Flytja tónleikadagskrá sem var frestað Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. janúar 2015 14:30 Á ýmsu gekk við undirbúning og áformaðan flutning dagskrárinnar en nú getur ekkert klikkað hjá Evu Þyri, Hlín og Pamelu. Hlín Pétursdóttir Behrens sópransöngkona, Pamela de Sensi þverflautuleikari og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari eru með dagskrá í Norræna húsinu á morgun klukkan 15.15 sem er að meginhluta helguð franskri tónlist. Tónleikarnir áttu að fara fram 30. nóvember en var frestað vegna veðurs eins og flestum viðburðum þann dag. Það kom þeim stöllum ekki á óvart, miðað við hvernig æfingaferlið gekk. Hlín rekur það: „Við fórum tímanlega af stað, enda um vandaða dagskrá að ræða en píanistinn sem við unnum með þá varð veikur svo við frestuðum æfingum tvisvar. Svo varð ég veik. Byrjuðum þó loks að æfa og gekk svona ljómandi vel. Einn daginn dettur píanistinn og tognar á úlnlið. Þá kom Eva Þyri inn og við byrjum að æfa. Þær Pamela taka upp á því að fara í námsferð til Ítalíu í fimm daga. Allt í lagi. Þær koma heim, við byrjum að æfa en Eva Þyri þarf þá endilega að skera sig í þumalputtann. Við Pamela æfum, svo með einhentum píanista, gengur ljómandi vel. Þá fer ég í tónleikaferð til Þýskalands. En það styttist í tónleika, við komnar í ham, þá er spáð stormi og óveðri. Við skiljum fyrr en skellur í tönnum. Auðvitað þarf að fresta. En það þarf varla að taka fram að við hlökkum mikið til morgundagsins!“ Hlín segir ævintýraheim Þúsund og einnar nætur koma við sögu á tónleikunum, einnig forna ástarsöngva frá Persíu og ástarljóð sem eru nær okkur í tíma. Pamela muni bæði leika á þverflautu af þeirri stærð sem við þekkjum best og líka á altflautu og pikkólóflautu. Bætir því við að flautan sé auk mannsraddarinnar eitt elsta hljóðfæri mannkyns. Tónleikarnir á morgun tilheyra að sjálfsögðu röðinni 15.15! Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hlín Pétursdóttir Behrens sópransöngkona, Pamela de Sensi þverflautuleikari og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari eru með dagskrá í Norræna húsinu á morgun klukkan 15.15 sem er að meginhluta helguð franskri tónlist. Tónleikarnir áttu að fara fram 30. nóvember en var frestað vegna veðurs eins og flestum viðburðum þann dag. Það kom þeim stöllum ekki á óvart, miðað við hvernig æfingaferlið gekk. Hlín rekur það: „Við fórum tímanlega af stað, enda um vandaða dagskrá að ræða en píanistinn sem við unnum með þá varð veikur svo við frestuðum æfingum tvisvar. Svo varð ég veik. Byrjuðum þó loks að æfa og gekk svona ljómandi vel. Einn daginn dettur píanistinn og tognar á úlnlið. Þá kom Eva Þyri inn og við byrjum að æfa. Þær Pamela taka upp á því að fara í námsferð til Ítalíu í fimm daga. Allt í lagi. Þær koma heim, við byrjum að æfa en Eva Þyri þarf þá endilega að skera sig í þumalputtann. Við Pamela æfum, svo með einhentum píanista, gengur ljómandi vel. Þá fer ég í tónleikaferð til Þýskalands. En það styttist í tónleika, við komnar í ham, þá er spáð stormi og óveðri. Við skiljum fyrr en skellur í tönnum. Auðvitað þarf að fresta. En það þarf varla að taka fram að við hlökkum mikið til morgundagsins!“ Hlín segir ævintýraheim Þúsund og einnar nætur koma við sögu á tónleikunum, einnig forna ástarsöngva frá Persíu og ástarljóð sem eru nær okkur í tíma. Pamela muni bæði leika á þverflautu af þeirri stærð sem við þekkjum best og líka á altflautu og pikkólóflautu. Bætir því við að flautan sé auk mannsraddarinnar eitt elsta hljóðfæri mannkyns. Tónleikarnir á morgun tilheyra að sjálfsögðu röðinni 15.15!
Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira