A-Evrópa tekur við keflinu af Íslandi Freyr Bjarnason skrifar 20. janúar 2015 11:30 Sigtryggur Baldursson segir að viðbrögðin sem íslensku hljómsveitirnar fengu hafi verið sérlega góð. Vísir/Arnþór „Þetta gekk mjög vel. Við fengum rosalega fín viðbrögð við öllum tónleikunum,“ segir Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN. Hann er nýkominn heim frá Groningen í Hollandi. Þar voru nítján flytjendur frá Íslandi í brennidepli á tónlistarráðstefnunni og hátíðinni Eurosonic. Á hátíðinni á næsta ári verður Austur-Evrópa í brennidepli, sem verður væntanlega mikil breyting frá íslenska áherslupunktinum. „Það er farið frá 300 þúsund manna þjóðinni yfir í hundrað milljóna pakkann. Þessi sveifla þarna á milli er svolítið ýkt,“ segir Sigtryggur. Nú þegar hafa að minnsta kosti fjórar hljómsveitir verið bókaðar inn á erlendar tónlistarhátíðir í sumar eftir þátttöku í Eurosonic, eða Vök, Young Karin, Sólstafir og Mammút. Að sögn Sigtryggs var smekkfullt á alla íslensku tónleikana og viðburðina og umfjöllun fjölmiðla var góð. „Það var mjög góður rómur gerður að þessum fókus Íslands. Samkvæmt PR-gengi Eurosonic höfum við sett nýjan standard á þetta.“ Hann segir að athygli hafi vakið að íslenskir ráðherrar og borgarstjóri Reykjavíkur hafi látið sjá sig. „Það vakti mikla athygli hjá alþjóðlegu fulltrúunum sem voru þarna að það mættu ráðherrar frá Íslandi og höfðu áhuga á málefninu, settu sig inn í þetta og vissu hvað þeir voru að tala um. Það fannst mér mjög gott.“ Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Þetta gekk mjög vel. Við fengum rosalega fín viðbrögð við öllum tónleikunum,“ segir Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN. Hann er nýkominn heim frá Groningen í Hollandi. Þar voru nítján flytjendur frá Íslandi í brennidepli á tónlistarráðstefnunni og hátíðinni Eurosonic. Á hátíðinni á næsta ári verður Austur-Evrópa í brennidepli, sem verður væntanlega mikil breyting frá íslenska áherslupunktinum. „Það er farið frá 300 þúsund manna þjóðinni yfir í hundrað milljóna pakkann. Þessi sveifla þarna á milli er svolítið ýkt,“ segir Sigtryggur. Nú þegar hafa að minnsta kosti fjórar hljómsveitir verið bókaðar inn á erlendar tónlistarhátíðir í sumar eftir þátttöku í Eurosonic, eða Vök, Young Karin, Sólstafir og Mammút. Að sögn Sigtryggs var smekkfullt á alla íslensku tónleikana og viðburðina og umfjöllun fjölmiðla var góð. „Það var mjög góður rómur gerður að þessum fókus Íslands. Samkvæmt PR-gengi Eurosonic höfum við sett nýjan standard á þetta.“ Hann segir að athygli hafi vakið að íslenskir ráðherrar og borgarstjóri Reykjavíkur hafi látið sjá sig. „Það vakti mikla athygli hjá alþjóðlegu fulltrúunum sem voru þarna að það mættu ráðherrar frá Íslandi og höfðu áhuga á málefninu, settu sig inn í þetta og vissu hvað þeir voru að tala um. Það fannst mér mjög gott.“
Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira