Fékk fyrstu Honda þotuna í jólagjöf Finnur Thorlacius skrifar 28. desember 2015 14:32 Fyrsta þota Honda afhent á jóladag. Autoblog Honda afhenti fyrstu þotu dótturfyrirtækis síns, HondaJet, á jóladagskvöld og með því færði kaupandinn sjálfum sér myndarlega jólagjöf. Honda hefur unnið að smíði þessarar vélar allt frá því á níunda áratug síðustu aldar, en þróun þessarar nýju tilteknu gerðar hófst fyrir alvöru fyrir síðustu aldamót. Því má segja að meðgöngutími hennar sé í lengra lagi. Þotan hefur fengið heitið HondaJet HA-420 og er um 13 metra löng og með um 12 metra vænghaf. Hámarkshraði hennar er 777 km/klst. Þotuhreyflar vélarinnar eru smíði Honda í samstarfi við General Electric og hvorir tveggja hreyflar hennar eru færir um 2.000 punda þrýstigetu. Honda smíðar þessar vélar í Bandaríkjunum og Honda hefur komið sér upp söluneti þessara véla þarlendis, en þær verða einnig seldar í Asíu og í Evrópu. Honda er ekki einhamt fyrirtæki er kemur að smíði farartækja, en nú smíðar Honda, bíla, mótorhjól, flutningabíla, þotur, báta, bátsvélar og sláttuvélar, svo eitthvað sé nefnt. Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent
Honda afhenti fyrstu þotu dótturfyrirtækis síns, HondaJet, á jóladagskvöld og með því færði kaupandinn sjálfum sér myndarlega jólagjöf. Honda hefur unnið að smíði þessarar vélar allt frá því á níunda áratug síðustu aldar, en þróun þessarar nýju tilteknu gerðar hófst fyrir alvöru fyrir síðustu aldamót. Því má segja að meðgöngutími hennar sé í lengra lagi. Þotan hefur fengið heitið HondaJet HA-420 og er um 13 metra löng og með um 12 metra vænghaf. Hámarkshraði hennar er 777 km/klst. Þotuhreyflar vélarinnar eru smíði Honda í samstarfi við General Electric og hvorir tveggja hreyflar hennar eru færir um 2.000 punda þrýstigetu. Honda smíðar þessar vélar í Bandaríkjunum og Honda hefur komið sér upp söluneti þessara véla þarlendis, en þær verða einnig seldar í Asíu og í Evrópu. Honda er ekki einhamt fyrirtæki er kemur að smíði farartækja, en nú smíðar Honda, bíla, mótorhjól, flutningabíla, þotur, báta, bátsvélar og sláttuvélar, svo eitthvað sé nefnt.
Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent