Sport

Skíðamaður á fullri ferð varð næstum því fyrir dróna | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marcel Hirscher.
Marcel Hirscher. Vísir/Getty
Austurríski skíðamaðurinn Marcel Hirscher, sem er fjórfaldur heimsbikarmeistari á skíðum, slapp með skrekkinn í gær þegar hann var að keppa í Heimsbikarnum á skíðum á Ítalíu.  

Marcel Hirscher var búinn að vera í tíu sekúndum í brautinni þegar myndavéladróni hrapaði rétt fyrir aftan hann.

Marcel Hirscher er frábær skíðamaður og hefur unnið heimsbikarinn undanfarin fjögur ár. Hann hélt áfram og kláraði brautina í öðru sæti. Það er ljóst að ef aðeins slakari skíðamaður hefði verið í brautinni þá hefði hann líklega fengið drónann í sig.

Marcel Hirscher var ekki sáttur í viðtölum við fjölmiðla eftir keppnina. "Ég gerði mér grein fyrir því að eitthvað hafði gerst. Þetta er svívirðilegt. Ég get ekki hugsað mér það sem hefði getað gerst," sagði Marcel Hirscher.

Forráðamenn keppninnar þökkuðu líka fyrir að ekki fór verr. Myndavéladróninn átti aldrei að vera yfir brautinni heldur átti hann að taka yfirlitsmyndir. Stjórnandinn virðist hinsvegar hafa freistast til að fara með hann nær og nær sem hafði síðan þessar afleiðingar.

Norðmaðurinn Henrik Kristoffersen vann svigkeppnina en sigur hans féll í skugga atviksins með Marcel Hirscher.

Það má nú búast við því að myndavéladrónar verði bannaðir á keppnum sem þessum.

Hér fyrir neðan má sjá viðbrögð Marcel Hirscher á twitter sem og myndbönd frá atvikinu.

Heavy air traffic in Italy ?? #crazy #drone #crash #luckyme

A photo posted by Marcel Hirscher (@marcel__hirscher) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×