Leaves á leið til Kína í fyrsta sinn Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. janúar 2015 09:00 Hljómsveitin Leaves er á leið í tónleikaferðalag til Kína í fyrsta sinn. Mynd/ Matthew Eisman „Þetta er í fyrsta sinn sem að Leaves fer til Kína og í fyrsta sinn sem við förum til Asíu og við hlökkum mikið til,“ segir Arnar Guðjónsson söngvari og gítarleikari Leaves. Hljómsveitin leggur af stað til Kína í dag og kemur fram á sjö tónleikum í sjö borgum. „Við byrjum í Peking og fikrum okkur svo alveg niður til Hong Kong. Þetta eru misstórir tónleikastaðir, frá 300 manna upp í þúsund manna staðir,“ segir Arnar. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem að hann fer til Kína. „Ég hef verið að fara með Barða [Jóhannssyni] og Bang Gang til Kína, ég hef farið fjórum sinnum þangað. Ég náði að lauma Leaves-diskum að þeim í Kína þegar ég fór síðast með Barða í mars og í kjölfarið buðu þeir okkur að koma,“ segir Arnar léttur í lundu. Leaves vinnur nú að nýju efni. „Við höfum unnið að nýju efni í rólegheitunum, vonandi kemur eitthvað nýtt út á þessu ári.“ Á tónleikaferðalaginu ætlar sveitin að leika lög af öllum sínum fjórum plötum. „Við ætlum að enda Kínatúrinn hérna heima en það er ekki alveg ákveðið hvenær þeir tónleikar fara fram.“ Strákarnir í Leaves ætla að njóta lífsins í Hong Kong í nokkra daga áður en þeir koma heim aftur. Tónlist Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Þetta er í fyrsta sinn sem að Leaves fer til Kína og í fyrsta sinn sem við förum til Asíu og við hlökkum mikið til,“ segir Arnar Guðjónsson söngvari og gítarleikari Leaves. Hljómsveitin leggur af stað til Kína í dag og kemur fram á sjö tónleikum í sjö borgum. „Við byrjum í Peking og fikrum okkur svo alveg niður til Hong Kong. Þetta eru misstórir tónleikastaðir, frá 300 manna upp í þúsund manna staðir,“ segir Arnar. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem að hann fer til Kína. „Ég hef verið að fara með Barða [Jóhannssyni] og Bang Gang til Kína, ég hef farið fjórum sinnum þangað. Ég náði að lauma Leaves-diskum að þeim í Kína þegar ég fór síðast með Barða í mars og í kjölfarið buðu þeir okkur að koma,“ segir Arnar léttur í lundu. Leaves vinnur nú að nýju efni. „Við höfum unnið að nýju efni í rólegheitunum, vonandi kemur eitthvað nýtt út á þessu ári.“ Á tónleikaferðalaginu ætlar sveitin að leika lög af öllum sínum fjórum plötum. „Við ætlum að enda Kínatúrinn hérna heima en það er ekki alveg ákveðið hvenær þeir tónleikar fara fram.“ Strákarnir í Leaves ætla að njóta lífsins í Hong Kong í nokkra daga áður en þeir koma heim aftur.
Tónlist Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“