu, skreyttur í kringum hálsmálið með demantssteinum og runninn undan rifjum ítalska tískuhússins Versace. Manuela verður líkt og áður sagði viðstödd Miss Universe-keppnina og er þrælspennt en keppnin er nú haldin í sextugasta og fjórða sinn. „Ég er ótrúlega spennt fyrir þessu, þetta verður örugglega rosalega flott keppni. Það er bara leiðinlegt að það sé engin íslensk stelpa að fara að keppa sem ég get haldið með,“ segir hún glöð í bragði. Bandarískir vinir Manuelu buðu henni að koma og vera viðstödd keppnina en þeir starfa sem „pagent coaches“ og hafa meðal annars þjálfað fulltrúa frá Ungfrú Ameríku. „Þetta er svolítið skemmtilegt af því að þetta var eina stóra keppnin sem ég fór í á sínum tíma. Mér tókst aldrei að nota kjólinn þar,“ segir Manuela en hún stefndi á að klæðast kjólnum í Miss Universe árið 2002, en þurfti að draga sig úr keppni vegna veikinda. „Þannig að ég ætla bara að taka hann með núna, hann passar allavega enn þá,“ segir hún að lokum og skellir upp úr. Miss Universe Iceland Tíska og hönnun Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira
Fathönnunarneminn og fegurðardrottningin fyrrverandi Manuela Ósk Harðardóttir stefnir á að klæðast rauða Versace-síðkjólnum sem hún fékk að gjöf frá hnefaleikakappanum Mike Tyson í Miss Universe-keppninni sem fram fer í Las Vegas í lok mánaðarins. Talsverða athygli vakti þegar Tyson gaf Manuelu kjólinn en hann hitti hún á förnum vegi í New York og klæddist kjólnum þegar hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2002. Það eru því liðin rúm þrettán ár að sögn Manuelu síðan hún notaði kjólinn síðast en það kemur ekki að sök að sögn hennar og hann á enn vel við fínustu tilefni.„Hann er alveg það klassískur að hann er enn þá flottur.“ Kjóllinn er sjálfsagt mörgum í fersku minni, enda hlaut það töluverða umfjöllun þegar hún fékk hann að gjöf, en er hárauður að lit, klassískur í sniðinu, skreyttur í kringum hálsmálið með demantssteinum og runninn undan rifjum ítalska tískuhússins Versace. Manuela verður líkt og áður sagði viðstödd Miss Universe-keppnina og er þrælspennt en keppnin er nú haldin í sextugasta og fjórða sinn. „Ég er ótrúlega spennt fyrir þessu, þetta verður örugglega rosalega flott keppni. Það er bara leiðinlegt að það sé engin íslensk stelpa að fara að keppa sem ég get haldið með,“ segir hún glöð í bragði. Bandarískir vinir Manuelu buðu henni að koma og vera viðstödd keppnina en þeir starfa sem „pagent coaches“ og hafa meðal annars þjálfað fulltrúa frá Ungfrú Ameríku. „Þetta er svolítið skemmtilegt af því að þetta var eina stóra keppnin sem ég fór í á sínum tíma. Mér tókst aldrei að nota kjólinn þar,“ segir Manuela en hún stefndi á að klæðast kjólnum í Miss Universe árið 2002, en þurfti að draga sig úr keppni vegna veikinda. „Þannig að ég ætla bara að taka hann með núna, hann passar allavega enn þá,“ segir hún að lokum og skellir upp úr.
Miss Universe Iceland Tíska og hönnun Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira