Lárus Welding mun áfrýja dómnum í Stím-málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. desember 2015 13:16 Lárus Welding í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar aðalmeðferð Stím-málsins fór fram. vísir/anton brink Allar líkur eru á því að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, muni áfrýja til Hæstaréttar þungum fangelsisdómi sem hann hlaut í Stím-málinu svokallaða. Ekki hefur þó verið lögð fram formleg áfrýjunarstefna en samkvæmt heimildum Vísis verður það gert á næstunni. Dómur í Stím-málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 21. desember síðastliðinn. Lárus var dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir umboðssvik vegna 20 milljarða króna lánveitinga Glitnis til eignarhaldsfélagsins Stím í nóvember 2007 og janúar 2008. Fyrra lánið var notað til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group sem bankinn átti sjálfur en seinna lánið var veitt svo Stím gæti staðið við skuldbindingar sínar vegna hlutafjárútboðs FL Group. Taldi héraðsdómur sannað að Lárus hefði farið út fyrir heimildir sínar til lánveitinga þar sem takmarkaðar tryggingar voru teknar að veði auk þess sem það er mat dómsins að Glitnir hafi ekki verið betur settur með því að veita Stím lán til að kaupa hlutabréf af bankanum sjálfum. Tveir aðrir voru dæmdir til refsingar í Stím-málinu, þeir Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital. Var Jóhannes dæmdur í 2 ára fangelsi fyrir umboðssvik vegna kaupa fagfjárfestasjóðs Glitnis á víkjandi skuldabréfi útgefnu af Stím sem var í eigu Sögu Capital. Var Þorvaldur dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir hlutdeild í umboðssvikum Jóhannesar. Þorvaldur hefur þegar gefið það út að hann muni áfrýja dómnum en ekki liggur hvort að Jóhannes muni áfrýja málinu. Stím málið Tengdar fréttir Lárus Welding og Jóhannes Baldursson á meðal sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis Rannsókn sérstaks saksóknara á málinu er lokið en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út eða ekki. 16. desember 2015 14:02 Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00 Héraðsdómur gefur lítið sem ekkert fyrir málsvörn Lárusar í Stím-málinu "Ekki kemur að haldi málsvörn ákærða um að yfirsjón megi um kenna.“ 23. desember 2015 14:25 Stjórn AFE ber enn traust til Þorvalds Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, núverandi framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélasgs Eyjafjarðar, var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjvíkur í dag. 21. desember 2015 14:20 Þorvaldur Lúðvík: „Málinu verður áfrýjað“ „Ég er saklaus af því sem mér hefur verið gefið að sök og hef í hvívetna fylgt lögum og mun gera eftirleiðis.“ 21. desember 2015 15:12 Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Allar líkur eru á því að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, muni áfrýja til Hæstaréttar þungum fangelsisdómi sem hann hlaut í Stím-málinu svokallaða. Ekki hefur þó verið lögð fram formleg áfrýjunarstefna en samkvæmt heimildum Vísis verður það gert á næstunni. Dómur í Stím-málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 21. desember síðastliðinn. Lárus var dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir umboðssvik vegna 20 milljarða króna lánveitinga Glitnis til eignarhaldsfélagsins Stím í nóvember 2007 og janúar 2008. Fyrra lánið var notað til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group sem bankinn átti sjálfur en seinna lánið var veitt svo Stím gæti staðið við skuldbindingar sínar vegna hlutafjárútboðs FL Group. Taldi héraðsdómur sannað að Lárus hefði farið út fyrir heimildir sínar til lánveitinga þar sem takmarkaðar tryggingar voru teknar að veði auk þess sem það er mat dómsins að Glitnir hafi ekki verið betur settur með því að veita Stím lán til að kaupa hlutabréf af bankanum sjálfum. Tveir aðrir voru dæmdir til refsingar í Stím-málinu, þeir Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital. Var Jóhannes dæmdur í 2 ára fangelsi fyrir umboðssvik vegna kaupa fagfjárfestasjóðs Glitnis á víkjandi skuldabréfi útgefnu af Stím sem var í eigu Sögu Capital. Var Þorvaldur dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir hlutdeild í umboðssvikum Jóhannesar. Þorvaldur hefur þegar gefið það út að hann muni áfrýja dómnum en ekki liggur hvort að Jóhannes muni áfrýja málinu.
Stím málið Tengdar fréttir Lárus Welding og Jóhannes Baldursson á meðal sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis Rannsókn sérstaks saksóknara á málinu er lokið en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út eða ekki. 16. desember 2015 14:02 Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00 Héraðsdómur gefur lítið sem ekkert fyrir málsvörn Lárusar í Stím-málinu "Ekki kemur að haldi málsvörn ákærða um að yfirsjón megi um kenna.“ 23. desember 2015 14:25 Stjórn AFE ber enn traust til Þorvalds Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, núverandi framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélasgs Eyjafjarðar, var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjvíkur í dag. 21. desember 2015 14:20 Þorvaldur Lúðvík: „Málinu verður áfrýjað“ „Ég er saklaus af því sem mér hefur verið gefið að sök og hef í hvívetna fylgt lögum og mun gera eftirleiðis.“ 21. desember 2015 15:12 Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Lárus Welding og Jóhannes Baldursson á meðal sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis Rannsókn sérstaks saksóknara á málinu er lokið en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út eða ekki. 16. desember 2015 14:02
Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00
Héraðsdómur gefur lítið sem ekkert fyrir málsvörn Lárusar í Stím-málinu "Ekki kemur að haldi málsvörn ákærða um að yfirsjón megi um kenna.“ 23. desember 2015 14:25
Stjórn AFE ber enn traust til Þorvalds Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, núverandi framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélasgs Eyjafjarðar, var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjvíkur í dag. 21. desember 2015 14:20
Þorvaldur Lúðvík: „Málinu verður áfrýjað“ „Ég er saklaus af því sem mér hefur verið gefið að sök og hef í hvívetna fylgt lögum og mun gera eftirleiðis.“ 21. desember 2015 15:12