Meðalverð á bensíni í Bandaríkjunum undir 2 dollara gallonið Finnur Thorlacius skrifar 22. desember 2015 16:23 Meðalbensínverðið er komið undir 2 dollara á gallonið. Enn lækkar bensínverð í Bandaríkjunum og samkvæmt útreikningum AAA þar í landi hefur meðalverðið nú fallið undir 2 dollara á hvert gallon (3,78 l.) og hefur það ekki verið lægra í 7 ár. Miklar birgðir af bensíni eru nú í Bandaríkjunum og hefur það þrýst hratt niður verði í allt ár. Eins og fyrri daginn er verðið nokkuð ólíkt eftir ríkjum landsins og ódýrast er það nú í Missouri, eða 1,77 dollarar. Það er 60,85 krónur á hvern lítra. Næst ódýrast er það í Oklahoma og S-Carolina, 178 dollarar. Á nokkrum bensínstöðvum er verðið 1,59 dollarar, eða 54,7 krónur. Vegna þessa lága verðs er búist við mikilli umferð Bandaríkjamanan yfir jólahátíðarnar og óttast National Highway Traffic Safety Administration stofnunin að dauðsföllum muni fjölga um allt að 8,1% í ár og er það mesta hækkun dauðsfalla á þarlendum vegum frá árinu 1946. Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent
Enn lækkar bensínverð í Bandaríkjunum og samkvæmt útreikningum AAA þar í landi hefur meðalverðið nú fallið undir 2 dollara á hvert gallon (3,78 l.) og hefur það ekki verið lægra í 7 ár. Miklar birgðir af bensíni eru nú í Bandaríkjunum og hefur það þrýst hratt niður verði í allt ár. Eins og fyrri daginn er verðið nokkuð ólíkt eftir ríkjum landsins og ódýrast er það nú í Missouri, eða 1,77 dollarar. Það er 60,85 krónur á hvern lítra. Næst ódýrast er það í Oklahoma og S-Carolina, 178 dollarar. Á nokkrum bensínstöðvum er verðið 1,59 dollarar, eða 54,7 krónur. Vegna þessa lága verðs er búist við mikilli umferð Bandaríkjamanan yfir jólahátíðarnar og óttast National Highway Traffic Safety Administration stofnunin að dauðsföllum muni fjölga um allt að 8,1% í ár og er það mesta hækkun dauðsfalla á þarlendum vegum frá árinu 1946.
Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent