Leiðtogar vara við útlendingahræðslu Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. janúar 2015 06:30 Meira en sautján þúsund manns tóku þátt í síðustu mánudagsmótmælum. Vísir/AP Samtök sem berjast gegn „íslamsvæðingu Vesturlanda“, PEGIDA, hafa síðan í október efnt til vikulegra mótmæla í Dresden. Þátttakendum hefur fjölgað jafnt og þétt, allt frá því að vera nokkur hundruð manns í október upp í rúmlega 17 þúsund manns núna rétt fyrir jólin. Í hátíðarræðum sínum beindu bæði Angela Merkel kanslari og Joachim Gauck forseti orðum sínum til þeirra sem tekið hafa þátt í mótmælunum, vöruðu við málflutningi þeirra og hvöttu Þjóðverja til að taka vel á móti flóttafólki. Þýskir kirkjuleiðtogar notuðu einnig sínar hátíðarræður til að vara við vaxandi andúð í garð innflytjenda. „Nú eru margir farnir að hrópa aftur á mánudögum: Við erum þjóðin,“ sagði Merkel í áramótaræðu sinni, og vísaði þar til eins þekktasta slagorðs austur-þýskra mótmælenda haustið 1989. Hún segir meininguna í þessum orðum nú vera allt aðra en árið 1989: „Í raun meina þeir: Þið tilheyrið okkur ekki – vegna húðlitar ykkar eða trúar ykkar. Þess vegna segi ég öllum, sem taka þátt í mótmælasamkomum af þessu tagi: Fylgið ekki þeim sem kalla á slíkt! Því of oft er það svo að í hjörtum þeirra búa fordómar, kuldi og jafnvel hatur.“ Sjálf ólst Merkel upp í Austur-Þýskalandi og minnti í ræðu sinni á að eitt helsta baráttumál austur-þýsku mótmælendanna haustið 1989 hefði snúist um að börnin þeirra gætu lifað án ótta, rétt eins og flóttamenn sem leita til Þýskalands eftir öryggi. „Margir þeirra hafa bókstaflega sloppið naumlega frá dauða. Það segir sig sjálft að við hjálpum þeim og tökum við fólki sem leitar hælis hjá okkur,“ sagði Merkel í ræðu sinni. Gauck forseti, sem er fyrrverandi prestur og rétt eins og Merkel einnig frá Austur-Þýskalandi, tók í sama streng, hvatti menn til að óttast ekki og sagði: „Ég fagna því að langflest okkar fylgja ekki þeim sem vilja einangra Þýskaland.“ Samtökin hafa næsta mánudag boðað til mótmælasamkomu í Dresden í ellefta sinn frá því í október. Á miðvikudaginn stendur svo til að hefja samstarf PEGIDA og stjórnmálaflokks þýskra þjóðernissinna, sem heitir Alternative für Deutschland eða Valkostur fyrir Þýskaland. Flokkurinn, sem rétt eins og PEGIDA hefur verið gagnrýndur fyrir að ala á ótta við innflytjendur, á sjö fulltrúa á Evrópuþinginu þótt ekki hafi hann náð inn manni í síðustu þingkosningum í Þýskalandi árið 2013. Samkvæmt skoðanakönnun tímaritsins Stern segjast nærri 30 prósent aðspurðra geta tekið undir málflutning PEGIDA. Rúmlega 70 prósent stuðningsmanna Valkosts fyrir Þýskaland segjast, samkvæmt sömu könnun, höll undir stefnu PEGIDA. Flóttamenn Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Samtök sem berjast gegn „íslamsvæðingu Vesturlanda“, PEGIDA, hafa síðan í október efnt til vikulegra mótmæla í Dresden. Þátttakendum hefur fjölgað jafnt og þétt, allt frá því að vera nokkur hundruð manns í október upp í rúmlega 17 þúsund manns núna rétt fyrir jólin. Í hátíðarræðum sínum beindu bæði Angela Merkel kanslari og Joachim Gauck forseti orðum sínum til þeirra sem tekið hafa þátt í mótmælunum, vöruðu við málflutningi þeirra og hvöttu Þjóðverja til að taka vel á móti flóttafólki. Þýskir kirkjuleiðtogar notuðu einnig sínar hátíðarræður til að vara við vaxandi andúð í garð innflytjenda. „Nú eru margir farnir að hrópa aftur á mánudögum: Við erum þjóðin,“ sagði Merkel í áramótaræðu sinni, og vísaði þar til eins þekktasta slagorðs austur-þýskra mótmælenda haustið 1989. Hún segir meininguna í þessum orðum nú vera allt aðra en árið 1989: „Í raun meina þeir: Þið tilheyrið okkur ekki – vegna húðlitar ykkar eða trúar ykkar. Þess vegna segi ég öllum, sem taka þátt í mótmælasamkomum af þessu tagi: Fylgið ekki þeim sem kalla á slíkt! Því of oft er það svo að í hjörtum þeirra búa fordómar, kuldi og jafnvel hatur.“ Sjálf ólst Merkel upp í Austur-Þýskalandi og minnti í ræðu sinni á að eitt helsta baráttumál austur-þýsku mótmælendanna haustið 1989 hefði snúist um að börnin þeirra gætu lifað án ótta, rétt eins og flóttamenn sem leita til Þýskalands eftir öryggi. „Margir þeirra hafa bókstaflega sloppið naumlega frá dauða. Það segir sig sjálft að við hjálpum þeim og tökum við fólki sem leitar hælis hjá okkur,“ sagði Merkel í ræðu sinni. Gauck forseti, sem er fyrrverandi prestur og rétt eins og Merkel einnig frá Austur-Þýskalandi, tók í sama streng, hvatti menn til að óttast ekki og sagði: „Ég fagna því að langflest okkar fylgja ekki þeim sem vilja einangra Þýskaland.“ Samtökin hafa næsta mánudag boðað til mótmælasamkomu í Dresden í ellefta sinn frá því í október. Á miðvikudaginn stendur svo til að hefja samstarf PEGIDA og stjórnmálaflokks þýskra þjóðernissinna, sem heitir Alternative für Deutschland eða Valkostur fyrir Þýskaland. Flokkurinn, sem rétt eins og PEGIDA hefur verið gagnrýndur fyrir að ala á ótta við innflytjendur, á sjö fulltrúa á Evrópuþinginu þótt ekki hafi hann náð inn manni í síðustu þingkosningum í Þýskalandi árið 2013. Samkvæmt skoðanakönnun tímaritsins Stern segjast nærri 30 prósent aðspurðra geta tekið undir málflutning PEGIDA. Rúmlega 70 prósent stuðningsmanna Valkosts fyrir Þýskaland segjast, samkvæmt sömu könnun, höll undir stefnu PEGIDA.
Flóttamenn Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira