Spilar á dótapíanó og ber höfuðið hátt Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 20. janúar 2015 10:30 Tinna hefur haft áhuga á dótapíanóum undanfarin ár. Vísir/Stefán „Ég hef haft áhuga á dótapíanóum undanfarin ár og fannst upplagt að tefla þessu saman,“ segir Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari. Hún fékk sex tónskáld til þess að semja fyrir sig verk fyrir píanó og dótapíanó sem flutt verða á Myrkum Músíkdögum. „Þau fengu alveg frjálsar hendur við að gera þetta, verður svona keppni á milli hljóðfæranna,“ segir hún. Áhugi Tinnu á hljóðfærinu kviknaði út frá tónskáldinu John Cage. „Hann samdi fyrsta alvöruverkið fyrir dótapíanó árið 1948. Þegar ég byrjaði að grúska í því þá var ekkert aftur snúið,“ segir Tinna glöð í bragði og bætir við: „Hann tekur dótapíanóið alveg mjög alvarlega.“ Á tónleikunum mun Tinna notast við þrjú dótapíanó og einn flygil. „Ég á tvö og fæ eitt lánað, ég veit hvar öll aðaldótapíanóin eru í bænum,“ segir hún og er óhrædd við að fullyrða að hún sé mesta áhugakona landsins um hljóðfærið. „Flygillinn er svo stór og svo færðu þetta litla dótapíanó sem er algjörlega andstæðan við hann. Það er auðveldara að nálgast það, svona ákveðin slökun frá stóra skrímslinu, ef svo má segja,“ segir hún og hlær. Dótapíanóin eru smá í sniðum og hljóðfæraleikarinn þarf að bera sig öðruvísi að en þegar leikið er á flygil. „Maður lítur náttúrulega hálf skringilega út þegar maður situr við dótapíanóið, en maður verður bara að taka því og bera höfuðið hátt.“ Tinna segist ekki hafa kennt sér meins í baki við það að leika á hljóðfærið en lykilinn segir hún að taka pásur á milli. Sjálf safnar hún tónverkum fyrir dótapíanó og er í sambandi við tónskáld um allan heim. „Ein af þessum ástríðum sem ég hef, að safna dótapíanóverkum. Ætli þetta dugi ekki bara í bili þangað til næsta kemur upp,“ segir Tinna hlæjandi aðspurð að því hvort hún eigi einhver önnur óvenjuleg áhugamál. Tónskáldin sem Tinna fékk til liðs við sig eru þau Einar Torfi Einarsson, Hallvarður Ásgeirsson, Haukur Þór Harðarson, Ingibjörg Friðriksdóttir, Páll Ragnar Pálsson og Þórunn Gréta Sigurðardóttir.Tónleikarnir fara fram fyrsta febrúar í Kaldalónssal Hörpu og eru hluti af tónlistarhátíðinni Myrkir Músíkdagar sem hefst tuttugasta og níunda janúar. Hér má sjá verk John Cage leikið á dótapíanó: Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég hef haft áhuga á dótapíanóum undanfarin ár og fannst upplagt að tefla þessu saman,“ segir Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari. Hún fékk sex tónskáld til þess að semja fyrir sig verk fyrir píanó og dótapíanó sem flutt verða á Myrkum Músíkdögum. „Þau fengu alveg frjálsar hendur við að gera þetta, verður svona keppni á milli hljóðfæranna,“ segir hún. Áhugi Tinnu á hljóðfærinu kviknaði út frá tónskáldinu John Cage. „Hann samdi fyrsta alvöruverkið fyrir dótapíanó árið 1948. Þegar ég byrjaði að grúska í því þá var ekkert aftur snúið,“ segir Tinna glöð í bragði og bætir við: „Hann tekur dótapíanóið alveg mjög alvarlega.“ Á tónleikunum mun Tinna notast við þrjú dótapíanó og einn flygil. „Ég á tvö og fæ eitt lánað, ég veit hvar öll aðaldótapíanóin eru í bænum,“ segir hún og er óhrædd við að fullyrða að hún sé mesta áhugakona landsins um hljóðfærið. „Flygillinn er svo stór og svo færðu þetta litla dótapíanó sem er algjörlega andstæðan við hann. Það er auðveldara að nálgast það, svona ákveðin slökun frá stóra skrímslinu, ef svo má segja,“ segir hún og hlær. Dótapíanóin eru smá í sniðum og hljóðfæraleikarinn þarf að bera sig öðruvísi að en þegar leikið er á flygil. „Maður lítur náttúrulega hálf skringilega út þegar maður situr við dótapíanóið, en maður verður bara að taka því og bera höfuðið hátt.“ Tinna segist ekki hafa kennt sér meins í baki við það að leika á hljóðfærið en lykilinn segir hún að taka pásur á milli. Sjálf safnar hún tónverkum fyrir dótapíanó og er í sambandi við tónskáld um allan heim. „Ein af þessum ástríðum sem ég hef, að safna dótapíanóverkum. Ætli þetta dugi ekki bara í bili þangað til næsta kemur upp,“ segir Tinna hlæjandi aðspurð að því hvort hún eigi einhver önnur óvenjuleg áhugamál. Tónskáldin sem Tinna fékk til liðs við sig eru þau Einar Torfi Einarsson, Hallvarður Ásgeirsson, Haukur Þór Harðarson, Ingibjörg Friðriksdóttir, Páll Ragnar Pálsson og Þórunn Gréta Sigurðardóttir.Tónleikarnir fara fram fyrsta febrúar í Kaldalónssal Hörpu og eru hluti af tónlistarhátíðinni Myrkir Músíkdagar sem hefst tuttugasta og níunda janúar. Hér má sjá verk John Cage leikið á dótapíanó:
Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira