Vill spila fyrir Ísland sem Íslendingur Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. desember 2015 06:00 Diego Jóhannesson vill ólmur að komast í íslenska landsliðið og svo gæti farið að hann verði laus í vináttuleikina í janúar. vísir/Ernir „Ég hef aldrei búið á Íslandi en ég reyni að koma til Íslands eins oft og ég get. Síðast kom ég fyrir tveimur árum,“ segir Diego Jóhannesson, spænsk-íslenskur fótboltamaður sem spilar með Real Oviedo í 2. deildinni á Spáni, í viðtali við Fréttablaðið. Diego eyddi jólavikunni á Íslandi en hann fer af landi brott í dag. Diego var í heimsókn hjá föður sínum, Jóni Þór Jóhannessyni, en móðir hans er spænsk og býr rétt fyrir utan Gíjón. Jón flutti aftur heim fyrir nokkrum árum til að vinna þar sem atvinnuástandið á Spáni er ekki gott. „Ég ætlaði aldrei að koma heim. Ég er búinn að búa á Spáni síðan 1990. Ég fór nú bara til að leika mér eftir að ég kynntist konunni og við giftumst hér á Íslandi en ég varð bara eftir á Spáni,“ segir Jón. Diego er einn fjögurra bræðra sem Jón á með spænskri konu sinni en einn þeirra býr með Jóni hér á landi og vinnur með honum en Jón starfar við múrverk hér heima. Allir bræðurnir voru á einhverjum tímapunkti í fótbolta en Diego hefur náð langlengst.Nýtti tækifærið Diego byrjaði að æfa fótbolta fjögurra ára gamall með skólaliðinu Laviada en hann fór svo til Sporting Gíjon þremur árum síðar. Þar var hann í fjögur ár áður en hann fór til annars liðs í Gíjon en hann endaði svo hjá Real Oviedo 17 ára gamall. Hann er fæddur 1993. „Ég spilaði minn fyrsta leik fyrir varalið Oviedo fyrir fjórum árum en fékk svo fyrst tækifæri með aðalliðinu 3. september í fyrra. Núna spila ég alla leiki,“ segir Diego, en Real Oviedo er í þriðja sæti spænsku 2. deildarinnar og á möguleika á að spila með þeim bestu á næstu leiktíð. Diego spilaði þrettán leiki í deild og bikar á síðustu leiktíð og er nú búinn að spila níu leiki í röð fyrir Oviedo eftir að hann fékk aftur tækifæri í lok október. Hann var ekki inni í myndinni hjá þjálfara liðsins fyrir tímabilið en nýtti sitt tækifæri mjög vel þegar það kom. „Það var hægri bakvörður keyptur fyrir tímabilið sem meiddist og varamaðurinn fyrir hann meiddist líka. Þá var leitað niður í B-liðið og ég færður upp. Síðan þá hefur mér gengið vel,“ segir Diego, en hann er búinn að slá hina tvo út úr liðinu. „Þeir eru ekki meiddir lengur en ég hef haldið sætinu í byrjunarliðinu sem ég er þakklátur fyrir. Ég hef traust þjálfarans og ætla að halda áfram að reyna að nýta mitt tækifæri,“ segir Diego.Tungumálið vandamál Diego hefur ekki farið leynt með áhuga sinn á að spila fyrir íslenska landsliðið í viðtölum að undanförnu og það hefur ekkert breyst. „Mig langar mjög mikið að spila fyrir Ísland en það er erfitt því það eru svo margir góðir leikmenn í íslenska liðinu,“ segir hann. „Ég sá alla leiki liðsins í undankeppni EM því mér finnst mjög gaman að horfa á íslenska liðið spila. Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, hefur allt annað en gefið Diego undir fótinn þegar hann hefur verið spurður út í spænska Íslendinginn að undanförnu og meðal annars sagt að Diego verði að vera þeim mun betri en aðrir leikmenn liðsins þar sem hann talar ekki íslensku. Tungumálið er vandamál hjá Diego því hann talar litla sem enga íslensku og þá er enskan hans mjög slæm. Faðir hans túlkaði stærstan hluta viðtalsins þegar blaðamaður settist niður með þeim feðgum í gær. „Ég skil afstöðu Heimis og veit líka alveg að það eru leikmenn á undan mér. Þessi viðbrögð komu mér ekkert á óvart. Ég ætla að reyna að fara að læra íslensku en það tekur sinn tíma. Ef þetta er eitthvað sem skiptir máli þá skil ég það alveg,“ segir Diego. Þegar faðir hans benti Diego svo í léttum tóni á að Lars Lagerbäck talar ekki íslensku gat strákurinn ungi ekki annað en brosað út í annað.Gæti spilað í janúar Diego langar með íslenska landsliðinu á EM en tíminn er naumur til að komast í liðið. Strákarnir okkar spila þrjá vináttuleiki í janúar sem eru á óopinberum leikdögum en Oviedo á leiki á sama tíma. Eftir það eru svo bara þrír leikir eftir fram að móti og hingað til hafa Lars og Heimir verið ansi fastheldnir á hópinn. „Það gæti verið að Real Oviedo leyfði mér að spila með landsliðinu í janúar. Þetta er bara ekki komið í farveg. Ég hef ekki rætt þetta við liðið og er því ekki alveg klár á þessu en ég útiloka ekki að fá leyfi til að spila einhverja af leikjunum í janúar ef ég fengi tækifæri til,“ segir Diego. Diego viðurkennir fúslega að það myndi hjálpa ferli hans mikið að komast í íslenska landsliðið en hann segist alls ekki vera að hugsa um eigin hagsmuni. „Ég vil spila fyrir Ísland sem Íslendingur. Ég er ekki að hugsa um mig. Mig langar bara mjög mikið að spila fyrir Ísland. Auðvitað hjálpar það mér samt ef ég fæ tækifæri. Það yrði mjög gott fyrir mig og minn feril en fyrst og fremst vil ég bara spila fyrir Ísland,“ segir Diego.Elskar hangikjöt Diego kom úr hitanum á Spáni í kuldann á Íslandi á mánudaginn fyrir viku og hefur notið lífsins með föður sínum og bróður sem búa hér á landi. „Það var alveg fimm tíma seinkun á fluginu en þetta hefur verið gaman,“ segir hann. „Ég fór í sund með bróður mínum. Við erum búnir að vera saman allan tímann. Við fórum í skoðunarferð um Reykjavík og kíktum á Tjörnina svo erum við búnir að taka mikið af myndum,“ segir Diego og auðvitað borðaði hann íslenska jólamatinn sem honum þykir mjög góður. „Ég borðaði hamborgarhrygg og hangikjöt. Ég elska hangikjöt. Svo fórum við á vélsleða upp og niður fjöll á jóladag að leika okkur í miklum kulda. Þetta er búin að vera góð ferð,“ segir Diego Jóhannesson. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Sjá meira
„Ég hef aldrei búið á Íslandi en ég reyni að koma til Íslands eins oft og ég get. Síðast kom ég fyrir tveimur árum,“ segir Diego Jóhannesson, spænsk-íslenskur fótboltamaður sem spilar með Real Oviedo í 2. deildinni á Spáni, í viðtali við Fréttablaðið. Diego eyddi jólavikunni á Íslandi en hann fer af landi brott í dag. Diego var í heimsókn hjá föður sínum, Jóni Þór Jóhannessyni, en móðir hans er spænsk og býr rétt fyrir utan Gíjón. Jón flutti aftur heim fyrir nokkrum árum til að vinna þar sem atvinnuástandið á Spáni er ekki gott. „Ég ætlaði aldrei að koma heim. Ég er búinn að búa á Spáni síðan 1990. Ég fór nú bara til að leika mér eftir að ég kynntist konunni og við giftumst hér á Íslandi en ég varð bara eftir á Spáni,“ segir Jón. Diego er einn fjögurra bræðra sem Jón á með spænskri konu sinni en einn þeirra býr með Jóni hér á landi og vinnur með honum en Jón starfar við múrverk hér heima. Allir bræðurnir voru á einhverjum tímapunkti í fótbolta en Diego hefur náð langlengst.Nýtti tækifærið Diego byrjaði að æfa fótbolta fjögurra ára gamall með skólaliðinu Laviada en hann fór svo til Sporting Gíjon þremur árum síðar. Þar var hann í fjögur ár áður en hann fór til annars liðs í Gíjon en hann endaði svo hjá Real Oviedo 17 ára gamall. Hann er fæddur 1993. „Ég spilaði minn fyrsta leik fyrir varalið Oviedo fyrir fjórum árum en fékk svo fyrst tækifæri með aðalliðinu 3. september í fyrra. Núna spila ég alla leiki,“ segir Diego, en Real Oviedo er í þriðja sæti spænsku 2. deildarinnar og á möguleika á að spila með þeim bestu á næstu leiktíð. Diego spilaði þrettán leiki í deild og bikar á síðustu leiktíð og er nú búinn að spila níu leiki í röð fyrir Oviedo eftir að hann fékk aftur tækifæri í lok