Varð bara ástfangin af útsýninu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. janúar 2015 14:00 Michelle Bird fyrir framan tvær myndir sem hún hefur gert af fólki í Borgarnesi. Mynd/Samuele Rosso Litir Borgarness er fyrsta sýning listakonunnar Michelle Bird hér á landi. Hún er nýflutt til Íslands og hefur fest kaup á húsi í Borgarnesi. Í verkum hennar má sjá hvernig hún sem listamaður og nýr íbúi upplifir mannlíf og umhverfi framandi staðar. Hún opnar sýninguna í Safnahúsinu í Borgarnesi næsta laugardag klukkan 13 og hefur einnig stillt upp vinnustofu í anddyri sýningarrýmisins þar sem hægt er að sjá helstu verkfæri hennar, liti og fleira. En hvað kom til að hún settist að í Borgarnesi? „Ég varð bara ástfangin af útsýninu á hér,“ svarar hún. „Ég hafði komið hingað nokkrum sinnum áður sem ferðamaður og dróst einhvern veginn að staðnum, út frá fallegu umhverfi hans. Svo hef ég kynnst hér yndislegu fólki sem býður mig velkomna.“ Michelle Bird segir þetta í fyrsta sinn sem hún kaupi eigið hús. „Kannski er það merki um að dvölin verði löng, og þetta sé staðurinn til að vera á,“ segir listakonan sem borgfirsku mótívin heilluðu. Hún segir sýninguna hafa verið ákveðna fyrir ári, hún hafi málað öll verkin sérstaklega fyrir hana og viljað tengja sig við staðinn og fólkið þar.Allar myndirnar eru málaðar sérstaklega fyrir sýningunni og tengjast Borgarfirðinum.„Eftir því sem ég skoðaði Hafnarfjallið meira varð ég hrifnari af því. Svo langaði mig sérstaklega að mála fólkið hér, því ég elska að gera myndir af fólki.“ Sýningin stendur til 25. febrúar. Hún verður opin frá 13 til 16 á opnunardaginn og listakonan verður á staðnum. Eftir það er sýningin opin á virkum dögum frá 15 til 18 og aðgangur er ókeypis. Michelle Bird er fædd í San Francisco árið 1965. Hún er ættuð frá Bandaríkjunum og Kína en ólst upp í San Francisco, Hawaii og víðar í Kaliforníu. Hingað kemur hún frá Sviss þar sem hún hefur haft vinnustofu síðustu árin. Hún lærði myndlist í Bandaríkjunum og í Hollandi og hefur sýnt víða um Evrópu og í Bandaríkjunum, auk þess að halda fyrirlestra og leggja stund á listrænt handverk. Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Litir Borgarness er fyrsta sýning listakonunnar Michelle Bird hér á landi. Hún er nýflutt til Íslands og hefur fest kaup á húsi í Borgarnesi. Í verkum hennar má sjá hvernig hún sem listamaður og nýr íbúi upplifir mannlíf og umhverfi framandi staðar. Hún opnar sýninguna í Safnahúsinu í Borgarnesi næsta laugardag klukkan 13 og hefur einnig stillt upp vinnustofu í anddyri sýningarrýmisins þar sem hægt er að sjá helstu verkfæri hennar, liti og fleira. En hvað kom til að hún settist að í Borgarnesi? „Ég varð bara ástfangin af útsýninu á hér,“ svarar hún. „Ég hafði komið hingað nokkrum sinnum áður sem ferðamaður og dróst einhvern veginn að staðnum, út frá fallegu umhverfi hans. Svo hef ég kynnst hér yndislegu fólki sem býður mig velkomna.“ Michelle Bird segir þetta í fyrsta sinn sem hún kaupi eigið hús. „Kannski er það merki um að dvölin verði löng, og þetta sé staðurinn til að vera á,“ segir listakonan sem borgfirsku mótívin heilluðu. Hún segir sýninguna hafa verið ákveðna fyrir ári, hún hafi málað öll verkin sérstaklega fyrir hana og viljað tengja sig við staðinn og fólkið þar.Allar myndirnar eru málaðar sérstaklega fyrir sýningunni og tengjast Borgarfirðinum.„Eftir því sem ég skoðaði Hafnarfjallið meira varð ég hrifnari af því. Svo langaði mig sérstaklega að mála fólkið hér, því ég elska að gera myndir af fólki.“ Sýningin stendur til 25. febrúar. Hún verður opin frá 13 til 16 á opnunardaginn og listakonan verður á staðnum. Eftir það er sýningin opin á virkum dögum frá 15 til 18 og aðgangur er ókeypis. Michelle Bird er fædd í San Francisco árið 1965. Hún er ættuð frá Bandaríkjunum og Kína en ólst upp í San Francisco, Hawaii og víðar í Kaliforníu. Hingað kemur hún frá Sviss þar sem hún hefur haft vinnustofu síðustu árin. Hún lærði myndlist í Bandaríkjunum og í Hollandi og hefur sýnt víða um Evrópu og í Bandaríkjunum, auk þess að halda fyrirlestra og leggja stund á listrænt handverk.
Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira