Gleðilegt nýtt átak Viktoría Hermannsdóttir skrifar 7. janúar 2015 07:00 Besta hátíð ársins er liðin. Vellystingar jólanna með allri sinni gleði og glans, ljósum og skrauti, hafa siglt sinn veg og nú tekur alvaran við. Jólatrén dauð, jólakökurnar orðnar gamlar og bara vondu molarnir eftir í Macintosh-dollunni. Stemmingin er eins og í lélegu eftirpartíi þar sem allt fjörið er búið og því kominn tími til þess að sigla inn í nýtt ár. Eftir að hafa belgt sig út af reyktu kjöti, malti&appelsín og öðru góðgæti eru flestir búnir að fá nóg. Og þá fara allir í átak. Þar á meðal ég. Líkamsræktarstöðvar fyllast af útbelgdum baráttuboltum með hangikjötstaumana út á kinn. Allir ætla að taka sig á og verða betri á þessu ári en því síðasta. Aldrei er jafn mikið að gera í líkamsræktarstöðvum og í byrjun árs. Ég hef áður sagt frá litlum líkamsræktaráhuga mínum á opinberum vettvangi pistlaskrifa. Það hefur lítið breyst síðan það var skrifað en viljinn er þó alltaf fyrir hendi, innst inni. Mig dreymir nefnilega um að verða svona líkamsræktartýpa. Þessi sem elskar ræktina, kann á öll tækin og kemst ekki í gegnum daginn án þess að hreyfa sig. Og hefur ekkert fyrir því. Ég mætti að sjálfsögðu galvösk í ræktina ásamt bróðurparti þjóðarinnar í byrjun vikunnar. Vesalings fólkið sem stundar líkamsrækt allan ársins hring kemst ekki fyrir lengur í stöðinni. Það horfir á mann aumkunaraugum sem segja: „Þú dugar ekki út mánuðinn.“ Og hugsanlega er það rétt. Helmingurinn af þeim sem henda sér í janúarátak verður líklega hættur fyrir þann tíma. Líkamsræktarárangur minn hefur ekki verið glæstur í gegnum tíðina. Líklega með þeim verri í sögunni, en batnandi mönnum er best að lifa og aldrei að vita nema maður meiki það í gegnum þennan janúarmánuð. Það er reyndar ólíklegt en mikið vona ég að ég nái að sýna þessum líkamsræktarbrjálæðingum í tvo heimana þetta árið og verða einn af þeim. Með grænan djús, prótíndrykk og hlaupandi um á hlaupabrettinu eins og það sé tilgangur lífs míns. Það er aldrei að vita nema 2015 sé árið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viktoría Hermannsdóttir Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Besta hátíð ársins er liðin. Vellystingar jólanna með allri sinni gleði og glans, ljósum og skrauti, hafa siglt sinn veg og nú tekur alvaran við. Jólatrén dauð, jólakökurnar orðnar gamlar og bara vondu molarnir eftir í Macintosh-dollunni. Stemmingin er eins og í lélegu eftirpartíi þar sem allt fjörið er búið og því kominn tími til þess að sigla inn í nýtt ár. Eftir að hafa belgt sig út af reyktu kjöti, malti&appelsín og öðru góðgæti eru flestir búnir að fá nóg. Og þá fara allir í átak. Þar á meðal ég. Líkamsræktarstöðvar fyllast af útbelgdum baráttuboltum með hangikjötstaumana út á kinn. Allir ætla að taka sig á og verða betri á þessu ári en því síðasta. Aldrei er jafn mikið að gera í líkamsræktarstöðvum og í byrjun árs. Ég hef áður sagt frá litlum líkamsræktaráhuga mínum á opinberum vettvangi pistlaskrifa. Það hefur lítið breyst síðan það var skrifað en viljinn er þó alltaf fyrir hendi, innst inni. Mig dreymir nefnilega um að verða svona líkamsræktartýpa. Þessi sem elskar ræktina, kann á öll tækin og kemst ekki í gegnum daginn án þess að hreyfa sig. Og hefur ekkert fyrir því. Ég mætti að sjálfsögðu galvösk í ræktina ásamt bróðurparti þjóðarinnar í byrjun vikunnar. Vesalings fólkið sem stundar líkamsrækt allan ársins hring kemst ekki fyrir lengur í stöðinni. Það horfir á mann aumkunaraugum sem segja: „Þú dugar ekki út mánuðinn.“ Og hugsanlega er það rétt. Helmingurinn af þeim sem henda sér í janúarátak verður líklega hættur fyrir þann tíma. Líkamsræktarárangur minn hefur ekki verið glæstur í gegnum tíðina. Líklega með þeim verri í sögunni, en batnandi mönnum er best að lifa og aldrei að vita nema maður meiki það í gegnum þennan janúarmánuð. Það er reyndar ólíklegt en mikið vona ég að ég nái að sýna þessum líkamsræktarbrjálæðingum í tvo heimana þetta árið og verða einn af þeim. Með grænan djús, prótíndrykk og hlaupandi um á hlaupabrettinu eins og það sé tilgangur lífs míns. Það er aldrei að vita nema 2015 sé árið.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun