Myrkvuð mótmæli í borgum Þýskalands Guðsteinn Bjarnason skrifar 7. janúar 2015 11:15 Á mánudagskvöldið, þegar boðað var til mótmæla gegn „íslamsvæðingu“, var ákveðið að Kölnardómkirkjan yrði ekki upplýst eins og venjulega. fréttablaðið/AP Á mánudagskvöldið mættu átján þúsund manns til mótmælasamkomu í Dresden, sem boðað var til af samtökunum PEGIDA sem berjast gegn „íslamsvæðingu Vesturlanda“. Þetta var í ellefta sinn síðan í október sem efnt var til mótmæla af þessu tagi á mánudagskvöldum í Dresden. Þátttakendur hafa aldrei verið fleiri. Um þrjú þúsund manns mættu hins vegar á sama tíma til mótmælafundar í Dresden gegn PEGIDA. Í fleiri borgum Þýskalands var einnig efnt til mótmælafunda beggja fylkinga, og voru andstæðingar PEGIDA þar miklu fleiri. Í Berlín létu aðeins nokkur hundruð manns sjá sig á mótmælafundi PEGIDA-samtakanna, en nærri sex þúsund mættu til að mótmæla málflutningi þeirra. Þúsundir manna mótmæltu einnig PEGIDA í Köln, Dresden og Stuttgart, en sárafáir létu þar sjá sig til að sýna samstöðu með PEGIDA. Alls er talið að á mánudagskvöldið hafi vel yfir tuttugu þúsund manns tekið þátt í mótmælum í borgum Þýskalands gegn þeirri múslimahræðslu sem PEGIDA stendur fyrir. Einungis í Dresden drógu mótmæli PEGIDA-samtakanna sjálfra að sér umtalsverðan fjölda fólks. Víða var einnig gripið til táknrænna aðgerða til að lýsa yfir andstöðu við múslimahræðslu PEGIDA-samtakanna. Þannig ákváðu kirkjuyfirvöld í Köln að hafa dómkirkjuna þar ekki upplýsta, eins og venja er á kvöldin, heldur grúfði myrkur yfir henni á meðan mótmælafundurinn stóð yfir. Í Dresden voru einnig öll ljós slökkt í Semper-óperunni og glerhöll Volkswagen-fyrirtækisins á meðan á mótmælum PEGIDA stóð. „Volkswagen styður opið, frjálst og lýðræðislegt samfélag,“ sagði í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þótt forsvarsmenn PEGIDA fullyrði að samtökin ali hvorki á öfgum né fordómum, þá hafa nýnasistar og aðrir hægri þjóðernissinnar tekið boðskap hennar fagnandi og fjölmennt til mótmælafundanna í Dresden. Í stefnuyfirlýsingu samtakanna er reynt að draga sem mest úr nýnasísku yfirbragði, meðal annars með því að lýsa yfir stuðningi við flóttamenn og mannréttindi. En þegar lengra er lesið í stefnuskránni koma í ljós fullyrðingar um að verja þurfi hina gyðing-kristnu menningu Vesturlanda, og sérstaklega er þar varað við róttæklingum, haturspredikurum og siðareglum múslima. Flóttamenn Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Fleiri fréttir Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Sjá meira
Á mánudagskvöldið mættu átján þúsund manns til mótmælasamkomu í Dresden, sem boðað var til af samtökunum PEGIDA sem berjast gegn „íslamsvæðingu Vesturlanda“. Þetta var í ellefta sinn síðan í október sem efnt var til mótmæla af þessu tagi á mánudagskvöldum í Dresden. Þátttakendur hafa aldrei verið fleiri. Um þrjú þúsund manns mættu hins vegar á sama tíma til mótmælafundar í Dresden gegn PEGIDA. Í fleiri borgum Þýskalands var einnig efnt til mótmælafunda beggja fylkinga, og voru andstæðingar PEGIDA þar miklu fleiri. Í Berlín létu aðeins nokkur hundruð manns sjá sig á mótmælafundi PEGIDA-samtakanna, en nærri sex þúsund mættu til að mótmæla málflutningi þeirra. Þúsundir manna mótmæltu einnig PEGIDA í Köln, Dresden og Stuttgart, en sárafáir létu þar sjá sig til að sýna samstöðu með PEGIDA. Alls er talið að á mánudagskvöldið hafi vel yfir tuttugu þúsund manns tekið þátt í mótmælum í borgum Þýskalands gegn þeirri múslimahræðslu sem PEGIDA stendur fyrir. Einungis í Dresden drógu mótmæli PEGIDA-samtakanna sjálfra að sér umtalsverðan fjölda fólks. Víða var einnig gripið til táknrænna aðgerða til að lýsa yfir andstöðu við múslimahræðslu PEGIDA-samtakanna. Þannig ákváðu kirkjuyfirvöld í Köln að hafa dómkirkjuna þar ekki upplýsta, eins og venja er á kvöldin, heldur grúfði myrkur yfir henni á meðan mótmælafundurinn stóð yfir. Í Dresden voru einnig öll ljós slökkt í Semper-óperunni og glerhöll Volkswagen-fyrirtækisins á meðan á mótmælum PEGIDA stóð. „Volkswagen styður opið, frjálst og lýðræðislegt samfélag,“ sagði í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þótt forsvarsmenn PEGIDA fullyrði að samtökin ali hvorki á öfgum né fordómum, þá hafa nýnasistar og aðrir hægri þjóðernissinnar tekið boðskap hennar fagnandi og fjölmennt til mótmælafundanna í Dresden. Í stefnuyfirlýsingu samtakanna er reynt að draga sem mest úr nýnasísku yfirbragði, meðal annars með því að lýsa yfir stuðningi við flóttamenn og mannréttindi. En þegar lengra er lesið í stefnuskránni koma í ljós fullyrðingar um að verja þurfi hina gyðing-kristnu menningu Vesturlanda, og sérstaklega er þar varað við róttæklingum, haturspredikurum og siðareglum múslima.
Flóttamenn Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Fleiri fréttir Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Sjá meira