október. Hann var ekki inni í myndinni hjá þjálfara liðsins fyrir tímabilið en nýtti sitt tækifæri mjög vel þegar það kom. „Það var hægri bakvörður keyptur fyrir tímabilið sem meiddist og varamaðurinn fyrir hann meiddist líka. Þá var leitað niður í B-liðið og ég færður upp. Síðan þá hefur mér gengið vel,“ segir Diego, en hann er búinn að slá hina tvo út úr liðinu. „Þeir eru ekki meiddir lengur en ég hef haldið sætinu í byrjunarliðinu sem ég er þakklátur fyrir. Ég hef traust þjálfarans og ætla að halda áfram að reyna að nýta mitt tækifæri,“ segir Diego.Tungumálið vandamál Diego hefur ekki farið leynt með áhuga sinn á að spila fyrir íslenska landsliðið í viðtölum að undanförnu og það hefur ekkert breyst. „Mig langar mjög mikið að spila fyrir Ísland en það er erfitt því það eru svo margir góðir leikmenn í íslenska liðinu,“ segir hann. „Ég sá alla leiki liðsins í undankeppni EM því mér finnst mjög gaman að horfa á íslenska liðið spila. Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, hefur allt annað en gefið Diego undir fótinn þegar hann hefur verið spurður út í spænska Íslendinginn að undanförnu og meðal annars sagt að Diego verði að vera þeim mun betri en aðrir leikmenn liðsins þar sem hann talar ekki íslensku. Tungumálið er vandamál hjá Diego því hann talar litla sem enga íslensku og þá er enskan hans mjög slæm. Faðir hans túlkaði stærstan hluta viðtalsins þegar blaðamaður settist niður með þeim feðgum í gær. „Ég skil afstöðu Heimis og veit líka alveg að það eru leikmenn á undan mér. Þessi viðbrögð komu mér ekkert á óvart. Ég ætla að reyna að fara að læra íslensku en það tekur sinn tíma. Ef þetta er eitthvað sem skiptir máli þá skil ég það alveg,“ segir Diego. Þegar faðir hans benti Diego svo í léttum tóni á að Lars Lagerbäck talar ekki íslensku gat strákurinn ungi ekki annað en brosað út í annað.Gæti spilað í janúar Diego langar með íslenska landsliðinu á EM en tíminn er naumur til að komast í liðið. Strákarnir okkar spila þrjá vináttuleiki í janúar sem eru á óopinberum leikdögum en Oviedo á leiki á sama tíma. Eftir það eru svo bara þrír leikir eftir fram að móti og hingað til hafa Lars og Heimir verið ansi fastheldnir á hópinn. „Það gæti verið að Real Oviedo leyfði mér að spila með landsliðinu í janúar. Þetta er bara ekki komið í farveg. Ég hef ekki rætt þetta við liðið og er því ekki alveg klár á þessu en ég útiloka ekki að fá leyfi til að spila einhverja af leikjunum í janúar ef ég fengi tækifæri til,“ segir Diego. Diego viðurkennir fúslega að það myndi hjálpa ferli hans mikið að komast í íslenska landsliðið en hann segist alls ekki vera að hugsa um eigin hagsmuni. „Ég vil spila fyrir Ísland sem Íslendingur. Ég er ekki að hugsa um mig. Mig langar bara mjög mikið að spila fyrir Ísland. Auðvitað hjálpar það mér samt ef ég fæ tækifæri. Það yrði mjög gott fyrir mig og minn feril en fyrst og fremst vil ég bara spila fyrir Ísland,“ segir Diego.Elskar hangikjöt Diego kom úr hitanum á Spáni í kuldann á Íslandi á mánudaginn fyrir viku og hefur notið lífsins með föður sínum og bróður sem búa hér á landi. „Það var alveg fimm tíma seinkun á fluginu en þetta hefur verið gaman,“ segir hann. „Ég fór í sund með bróður mínum. Við erum búnir að vera saman allan tímann. Við fórum í skoðunarferð um Reykjavík og kíktum á Tjörnina svo erum við búnir að taka mikið af myndum,“ segir Diego og auðvitað borðaði hann íslenska jólamatinn sem honum þykir mjög góður. „Ég borðaði hamborgarhrygg og hangikjöt. Ég elska hangikjöt. Svo fórum við á vélsleða upp og niður fjöll á jóladag að leika okkur í miklum kulda. Þetta er búin að vera góð ferð,“ segir Diego Jóhannesson.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Sjá meira