Rússnesk rúlletta á BMW M1 Coupe Finnur Thorlacius skrifar 29. desember 2015 09:56 Mörg snargeggjuð myndskeið af akstri í Rússlandi eru til á vefnum og hér kemur eitt enn. Hér sést hvar afar djarfur eigandi hins bráðskemmtilega BMW M1 Coupe þeytir honum um götur Moskvu. Óhætt er að segja að hann brjóti með djörfum akstri sínum flest umferðarlögin og á stundum minnir aksturinn á svigskíðamann glíma við brautarhliðin en í þessu tilviki eru þau aðrir bílar á ferð um borgina. Ekki verður þó annað sagt en að ökumaðurinn ráði vel við bíl sinn þar sem hann dansar milli annarra bíla og drifttækni hans er með ágætum. Að gera “kleinuhringi” innan um aðra bíla er þó kannski ekki neitt sem hægt er að mæla með í þungri umferð og úr verður lífshættulegur akstur og víst má vera að rússneska lögreglan væri til í að hafa hendur í hári þessa ökumanns. Sem fyrr er sjón sögu ríkari. Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent
Mörg snargeggjuð myndskeið af akstri í Rússlandi eru til á vefnum og hér kemur eitt enn. Hér sést hvar afar djarfur eigandi hins bráðskemmtilega BMW M1 Coupe þeytir honum um götur Moskvu. Óhætt er að segja að hann brjóti með djörfum akstri sínum flest umferðarlögin og á stundum minnir aksturinn á svigskíðamann glíma við brautarhliðin en í þessu tilviki eru þau aðrir bílar á ferð um borgina. Ekki verður þó annað sagt en að ökumaðurinn ráði vel við bíl sinn þar sem hann dansar milli annarra bíla og drifttækni hans er með ágætum. Að gera “kleinuhringi” innan um aðra bíla er þó kannski ekki neitt sem hægt er að mæla með í þungri umferð og úr verður lífshættulegur akstur og víst má vera að rússneska lögreglan væri til í að hafa hendur í hári þessa ökumanns. Sem fyrr er sjón sögu ríkari.
Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent