Erum stundum eins og sitt hvor dýrategundin Magnús Guðmundsson skrifar 30. desember 2015 10:45 Erna Ómarsdóttir og dansararnir hennar í Njálu sem verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu í kvöld og byggir á hinni ástsælu Brennu-Njálssögu. Vísir/GVA Brennu-Njáls saga er líkast til ástsælust af Íslendingasögunum. Flestir lesa hana að minnsta kosti einu sinni á ævinni og margir taka ástfóstri við þessa stóru og margbrotnu sögu. Eiga þar sitt uppáhald, vini og óvini og skipa sér í sveit með hetjum horfins tíma. Borgarleikhúsið ræðst því þessa dagana svo sannarlega ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en í kvöld stendur fyrir dyrum frumsýning á Njálu, nýrri leikgerð Mikaels Torfasonar og Þorleifs Arnar Arnarssonar sem jafnframt leikstýrir verkinu en danshöfundur er Erna Ómarsdóttir. Njála er samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins og Erna sem veitir Íd forstöðu segir að samstarfið hafi verið skapandi og skemmtilegt ferðalag.Dansflokkurinn blómstrar „Það er reyndar ákaflega mikið að gera hjá okkur í dansflokknum þessa dagana. Hluti hópsins, eða fjórir dansarar, eru að vinna að Njálu og svo er hinn hlutinn að vinna að barnasýningu sem kallast Óður og Flexa halda afmæli og fjallar um stórmerkilegar ofurhetjur. Þar eru Hannes Þór Halldórsson og Þyrí Huld Árnadóttir að þróa þessar skemmtilegu frábæru ofurhetjur og hliðarsjálf ásamt fleiri dönsurum úr Íd í leikstjórn Péturs Ármannssonar. Sýningin verður frumsýnd í lok janúar Svo erum við nýkomin að utan en við vorum að sýna Black Marrow í bæði Þýskalandi og Sviss, við svakalega góðar viðtökur þannig að það er búið að vera mjög mikið að gera. Það er að minnsta kosti ákaflega góð orka og sköpunarandinn er í húsinu. Næsta verkefni er samstarf við tónlistarhátíðina Sónar og Reykjavík dansfestival en þá fáum við til okkar danshöfund og dansara á heimsmælikvarða, Martin Kilvadi, sem mun leiða verkefni sem kallast ALL Inclusive.“Líkamna söguna Erna segir að það hafi verið frekar snemma í ferlinu fyrir Njálu sem haft hafi verið samband og falast eftir aðkomu dansflokksins að sýningunni. „Við vorum smá tíma að skoða þetta og verkefnið var það girnilegt og spennandi að við ákváðum að slá til. Óneitanlega hljómaði það sem ógerlegt verkefni að takast á við Njálu með þessum hætti en á endanum er það svo frábær áskorun sem veitir mikið frelsi. Þessi saga er svo stór að hún rúmar alveg efni í heila sápuóperu svo það þurfti að velja mikilvæga kafla til þess að láta þetta ganga upp á einni kvöldstund.Erna Ómarsdóttir og dansararnir hennar í Njálu sem verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í kvöld og byggir á hinni ástsælu Brennu-Njáls sögu. Fréttablaðið/GVAOkkar hlutverk felst í því að líkamna söguna. Stundum segir það meira en mörg orð og kemur með aðrar tilfinningar inn. Með tónlistinni, líkamanum og dansinum geta stundum komið inn huglægari element en með ómenguðum texta. Þannig er til að mynda Hallgerðarkaflinn að miklu leyti dans og kristnitakan einnig túlkuð líkamlega í dansi við sjöunda píanókonsert Prokofjevs. Það var gaman að fá það verkefni og Hallgerður er í raun túlkuð af sjö einstaklingum til að byrja með, bæði leikurum og dönsurum. Ég er satt best að segja sérstaklega ánægð með þann hluta sem varð mér mikill innblástur. Það er smá Hallgerður í okkur öllum.“Réttlausar konur Erna bendir á að Hallgerður sé hetja sem er mikið haldið á lofti af samtímanum og eigi sér marga aðdáendur. „Hallgerður og hárið og skapið og stoltið er eitthvað sem höfðaði ákaflega sterkt til mín. Hún er sönn kvenhetja. Kannski fyrsta kvenréttindahetjan, sönn baráttukona. Maður ímyndar sér hana í þessum aðstæðum þar sem hún vildi ekki láta traðka á sér. Þá dugði ekkert minna til en að drepa eða láta drepa fyrir sig til þess að standa á sínu. Ég las Brennu-Njáls sögu í menntaskóla á sínum tíma en núna þegar ég las bókina aftur þá varð ég aðeins hissa á því að ekki hafi verið lögð meiri áhersla á þennan þátt sögunnar. Hver staða kvenna er og birtingarmynd þeirra í þessu verki. Hversu réttindalausar þær eru og hafa ekki neitt um neitt að segja. Ísland á sögutíma er í raun eins og í bókstafstrúaríslamsríki því þær eru bara eiginlega seldar án þess að hafa neitt um það að segja. Þessi þáttur hafði vissulega mikil áhrif á mig.