Hlýtur styrk upp á 80 milljónir króna Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 12. janúar 2015 07:30 Ísold Uggadóttir gerir kvikmynd um hælisleitanda og einstæða móður. Ný íslensk kvikmynd í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur hefur hlotið vilyrði fyrir 80 milljóna króna framleiðslustyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Í kvikmyndinni eru fléttaðar saman sögur tveggja ólíkra kvenna; hælisleitanda frá Úganda og einstæðrar móður á Reykjanesi sem starfar við vegabréfaskoðun á Keflavíkurflugvelli. Ísold segist hafa viljað skoða málefnið út frá sjónarhorni tveggja ólíkra kvenna. „Annars vegar frá sjónarhorni konu sem hneppt er í varðhald fyrir það eitt að reyna að bæta eigin lífskjör, og hins vegar konu sem óvænt er farin að vinna við landamæraeftirlit og er þannig komin í valdastöðu sem hún sjálf er afar stolt af, í fyrstu að minnsta kosti.“ Samfélagsleg málefni hafa verið Ísold hugleikin, en í fjórum verðlaunastuttmyndum hennar, Góðum gestum, Njálsgötu, Clean og Útrás Reykjavík, hefur hún fengist við við kynhneigð, fíkniefnanotkun og afleiðingar efnahagshruns á heldri konu. Allar myndirnar eiga það sameiginlegt að hafa konur í aðalhlutverki, og er kvikmynd hennar „Andið eðlilega“ þar engin undantekning. „Af einhverjum ástæðum þá dettur mér aldrei í hug að hafa karl í aðalhlutverki. Það er ósjálfrátt,“ útskýrir Ísold. Skúli Malmquist er aðalframleiðandi, og vinnur hann nú að áframhaldandi fjármögnun erlendis, í samstarfi við aðila í Svíþjóð, Frakklandi og Belgíu. „Andið eðlilega“ verður fyrsta kvikmynd Ísoldar í fullri lengd, en hún lauk mastersnámi í leikstjórn og handritsgerð frá Columbia-háskóla í New York vorið 2011, þar sem hún var meðal annars valin besti kvenleikstjórinn. „Verkefnið mitt var Útrás Reykjavík og í þessu tilfelli var verið að veita verðlaun til kvenna til hvatningar. Það var valið úr útskriftarhópnum og mikils virði að fá þessa viðurkenningu.“ Konur hafa borið skarðan hlut frá borði síðustu ár þegar kemur að styrkjum frá stofnuninni og þá sérstaklega þegar kemur að framleiðslustyrkjum til kvikmynda í fullri lengd. Breytinga hefur sannarlega orðið vart því fleiri kvikmyndagerðarkonur hafa fengið vilyrði fyrir framleiðslustyrk. Kristín Jóhannesdóttir hlaut 90 milljóna vilyrði fyrir styrk til framleiðslu kvikmyndarinnar Þá og þegar elskan og Ása Helga Hjörleifsdóttir 80 milljónir fyrir kvikmynd sína Svanurinn. Menning Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ný íslensk kvikmynd í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur hefur hlotið vilyrði fyrir 80 milljóna króna framleiðslustyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Í kvikmyndinni eru fléttaðar saman sögur tveggja ólíkra kvenna; hælisleitanda frá Úganda og einstæðrar móður á Reykjanesi sem starfar við vegabréfaskoðun á Keflavíkurflugvelli. Ísold segist hafa viljað skoða málefnið út frá sjónarhorni tveggja ólíkra kvenna. „Annars vegar frá sjónarhorni konu sem hneppt er í varðhald fyrir það eitt að reyna að bæta eigin lífskjör, og hins vegar konu sem óvænt er farin að vinna við landamæraeftirlit og er þannig komin í valdastöðu sem hún sjálf er afar stolt af, í fyrstu að minnsta kosti.“ Samfélagsleg málefni hafa verið Ísold hugleikin, en í fjórum verðlaunastuttmyndum hennar, Góðum gestum, Njálsgötu, Clean og Útrás Reykjavík, hefur hún fengist við við kynhneigð, fíkniefnanotkun og afleiðingar efnahagshruns á heldri konu. Allar myndirnar eiga það sameiginlegt að hafa konur í aðalhlutverki, og er kvikmynd hennar „Andið eðlilega“ þar engin undantekning. „Af einhverjum ástæðum þá dettur mér aldrei í hug að hafa karl í aðalhlutverki. Það er ósjálfrátt,“ útskýrir Ísold. Skúli Malmquist er aðalframleiðandi, og vinnur hann nú að áframhaldandi fjármögnun erlendis, í samstarfi við aðila í Svíþjóð, Frakklandi og Belgíu. „Andið eðlilega“ verður fyrsta kvikmynd Ísoldar í fullri lengd, en hún lauk mastersnámi í leikstjórn og handritsgerð frá Columbia-háskóla í New York vorið 2011, þar sem hún var meðal annars valin besti kvenleikstjórinn. „Verkefnið mitt var Útrás Reykjavík og í þessu tilfelli var verið að veita verðlaun til kvenna til hvatningar. Það var valið úr útskriftarhópnum og mikils virði að fá þessa viðurkenningu.“ Konur hafa borið skarðan hlut frá borði síðustu ár þegar kemur að styrkjum frá stofnuninni og þá sérstaklega þegar kemur að framleiðslustyrkjum til kvikmynda í fullri lengd. Breytinga hefur sannarlega orðið vart því fleiri kvikmyndagerðarkonur hafa fengið vilyrði fyrir framleiðslustyrk. Kristín Jóhannesdóttir hlaut 90 milljóna vilyrði fyrir styrk til framleiðslu kvikmyndarinnar Þá og þegar elskan og Ása Helga Hjörleifsdóttir 80 milljónir fyrir kvikmynd sína Svanurinn.
Menning Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira