Lárus Welding mun áfrýja dómnum í Stím-málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. desember 2015 13:16 Lárus Welding í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar aðalmeðferð Stím-málsins fór fram. vísir/anton brink Allar líkur eru á því að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, muni áfrýja til Hæstaréttar þungum fangelsisdómi sem hann hlaut í Stím-málinu svokallaða. Ekki hefur þó verið lögð fram formleg áfrýjunarstefna en samkvæmt heimildum Vísis verður það gert á næstunni. Dómur í Stím-málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 21. desember síðastliðinn. Lárus var dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir umboðssvik vegna 20 milljarða króna lánveitinga Glitnis til eignarhaldsfélagsins Stím í nóvember 2007 og janúar 2008. Fyrra lánið var notað til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group sem bankinn átti sjálfur en seinna lánið var veitt svo Stím gæti staðið við skuldbindingar sínar vegna hlutafjárútboðs FL Group. Taldi héraðsdómur sannað að Lárus hefði farið út fyrir heimildir sínar til lánveitinga þar sem takmarkaðar tryggingar voru teknar að veði auk þess sem það er mat dómsins að Glitnir hafi ekki verið betur settur með því að veita Stím lán til að kaupa hlutabréf af bankanum sjálfum. Tveir aðrir voru dæmdir til refsingar í Stím-málinu, þeir Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital. Var Jóhannes dæmdur í 2 ára fangelsi fyrir umboðssvik vegna kaupa fagfjárfestasjóðs Glitnis á víkjandi skuldabréfi útgefnu af Stím sem var í eigu Sögu Capital. Var Þorvaldur dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir hlutdeild í umboðssvikum Jóhannesar. Þorvaldur hefur þegar gefið það út að hann muni áfrýja dómnum en ekki liggur hvort að Jóhannes muni áfrýja málinu. Stím málið Tengdar fréttir Lárus Welding og Jóhannes Baldursson á meðal sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis Rannsókn sérstaks saksóknara á málinu er lokið en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út eða ekki. 16. desember 2015 14:02 Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00 Héraðsdómur gefur lítið sem ekkert fyrir málsvörn Lárusar í Stím-málinu "Ekki kemur að haldi málsvörn ákærða um að yfirsjón megi um kenna.“ 23. desember 2015 14:25 Stjórn AFE ber enn traust til Þorvalds Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, núverandi framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélasgs Eyjafjarðar, var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjvíkur í dag. 21. desember 2015 14:20 Þorvaldur Lúðvík: „Málinu verður áfrýjað“ „Ég er saklaus af því sem mér hefur verið gefið að sök og hef í hvívetna fylgt lögum og mun gera eftirleiðis.“ 21. desember 2015 15:12 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Allar líkur eru á því að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, muni áfrýja til Hæstaréttar þungum fangelsisdómi sem hann hlaut í Stím-málinu svokallaða. Ekki hefur þó verið lögð fram formleg áfrýjunarstefna en samkvæmt heimildum Vísis verður það gert á næstunni. Dómur í Stím-málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 21. desember síðastliðinn. Lárus var dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir umboðssvik vegna 20 milljarða króna lánveitinga Glitnis til eignarhaldsfélagsins Stím í nóvember 2007 og janúar 2008. Fyrra lánið var notað til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group sem bankinn átti sjálfur en seinna lánið var veitt svo Stím gæti staðið við skuldbindingar sínar vegna hlutafjárútboðs FL Group. Taldi héraðsdómur sannað að Lárus hefði farið út fyrir heimildir sínar til lánveitinga þar sem takmarkaðar tryggingar voru teknar að veði auk þess sem það er mat dómsins að Glitnir hafi ekki verið betur settur með því að veita Stím lán til að kaupa hlutabréf af bankanum sjálfum. Tveir aðrir voru dæmdir til refsingar í Stím-málinu, þeir Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital. Var Jóhannes dæmdur í 2 ára fangelsi fyrir umboðssvik vegna kaupa fagfjárfestasjóðs Glitnis á víkjandi skuldabréfi útgefnu af Stím sem var í eigu Sögu Capital. Var Þorvaldur dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir hlutdeild í umboðssvikum Jóhannesar. Þorvaldur hefur þegar gefið það út að hann muni áfrýja dómnum en ekki liggur hvort að Jóhannes muni áfrýja málinu.
Stím málið Tengdar fréttir Lárus Welding og Jóhannes Baldursson á meðal sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis Rannsókn sérstaks saksóknara á málinu er lokið en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út eða ekki. 16. desember 2015 14:02 Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00 Héraðsdómur gefur lítið sem ekkert fyrir málsvörn Lárusar í Stím-málinu "Ekki kemur að haldi málsvörn ákærða um að yfirsjón megi um kenna.“ 23. desember 2015 14:25 Stjórn AFE ber enn traust til Þorvalds Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, núverandi framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélasgs Eyjafjarðar, var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjvíkur í dag. 21. desember 2015 14:20 Þorvaldur Lúðvík: „Málinu verður áfrýjað“ „Ég er saklaus af því sem mér hefur verið gefið að sök og hef í hvívetna fylgt lögum og mun gera eftirleiðis.“ 21. desember 2015 15:12 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Lárus Welding og Jóhannes Baldursson á meðal sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis Rannsókn sérstaks saksóknara á málinu er lokið en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út eða ekki. 16. desember 2015 14:02
Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00
Héraðsdómur gefur lítið sem ekkert fyrir málsvörn Lárusar í Stím-málinu "Ekki kemur að haldi málsvörn ákærða um að yfirsjón megi um kenna.“ 23. desember 2015 14:25
Stjórn AFE ber enn traust til Þorvalds Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, núverandi framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélasgs Eyjafjarðar, var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjvíkur í dag. 21. desember 2015 14:20
Þorvaldur Lúðvík: „Málinu verður áfrýjað“ „Ég er saklaus af því sem mér hefur verið gefið að sök og hef í hvívetna fylgt lögum og mun gera eftirleiðis.“ 21. desember 2015 15:12