“Allur skalinn Aðspurð hvort leikhópurinn hafi leitast við að tengja þetta atriði sérstaklega inn í samtímann segir Erna að það hafi eiginlega gerst af sjálfu sér. „Þegar ég var að leita mér að innblæstri sótti ég t.d. mikið í greinar Helgu Kress. Það er ýmislegt að finna þarna hugmyndalega sem er í raun komið frá henni. En það var líka svo áberandi hvað það var margt sem leikhópnum lá á hjarta þegar við vorum í þessari vinnu. Fólki var mikið niðri fyrir vegna þess að þessi bók snertir svo marga fleti mannlífsins. Mann langar oft til þess að grenja og öskra en svo finnur maður líka til með hetjunum og maður fer eiginlega allan tilfinningaskalann. Sjálf er ég til að mynda í liðinu hennar Hallgerðar. Sýningin litast óneitanlega aðeins af þessum samræðum, þessu ferli, en svo erum við auðvitað að leitast við að segja sögu og það er engin smáræðis saga. Þetta er búið að vera erfitt ferli en jafnframt rosalega gaman og gefandi. Það er svo frábært fólk sem kemur að þessu, bæði leikstjóri, listræna teymið og leikhópurinn. Dansarar og leikarar eru þó stundum eins og sitt hvor dýrategundin og stundum er eins og við tölum ekki sama tungumálið, vinnuaðferðir eru oft mjög ólíkar og þá tekur pínu á taugarnar.“Sjálfstætt verk Brennu-Njáls saga er stórvirki og eiginlega heil stofnun innan íslenskra bókmennta þar sem flestir hafa sterkar tilfinningar til persóna og atburða innan sögunnar. Erna segir að leikhópurinn hafi vissulega fundið að fólk vill koma sínu uppáhaldi að. „Fólk spyr soldið hvort þessi eða hin persónan eða einhver ákveðinn atburður verði ekki örugglega með og hefur óneitanlega sterkar tilfinningar gagnvart þessu. En við verðum að muna að við erum að gera sviðsverk sem byggir á þessari bók, fremur en að við séum að leitast við að sviðsetja bókina. Við vonum bara að áhorfendur mæti opnir og tilbúnir til þess að njóta og þá er gott að muna að þetta er aðeins ein útgáfa. Útgáfurnar af Njálu eru svo efalítið eins margar og við erum mörg. Mig langar eiginlega til þess að gera dansútgáfuna. Alveg án orða þar sem Njála er alfarið dönsuð. Hver veit nema að það verði einhvern tíma verkefni.“ Menning Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Brennu-Njáls saga er líkast til ástsælust af Íslendingasögunum. Flestir lesa hana að minnsta kosti einu sinni á ævinni og margir taka ástfóstri við þessa stóru og margbrotnu sögu. Eiga þar sitt uppáhald, vini og óvini og skipa sér í sveit með hetjum horfins tíma. Borgarleikhúsið ræðst því þessa dagana svo sannarlega ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en í kvöld stendur fyrir dyrum frumsýning á Njálu, nýrri leikgerð Mikaels Torfasonar og Þorleifs Arnar Arnarssonar sem jafnframt leikstýrir verkinu en danshöfundur er Erna Ómarsdóttir. Njála er samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins og Erna sem veitir Íd forstöðu segir að samstarfið hafi verið skapandi og skemmtilegt ferðalag.Dansflokkurinn blómstrar „Það er reyndar ákaflega mikið að gera hjá okkur í dansflokknum þessa dagana. Hluti hópsins, eða fjórir dansarar, eru að vinna að Njálu og svo er hinn hlutinn að vinna að barnasýningu sem kallast Óður og Flexa halda afmæli og fjallar um stórmerkilegar ofurhetjur. Þar eru Hannes Þór Halldórsson og Þyrí Huld Árnadóttir að þróa þessar skemmtilegu frábæru ofurhetjur og hliðarsjálf ásamt fleiri dönsurum úr Íd í leikstjórn Péturs Ármannssonar. Sýningin verður frumsýnd í lok janúar Svo erum við nýkomin að utan en við vorum að sýna Black Marrow í bæði Þýskalandi og Sviss, við svakalega góðar viðtökur þannig að það er búið að vera mjög mikið að gera. Það er að minnsta kosti ákaflega góð orka og sköpunarandinn er í húsinu. Næsta verkefni er samstarf við tónlistarhátíðina Sónar og Reykjavík dansfestival en þá fáum við til okkar danshöfund og dansara á heimsmælikvarða, Martin Kilvadi, sem mun leiða verkefni sem kallast ALL Inclusive.