Seldu miða á Pallaballið án vitundar Páls Óskars: „Þakklátur fyrir að engin slys urðu á fólki“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. desember 2015 15:56 Miðarnir sem seldir voru á Pallaballið en Páll Óskar birti þessa mynd á Facebook-síðu sinni í dag. Þar segir hann að miðarnir sem eru líkt og þessi til hægri hafi verið seldir í forsölu án hans vitundar. mynd/Páll Óskar Miðar sem seldir voru í forsölu á ball Páls Óskars sem haldið var á Spot í Kópavogi á annan í jólum voru seldir án vitundar söngvarans. Páll Óskar segir í færslu á Facebook-síðu sinni að þess vegna hafi fólksfjöldinn á ballinu farið yfir leyfileg mörk.Fjallað var um það á DV að mikil óánægja hafi verið með hversu mörgum hafi verið hleypt inn á Spot á laugardaginn. Kvaðst einn ballgestur aldrei hafa upplifað jafnmikinn troðning. Að því er Páll Óskar greinir frá var miðasölunni lokað klukkan 1.20 um nóttina en lögreglan kom á staðinn eftir að miðasölunni var lokað. Gerð var skýrsla um málið að því er fram kom í frétt DV og er haft eftir varðstjóra að þegar lögreglumenn hafi komið aftur á staðinn um nóttina „hafi verið búið að bæta verulega úr þrengslunum á staðnum.“ Páll Óskar spilaði til klukkan 4 um nóttina eins og til stóð og segir í færslu sinni að engum hafi verið hleypt inn á staðinn eftir klukkan 1.20. Þá hafi þeir sem óskuðu eftir því fengið endurgreitt á staðnum en síðan segir söngvarinn: „Nú er komið í ljós að fleiri aðgöngumiðar en mínir eigin voru í umferð. Ég prentaði sérhannaða númeraða miða fyrir þetta ball. Sumir gestir mættu á ballið með handskrifaða Spot miða þar sem á var skrifað „26. des 2105.“ Þeir höfðu verið seldir í forsölu á staðnum án minnar vitundar. Þetta varð til þess að fólksfjöldinn fór yfir leyfileg mörk í húsinu. Ég er bara þakklátur fyrir að engin slys urðu á fólki, það leið ekki yfir neinn, engin slagsmál brutust út og engum var hent út. Ef slíkt ástand brytist út í húsinu myndi ég stöðva ballið persónulega. Sem betur fer hefur ekki komið til þess í minni tíð. Ég vil biðja þá aðdáendur og ballgesti sem fannst þeir ekki njóta sín á ballinu innilegrar afsökunnar og ég mun kappkosta að slíkt gerist ekki aftur á minni vakt. Ég vil vara ballgesti mína við því að kaupa falsaða, handskrifða miða á þessi böll í framtíðinni. Það fer ekkert á milli mála hvaða miðar gilda á Pallaball. Hafandi sagt það, þá finnst mér að afsökunarbeiðnin ætti fyrst og fremst að koma frá Spot.“Jæja, elskurnar. Svona var upplifun mín á Pallaballinu á Spot. Allir syngjandi glaðir svo langt sem augað eygði. Ég...Posted by Páll Óskar (a.k.a. Paul Oscar) on Monday, 28 December 2015 Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Miðar sem seldir voru í forsölu á ball Páls Óskars sem haldið var á Spot í Kópavogi á annan í jólum voru seldir án vitundar söngvarans. Páll Óskar segir í færslu á Facebook-síðu sinni að þess vegna hafi fólksfjöldinn á ballinu farið yfir leyfileg mörk.Fjallað var um það á DV að mikil óánægja hafi verið með hversu mörgum hafi verið hleypt inn á Spot á laugardaginn. Kvaðst einn ballgestur aldrei hafa upplifað jafnmikinn troðning. Að því er Páll Óskar greinir frá var miðasölunni lokað klukkan 1.20 um nóttina en lögreglan kom á staðinn eftir að miðasölunni var lokað. Gerð var skýrsla um málið að því er fram kom í frétt DV og er haft eftir varðstjóra að þegar lögreglumenn hafi komið aftur á staðinn um nóttina „hafi verið búið að bæta verulega úr þrengslunum á staðnum.“ Páll Óskar spilaði til klukkan 4 um nóttina eins og til stóð og segir í færslu sinni að engum hafi verið hleypt inn á staðinn eftir klukkan 1.20. Þá hafi þeir sem óskuðu eftir því fengið endurgreitt á staðnum en síðan segir söngvarinn: „Nú er komið í ljós að fleiri aðgöngumiðar en mínir eigin voru í umferð. Ég prentaði sérhannaða númeraða miða fyrir þetta ball. Sumir gestir mættu á ballið með handskrifaða Spot miða þar sem á var skrifað „26. des 2105.“ Þeir höfðu verið seldir í forsölu á staðnum án minnar vitundar. Þetta varð til þess að fólksfjöldinn fór yfir leyfileg mörk í húsinu. Ég er bara þakklátur fyrir að engin slys urðu á fólki, það leið ekki yfir neinn, engin slagsmál brutust út og engum var hent út. Ef slíkt ástand brytist út í húsinu myndi ég stöðva ballið persónulega. Sem betur fer hefur ekki komið til þess í minni tíð. Ég vil biðja þá aðdáendur og ballgesti sem fannst þeir ekki njóta sín á ballinu innilegrar afsökunnar og ég mun kappkosta að slíkt gerist ekki aftur á minni vakt. Ég vil vara ballgesti mína við því að kaupa falsaða, handskrifða miða á þessi böll í framtíðinni. Það fer ekkert á milli mála hvaða miðar gilda á Pallaball. Hafandi sagt það, þá finnst mér að afsökunarbeiðnin ætti fyrst og fremst að koma frá Spot.“Jæja, elskurnar. Svona var upplifun mín á Pallaballinu á Spot. Allir syngjandi glaðir svo langt sem augað eygði. Ég...Posted by Páll Óskar (a.k.a. Paul Oscar) on Monday, 28 December 2015
Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira