"Hva, ertu eitthvað pirruð eða?“ Berglind Pétursdóttir skrifar 19. janúar 2015 07:00 Á þessum orðum hófst fyrsta símtal vinnudagsins. Hafði stuttu áður sent hringjanda póst þar sem ég gerði grein fyrir því hvernig mætti bæta samskipti okkar við ákveðinn viðskiptavin, spara tíma fyrir okkur og peninga fyrir hann. Ég gerði mér grein fyrir möguleikanum á því að þetta yrði lesið með ákveðnum leiðindatón í huganum svo ég setti broskall aftast í póstinn, til öryggis. Bros kallsins var augljóslega ósannfærandi með öllu. Ég vissi ekki alveg hverju ég ætti að svara. Já, ég var frekar pirruð, núna. Aðallega af því að símtalið byrjaði með þessari ömurlegu spurningu. Áður en ég tók upp tólið var ég ekki sérstaklega gröm. Eða hvað. Jú reyndar var ég kannski frekar pirruð. Það er ýmislegt sem pirrar mig þessa dagana. Til dæmis launamunur kynjanna, feðraveldið, heimskt fólk, íslensk stjórnvöld, Sigmundur Davíð, matarskattur, Sigmundur Davíð, hálka, fáfróðir rasistar, sjomlamenning, ofbeldi gegn konum, ofbeldi gegn körlum, ofbeldi gegn börnum, ofbeldi gegn dýrum, Sigmundur Davíð, fólk sem kemst á þing þrátt fyrir litla sem enga heilastarfsemi, endalausar uppsprettur leiðinda á internetinu, úldna grænmetið í verslunum, Framsóknarflokkurinn, símtöl sem byrja á spurningunni „ertu eitthvað pirruð eða?“, að fólk þurfi að líða fátækt á Íslandi, að fólk þurfi að líða fátækt annars staðar, innflutningstollar, hræðsla við samkynhneigða og fréttir af fólki sem missir fullt af kílóum. Það sem er sérstaklega pirrandi er líka það að í hvert skipti sem eitthvert þessara atriða virðist vera að þokast í rétta átt heyrast háværar raddir almennings á kommentakerfum og öll von manns sturtast ofan í klósettið. Þegar ég byrjaði að skrifa bakþanka hafði ég það að leiðarljósi að skrifa um eitthvað skemmtilegt. Slökkt hefur verið á leiðarljósinu. Ég sigli nú blindandi í myrkri endalausra íslenskra leiðinda sem hafa náð tökum á mér og eru að éta mig lifandi. Svo að já, ég er gjörsamlega búin á því af pirringi. Enginn broskall. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun
Á þessum orðum hófst fyrsta símtal vinnudagsins. Hafði stuttu áður sent hringjanda póst þar sem ég gerði grein fyrir því hvernig mætti bæta samskipti okkar við ákveðinn viðskiptavin, spara tíma fyrir okkur og peninga fyrir hann. Ég gerði mér grein fyrir möguleikanum á því að þetta yrði lesið með ákveðnum leiðindatón í huganum svo ég setti broskall aftast í póstinn, til öryggis. Bros kallsins var augljóslega ósannfærandi með öllu. Ég vissi ekki alveg hverju ég ætti að svara. Já, ég var frekar pirruð, núna. Aðallega af því að símtalið byrjaði með þessari ömurlegu spurningu. Áður en ég tók upp tólið var ég ekki sérstaklega gröm. Eða hvað. Jú reyndar var ég kannski frekar pirruð. Það er ýmislegt sem pirrar mig þessa dagana. Til dæmis launamunur kynjanna, feðraveldið, heimskt fólk, íslensk stjórnvöld, Sigmundur Davíð, matarskattur, Sigmundur Davíð, hálka, fáfróðir rasistar, sjomlamenning, ofbeldi gegn konum, ofbeldi gegn körlum, ofbeldi gegn börnum, ofbeldi gegn dýrum, Sigmundur Davíð, fólk sem kemst á þing þrátt fyrir litla sem enga heilastarfsemi, endalausar uppsprettur leiðinda á internetinu, úldna grænmetið í verslunum, Framsóknarflokkurinn, símtöl sem byrja á spurningunni „ertu eitthvað pirruð eða?“, að fólk þurfi að líða fátækt á Íslandi, að fólk þurfi að líða fátækt annars staðar, innflutningstollar, hræðsla við samkynhneigða og fréttir af fólki sem missir fullt af kílóum. Það sem er sérstaklega pirrandi er líka það að í hvert skipti sem eitthvert þessara atriða virðist vera að þokast í rétta átt heyrast háværar raddir almennings á kommentakerfum og öll von manns sturtast ofan í klósettið. Þegar ég byrjaði að skrifa bakþanka hafði ég það að leiðarljósi að skrifa um eitthvað skemmtilegt. Slökkt hefur verið á leiðarljósinu. Ég sigli nú blindandi í myrkri endalausra íslenskra leiðinda sem hafa náð tökum á mér og eru að éta mig lifandi. Svo að já, ég er gjörsamlega búin á því af pirringi. Enginn broskall.