Ítarlegar reglur varðandi nauðganir á þrælum ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2015 16:58 Þúsundir kvenna sem tilheyra minnihlutahópnum Jasídum, voru hnepptar í ánauð af vígamönnum ISIS. Vísir/EPA Trúfræðingar Íslamska ríkisins birtu í byrjun ársins ítarlegar reglur um hvenær, hvernig og undir hvaða kringumstæðum, vígamenn hryðjuverkasamtakanna mættu nota kvenkyns þræla sína í kynferðislegum tilgangi. Tilgangurinn var að koma í veg fyrir það sem kallað var „brot varðandi meðferð kvenkyns fanga“. Úrskurðurinn eða Fatwa er sagður vera tilraun ISIS til að nota forn lög til að réttlæta kynlífsþrælkun þúsunda kvenna í Sýrlandi og í Írak. Úrskurðurinn var meðal gagna sem bandarískir sérsveitarmenn lögðu hald á þegar þeir felldu yfirmann fjármála ISIS fyrr á árinu. Hægt er að skoða enska þýðingu af úrskurðinum hér á vef Reuters, en blaðamenn fréttaveitunnar hafa fengið aðgang að hluta gagnanna. Meðal þess sem úrskurðurinn segir til um er að feðgar megi ekki nota sömu konuna. Þá má eigandi mæðgna ekki nota þær báðar í kynferðislegum tilgangi. Þar að auki er ekki leyfilegt að selja konu sem hefur orðið ólétt eftir eiganda sinn. Hún má ekki fara í fóstureyðingu og þegar eigandi hennar lætur lífið fær hún frelsi. Vígamenn samtakanna hafa lengi verið sakaðir um að hafa rænt og nauðgað konum í þúsundatali. Þá sérstaklega varð minnihlutahópurinn Jasídar fyrir barðinu á þeim.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming. Konur og stúlkur allt niður í tólf ára aldur hafa verið veittar vígamönnum samtakanna sem þykja hafa staðið sig vel. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Ljósi varpað á uppbyggingu ráðuneyta ISIS Sérstakar stofnanir halda utan um ýmsar hliðar ríkisrekstursins eins og þræla og olíusölu. 29. desember 2015 10:30 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Sjá meira
Trúfræðingar Íslamska ríkisins birtu í byrjun ársins ítarlegar reglur um hvenær, hvernig og undir hvaða kringumstæðum, vígamenn hryðjuverkasamtakanna mættu nota kvenkyns þræla sína í kynferðislegum tilgangi. Tilgangurinn var að koma í veg fyrir það sem kallað var „brot varðandi meðferð kvenkyns fanga“. Úrskurðurinn eða Fatwa er sagður vera tilraun ISIS til að nota forn lög til að réttlæta kynlífsþrælkun þúsunda kvenna í Sýrlandi og í Írak. Úrskurðurinn var meðal gagna sem bandarískir sérsveitarmenn lögðu hald á þegar þeir felldu yfirmann fjármála ISIS fyrr á árinu. Hægt er að skoða enska þýðingu af úrskurðinum hér á vef Reuters, en blaðamenn fréttaveitunnar hafa fengið aðgang að hluta gagnanna. Meðal þess sem úrskurðurinn segir til um er að feðgar megi ekki nota sömu konuna. Þá má eigandi mæðgna ekki nota þær báðar í kynferðislegum tilgangi. Þar að auki er ekki leyfilegt að selja konu sem hefur orðið ólétt eftir eiganda sinn. Hún má ekki fara í fóstureyðingu og þegar eigandi hennar lætur lífið fær hún frelsi. Vígamenn samtakanna hafa lengi verið sakaðir um að hafa rænt og nauðgað konum í þúsundatali. Þá sérstaklega varð minnihlutahópurinn Jasídar fyrir barðinu á þeim.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming. Konur og stúlkur allt niður í tólf ára aldur hafa verið veittar vígamönnum samtakanna sem þykja hafa staðið sig vel.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Ljósi varpað á uppbyggingu ráðuneyta ISIS Sérstakar stofnanir halda utan um ýmsar hliðar ríkisrekstursins eins og þræla og olíusölu. 29. desember 2015 10:30 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Sjá meira
Ljósi varpað á uppbyggingu ráðuneyta ISIS Sérstakar stofnanir halda utan um ýmsar hliðar ríkisrekstursins eins og þræla og olíusölu. 29. desember 2015 10:30