Bestu stjörnuljósmyndir ársins: Geimurinn gegnum linsuna Svavar Hávarðsson skrifar 20. desember 2015 13:00 Stjörnufræði er myndræn vísindagrein. Ár hvert eru þúsundir ljósmynda teknar af undrum alheimsins, hvort sem er af stjörnuáhugafólki, stjörnufræðingum eða vélvæddum sendifulltrúum jarðarbúa í sólkerfinu. Margar þessara mynda eru gullfallegar, oft hreinustu listaverk, sem verðskulda að sem flestir fái notið. Svo komast aðstandendur Stjörnufræðivefsins [stjornufraedi.is] að orði en þeir hafa sjötta árið í röð valið nokkrar af bestu stjörnuljósmyndum ársins 2015. Þær eru valdar út frá fegurð en ekki síður vísindalegu mikilvægi. PlútóMynd: NASA/JHUAPL/SRI Hinn 14. júlí 2015 var Plútó heimsóttur í fyrsta sinn þegar New Horizons þaut framhjá dvergreikistjörnunni fjarlægu. Ótrúlegar nærmyndir sýndu rúmlega 3 km há fjöll úr vatnsís, jökla úr nitri, nitursléttur með frosttíglum. Plútó reyndist rauðleitur vegna kolefnasambanda sem brotna niður í lofthjúpnum í útfjólubláa ljósinu frá sólinni . Stjörnustólpar í ArnarþokunniMynd: NASA/ESA/Hubble & Hubble Heritage Team Tuttugu árum eftir að Hubble geimsjónaukinn tók eina frægustu mynd sína af gas- og rykstólpunum í Arnarþokunni beindi sjónaukinn myndavélum sínum að stólpunum á ný. Í þeim eru stjörnur að fæðast og sólkerfi að myndast. Full jörð: Fullt tunglMynd: NASA/NOAA Móðir Jörð og Máninn hennar. Þessi óvenjulega mynd var tekin með EPIC myndavélinni í DSCOVR gervitungli NASA 16. júlí 2015. Jörðin er að fullu upplýst sem og fjærhlið tunglsins, svo myndin er tekin í kringum nýtt tungl. Dökki bletturinn ofarlega á tunglinu er kallaður Moskvuhafið en á Jörðinni sést í norðurpólinn, Kyrrahaf og Norður- og Suður-Ameríku. BlæjanMynd: NASA/ESA og Hubble Heritage Team Fyrir um 8.000 árum sprakk stjarna í 2.100 ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Svaninum. Leifar hennar dreifðust um geiminn og rákust síðan á efni milli stjarnanna á 1,5 milljóna km hraða á klukkustund og tóku þá að glóa. Litadýrðin í þessum gasþráðum stafar af mismunandi og misheitu efni. Rósrauði svanurinnMynd: ESO Stjörnur fæðast í stórum gas- og rykskýjum eða geimþokum í Vetrarbrautinni okkar. Hér sést stjörnuverksmiðja sem heitir Messier 17 en er stundum kölluð Svansþokan eða Omegaþokan og stundum Humarþokan. Rauði bjarminn stafar af glóandi vetnisgasi, aðalhráefnið í nýjar stjörnur. Á myndinni eru yngstu stjörnurnar bláleitar. Fréttir ársins 2015 Geimurinn Ljósmyndun Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fleiri fréttir Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Sjá meira
Stjörnufræði er myndræn vísindagrein. Ár hvert eru þúsundir ljósmynda teknar af undrum alheimsins, hvort sem er af stjörnuáhugafólki, stjörnufræðingum eða vélvæddum sendifulltrúum jarðarbúa í sólkerfinu. Margar þessara mynda eru gullfallegar, oft hreinustu listaverk, sem verðskulda að sem flestir fái notið. Svo komast aðstandendur Stjörnufræðivefsins [stjornufraedi.is] að orði en þeir hafa sjötta árið í röð valið nokkrar af bestu stjörnuljósmyndum ársins 2015. Þær eru valdar út frá fegurð en ekki síður vísindalegu mikilvægi. PlútóMynd: NASA/JHUAPL/SRI Hinn 14. júlí 2015 var Plútó heimsóttur í fyrsta sinn þegar New Horizons þaut framhjá dvergreikistjörnunni fjarlægu. Ótrúlegar nærmyndir sýndu rúmlega 3 km há fjöll úr vatnsís, jökla úr nitri, nitursléttur með frosttíglum. Plútó reyndist rauðleitur vegna kolefnasambanda sem brotna niður í lofthjúpnum í útfjólubláa ljósinu frá sólinni . Stjörnustólpar í ArnarþokunniMynd: NASA/ESA/Hubble & Hubble Heritage Team Tuttugu árum eftir að Hubble geimsjónaukinn tók eina frægustu mynd sína af gas- og rykstólpunum í Arnarþokunni beindi sjónaukinn myndavélum sínum að stólpunum á ný. Í þeim eru stjörnur að fæðast og sólkerfi að myndast. Full jörð: Fullt tunglMynd: NASA/NOAA Móðir Jörð og Máninn hennar. Þessi óvenjulega mynd var tekin með EPIC myndavélinni í DSCOVR gervitungli NASA 16. júlí 2015. Jörðin er að fullu upplýst sem og fjærhlið tunglsins, svo myndin er tekin í kringum nýtt tungl. Dökki bletturinn ofarlega á tunglinu er kallaður Moskvuhafið en á Jörðinni sést í norðurpólinn, Kyrrahaf og Norður- og Suður-Ameríku. BlæjanMynd: NASA/ESA og Hubble Heritage Team Fyrir um 8.000 árum sprakk stjarna í 2.100 ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Svaninum. Leifar hennar dreifðust um geiminn og rákust síðan á efni milli stjarnanna á 1,5 milljóna km hraða á klukkustund og tóku þá að glóa. Litadýrðin í þessum gasþráðum stafar af mismunandi og misheitu efni. Rósrauði svanurinnMynd: ESO Stjörnur fæðast í stórum gas- og rykskýjum eða geimþokum í Vetrarbrautinni okkar. Hér sést stjörnuverksmiðja sem heitir Messier 17 en er stundum kölluð Svansþokan eða Omegaþokan og stundum Humarþokan. Rauði bjarminn stafar af glóandi vetnisgasi, aðalhráefnið í nýjar stjörnur. Á myndinni eru yngstu stjörnurnar bláleitar.
Fréttir ársins 2015 Geimurinn Ljósmyndun Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fleiri fréttir Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Sjá meira