Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Frumgerð að íslenskum hönnunarstól sem talið var að væri glötuð fannst í Góða hirðinum. Stólinn hlaut verðlaun á sýningu í Munchen árið 1961 og þykir fundurinn nokkuð merkur. Kaupandinn segist varla þora að setjast í stólinn og hefur hann lokaðan inni á skrifstofu. Innlent 1.11.2025 20:00
Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Fjölmiðlakonan Megyn Kelly er hneyksluð á Sydney Sweeney og telur hana hafa verið blekkta til að klæðast gegnsæjum silfurlituðum kjól á viðburði Variety um kraft kvenna. Tíska og hönnun 31.10.2025 12:00
Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Tilnefningar til hönnunarverðlauna Íslands voru kynntar í gær en verðlaunin verða afhent í byrjun nóvember. Tilnefnt er í þremur flokkum, vöru, stað og verki, og eru þrjár tilnefningar í hverjum flokki. Tíska og hönnun 30.10.2025 13:38
Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Metta sport seldi íþróttafatnað fyrir 634 milljónir króna og hagnaðist um 182 milljónir í fyrra. Félagið er í 80 prósenta eigu Péturs Kiernan og 20 prósenta eigu Samúels Ásberg O'Neill, sem báðir eru á þrítugsaldri. Viðskipti innlent 22. október 2025 10:50
„Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ „Ekki smætta þinn guðs gefna líkama fyrir neinn,“ segir plötusnúðurinn og listamaðurinn Mellí Þorkelsdóttir sem fer sannarlega eigin leiðir í tískunni og lætur álit annarra ekki þvælast fyrir sér. Hún á ekki langt að sækja glæsileikann en mamma hennar er óperusöngkonan Diddú og Páll Óskar móðurbróðir hennar. Tíska og hönnun 22. október 2025 07:01
Hiti í Hringekjunni Margar af aðalpæjum landsins komu saman í vistvænu versluninni Hringekjunni á dögunum til að skála, klæða sig upp og fagna nýju fatalínunni Hring eftir hring. DJ Sóley þeytti skífum og pæjustemningin tók yfir. Tíska og hönnun 21. október 2025 11:32
Virtist hvorki geta séð né andað „Ég flaug Mario, uppáhalds förðunarfræðingnum mínum, út til að farða mig en ákvað svo þetta á síðustu stundu,“ segir stórstjarnan Kim Kardashian sem vakti gríðarlega athygli fyrir klæðnað sinn á galahátíð í Los Angeles um helgina. Hún rokkaði einhvers konar hátískuhöfuðpoka með rándýra förðun undir sem enginn sá. Tíska og hönnun 20. október 2025 11:31
Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM „Mig langaði að vera kynþokkafullur,“ segir sænski folinn og leikarinn Alexander Skarsgård sem kom, sá og sigraði rauða dregilinn á kvikmyndahátíð í London í gær. Tíska og hönnun 20. október 2025 10:02
Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tískusýning undirfatarisans Victoria's Secret fór fram í gærkvöld en þar mátti sjá kasólétta Jasmine Tooks stíga fyrsta á svið, fjölmargar glæsilegar kanónur rifja upp gamla takta og nýliða sem skinu skært. Tíska og hönnun 16. október 2025 17:25
Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Förðunarmógúllinn, fyrirsætan og tískudrottningin Hailey Bieber prýðir forsíðu bandaríska tímaritsins Wall Street Journal Magazine í tilefni þess að hún vefur verið útnefnd frumkvöðull ársins 2025 í förðunarheiminum (e. Beauty Innovator of the Year). Á myndunum klæðist hún skóm frá íslenska tískumerkinu Kalda. Lífið 16. október 2025 15:37
Tíu smart kósýgallar Nú er tími kósýgallans runninn upp. Haustið er að mati margra notalegasta árstíð ársins. Þegar dagarnir styttast og haustið læðist inn jafnast fátt á við að skella sér í mjúkan og smart kósýgalla. Lífið 16. október 2025 10:52
„Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ „Ég fann að ég þurfti pínu að finna stílinn minn aftur eftir meðgöngu, maður gat ekki beint opnað aftur sama fataskápinn,“ segir Sædís Lea Lúðvíksdóttir tískuáhugakona og ráðgjafi. Blaðamaður ræddi við hana um persónulegan stíl og tískuna en hún er að gifta sig á næsta ári og hefur nú þegar fundið hinn fullkomna kjól. Tíska og hönnun 16. október 2025 09:02
Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Fjöldi þekktra Íslendinga kom saman í fínum klæðum í gær á sérstakri hátíðarsýningu í boði breska sendiráðsins. Lífið 15. október 2025 10:01
Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti „Í rauninni geri ég allt með Bríeti í huga,“ segir hársnyrtirinn Íris Lóa sem hefur séð um mjög svo einstakar greiðslur tónlistarkonunnar Bríetar undanfarin ár. Stöllurnar eru snillingar í að fara út fyrir kassann og svo enn lengra. Tíska og hönnun 15. október 2025 09:03
Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Epal hefur verið til í 50 ár og eigandinn vill ekki endilega vera stærstur, bara bestur. Sindri hitti Eyjólf sem er stoltur af þriðja barninu sínu sem hann vill helst aldrei selja en söguna má heyra og sjá í spilaranum hér að ofan. Lífið 14. október 2025 11:00
Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp „Ég vaknaði reglulega upp á nóttunni og fann hreinlega að London væri að kalla á mig. Það var ein skrýtnasta tilfinning sem ég hef upplifað, innsæið mitt var að reyna að segja mér að ég ætti að fara þangað,“ segir tískudrottningin Anna María Björnsdóttir sem nýtur lífsins til hins ítrasta í London. Lífið 14. október 2025 07:02
Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum „Tíska spilar stórt hlutverk í heildarmyndinni af því að gefa út músík,“ segir rapparinn Emmsjé Gauti sem hefur alla tíð farið eigin leiðir í tískunni og klæðaburður hans hefur alltaf átt í samtali við tónlistina hans. Gauti, sem var að gefa út plötuna Stéttin, ræddi við blaðamann um tískuna og tónlistina. Tíska og hönnun 10. október 2025 07:02
Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala „Við vorum alltaf búin að tala um að gifta okkur erlendis, okkur finnst sjálfum svo gaman að vera gestir í þannig brúðkaupum og ég held að flestir séu sammála um að Frakkland sé fullkominn staður fyrir drauma brúðkaupið,“ segir hin nýgifta Rós Kristjánsdóttir gullsmiður sem gekk að eiga sinn heittelskaða Þorstein B. Friðriksson í frönskum kastala á dögunum. Blaðamaður ræddi við hana um þennan ógleymanlega dag. Lífið 9. október 2025 07:04
Enginn í joggingbuxum í París „Það sem heillar mig mest við París er hversu lifandi borgin er. Hér búa um ellefu milljón manns og það er alltaf eitthvað í gangi sama hvaða dagur eða árstími er,“ segir viðskiptafræðineminn Sara Kamban sem er búsett í frönsku höfuðborginni og nýtur þess í botn. Hún ræddi við blaðamann um Parísarlífið. Lífið 8. október 2025 12:13
Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Það var líf og fjör hjá skvísum landsins síðastliðinn fimmtudag þegar sænski tískurisinn Gina Tricot opnaði nýja og enn stærri verslun í Kringlunni. Meðal gesta voru áhrifavaldarnir Sunneva Einars og Jóhanna Helga en DJ Guðný Björk spilaði grípandi tóna. Tíska og hönnun 7. október 2025 17:00
Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Það var mikil gleði um helgina í verslun 66°Norður á Hafnartorgi þegar fyrirtækið hélt hlaupaviðburð ásamt vörumerkinu R8iant sem er í eigu tónlistarmannsins Aron Can. Frægir feður, hlaup og nóg af söltum og steinefnum einkenndu þessa morgunstund. Tíska og hönnun 7. október 2025 14:02
Skilnaðar-toppur í París Nicole Kidman mætti með glænýjan topp og dætur sínar tvær á tískuvikuna í París þar sem hún var tilkynnt sem nýr sendiherra fyrir Chanel. Kidman bar sig vel þrátt fyrir að standa í miðjum skilnaði við Keith Urban, eiginmann sinn til tuttugu ára. Tíska og hönnun 7. október 2025 13:43
Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Eiganda Valka design eyddi mörgum mánuðum í að hanna tösku og sá hana síðan nokkrum mánuðum síðar á vefsíðu fataverslunarinnar Weekday. Hún segir það leiðinlegt þegar stórfyrirtæki stela hönnun lítilla fyrirtækja og íhugar að leita réttar síns. Innlent 5. október 2025 15:39
Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London „Það besta er kannski þessi tilfinning að geta vaknað á morgnana og hugsað: Hvað ætla ég að gera skemmtilegt í dag?“ segir Diljá Helgadóttir lögmaður og framkvæmdastjóri á lögfræðisviði sem lifir draumalífi í stórborginni London þar sem hver dagur er ævintýri. Hún ræddi við blaðamann um lífið úti og nýafstaðna brúðkaupsveislu en hún giftist eiginmanni sínum í annað sinn í ungverskri höll í sumar. Lífið 5. október 2025 07:00