“Líkamna söguna Erna segir að það hafi verið frekar snemma í ferlinu fyrir Njálu sem haft hafi verið samband og falast eftir aðkomu dansflokksins að sýningunni. „Við vorum smá tíma að skoða þetta og verkefnið var það girnilegt og spennandi að við ákváðum að slá til. Óneitanlega hljómaði það sem ógerlegt verkefni að takast á við Njálu með þessum hætti en á endanum er það svo frábær áskorun sem veitir mikið frelsi. Þessi saga er svo stór að hún rúmar alveg efni í heila sápuóperu svo það þurfti að velja mikilvæga kafla til þess að láta þetta ganga upp á einni kvöldstund.Erna Ómarsdóttir og dansararnir hennar í Njálu sem verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í kvöld og byggir á hinni ástsælu Brennu-Njáls sögu. Fréttablaðið/GVAOkkar hlutverk felst í því að líkamna söguna. Stundum segir það meira en mörg orð og kemur með aðrar tilfinningar inn. Með tónlistinni, líkamanum og dansinum geta stundum komið inn huglægari element en með ómenguðum texta. Þannig er til að mynda Hallgerðarkaflinn að miklu leyti dans og kristnitakan einnig túlkuð líkamlega í dansi við sjöunda píanókonsert Prokofjevs. Það var gaman að fá það verkefni og Hallgerður er í raun túlkuð af sjö einstaklingum til að byrja með, bæði leikurum og dönsurum. Ég er satt best að segja sérstaklega ánægð með þann hluta sem varð mér mikill innblástur. Það er smá Hallgerður í okkur öllum.“Réttlausar konur Erna bendir á að Hallgerður sé hetja sem er mikið haldið á lofti af samtímanum og eigi sér marga aðdáendur. „Hallgerður og hárið og skapið og stoltið er eitthvað sem höfðaði ákaflega sterkt til mín. Hún er sönn kvenhetja. Kannski fyrsta kvenréttindahetjan, sönn baráttukona. Maður ímyndar sér hana í þessum aðstæðum þar sem hún vildi ekki láta traðka á sér. Þá dugði ekkert minna til en að drepa eða láta drepa fyrir sig til þess að standa á sínu. Ég las Brennu-Njáls sögu í menntaskóla á sínum tíma en núna þegar ég las bókina aftur þá varð ég aðeins hissa á því að ekki hafi verið lögð meiri áhersla á þennan þátt sögunnar. Hver staða kvenna er og birtingarmynd þeirra í þessu verki. Hversu réttindalausar þær eru og hafa ekki neitt um neitt að segja. Ísland á sögutíma er í raun eins og í bókstafstrúaríslamsríki því þær eru bara eiginlega seldar án þess að hafa neitt um það að segja. Þessi þáttur hafði vissulega mikil áhrif á mig.“Allur skalinn Aðspurð hvort leikhópurinn hafi leitast við að tengja þetta atriði sérstaklega inn í samtímann segir Erna að það hafi eiginlega gerst af sjálfu sér. „Þegar ég var að leita mér að innblæstri sótti ég t.d. mikið í greinar Helgu Kress. Það er ýmislegt að finna þarna hugmyndalega sem er í raun komið frá henni. En það var líka svo áberandi hvað það var margt sem leikhópnum lá á hjarta þegar við vorum í þessari vinnu. Fólki var mikið niðri fyrir vegna þess að þessi bók snertir svo marga fleti mannlífsins. Mann langar oft til þess að grenja og öskra en svo finnur maður líka til með hetjunum og maður fer eiginlega allan tilfinningaskalann. Sjálf er ég til að mynda í liðinu hennar Hallgerðar. Sýningin litast óneitanlega aðeins af þessum samræðum, þessu ferli, en svo erum við auðvitað að leitast við að segja sögu og það er engin smáræðis saga. Þetta er búið að vera erfitt ferli en jafnframt rosalega gaman og gefandi. Það er svo frábært fólk sem kemur að þessu, bæði leikstjóri, listræna teymið og leikhópurinn. Dansarar og leikarar eru þó stundum eins og sitt hvor dýrategundin og stundum er eins og við tölum ekki sama tungumálið, vinnuaðferðir eru oft mjög ólíkar og þá tekur pínu á taugarnar.“Sjálfstætt verk Brennu-Njáls saga er stórvirki og eiginlega heil stofnun innan íslenskra bókmennta þar sem flestir hafa sterkar tilfinningar til persóna og atburða innan sögunnar. Erna segir að leikhópurinn hafi vissulega fundið að fólk vill koma sínu uppáhaldi að. „Fólk spyr soldið hvort þessi eða hin persónan eða einhver ákveðinn atburður verði ekki örugglega með og hefur óneitanlega sterkar tilfinningar gagnvart þessu. En við verðum að muna að við erum að gera sviðsverk sem byggir á þessari bók, fremur en að við séum að leitast við að sviðsetja bókina. Við vonum bara að áhorfendur mæti opnir og tilbúnir til þess að njóta og þá er gott að muna að þetta er aðeins ein útgáfa. Útgáfurnar af Njálu eru svo efalítið eins margar og við erum mörg. Mig langar eiginlega til þess að gera dansútgáfuna. Alveg án orða þar sem Njála er alfarið dönsuð. Hver veit nema að það verði einhvern tíma verkefni.“
Menning Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira