Óþarfa orkusuga Stjórnarmaðurinn skrifar 21. janúar 2015 07:00 Stjórnarmaðurinn varð þeirrar gæfu aðnjótandi hér áður að fá tækifæri til að starfa erlendis um árabil. Eitt greinir íslenska stjórnendur frá erlendum kollegum þeirra, og það er sú tilhneiging að tjá sig um og velta fyrir sér pólitík í tíma og ótíma. Þetta er nokkuð sem stjórnarmaðurinn hefur ekki orðið vitni að annars staðar. Hver skyldi nú ástæðan vera fyrir þessum mikla pólitíska áhuga stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum? Stjórnarmaðurinn myndi glaður gleypa þá skýringu að hér sé um hreinan áhuga að ræða og eldmóð fyrir málefnum líðandi stundar. Líklegri skýring er þó að íslenskir stjórnendur hafi ríkari ástæðu til að vera á varðbergi gagnvart stjórnmálamönnum. Þeir væru hreinlega ekki að sinna sínum störfum, ef þeir hefðu ekki helstu pólitísku hræringar á hreinu. Staðreyndin er nefnilega sú að á Íslandi hafa pólitík og viðskipti alla tíð tvinnast saman. Ofgnótt er af dæmum, en e.t.v. er einkavæðing bankanna í upphafi þessarar aldar besta nýlega dæmið. Þessu gerir Björgólfur Thor Björgólfsson góð skil í bók sinni. Björgólfur segir hreinlega að þar sem einhverjir hafi litið svo á að hann og faðir hans væru tengdir Sjálfstæðisflokknum – sem Björgólfur þvertekur fyrir – þá hafi kaupin á eyrinni gerst þannig að eftir söluna á Landsbankanum, hafi hreinlega orðið að selja Búnaðarbankann mönnum handgengnum Framsókn. Þetta telur Björgólfur að hafi haft lykiláhrif á það hvernig bankamarkaðurinn þróaðist hér á árunum eftir aldamót, enda stór biti fyrir óþroskaðan markað að standa allt í einu uppi með tvo einkavædda ríkisbanka, í stað eins. Ákveðið afturhvarf hefur orðið í þessum efnum frá hruni enda ríkisvaldið nú í þeirri stöðu að geta haft meiri áhrif á lífvænleika og framtíðarhorfur fyrirtækja í landinu en tíðkast hefur á seinni árum. Hér ríkja gjaldeyrishöft og stærsta fjármálastofnun landsins er í ríkiseigu. Stjórnarmaðurinn er reyndar á því að Steinþór Pálsson bankastjóri hafi útskýrt mál sitt vel á dögunum þegar að honum var sótt vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun. Aðstæður á Íslandi eru hins vegar þannig að eðlilegt er að fólk sé tortryggið. Sporin hræða eins og frásögn Björgólfs ber með sér. Vonandi berum við gæfu til þess á næstu árum að leysa úr þessum flækjum svo að stjórnendur geti einbeitt sér að því sem máli skiptir fyrir þeirra fyrirtæki – og geti hætt að velta fyrir sér pólitík. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Stjórnarmaðurinn varð þeirrar gæfu aðnjótandi hér áður að fá tækifæri til að starfa erlendis um árabil. Eitt greinir íslenska stjórnendur frá erlendum kollegum þeirra, og það er sú tilhneiging að tjá sig um og velta fyrir sér pólitík í tíma og ótíma. Þetta er nokkuð sem stjórnarmaðurinn hefur ekki orðið vitni að annars staðar. Hver skyldi nú ástæðan vera fyrir þessum mikla pólitíska áhuga stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum? Stjórnarmaðurinn myndi glaður gleypa þá skýringu að hér sé um hreinan áhuga að ræða og eldmóð fyrir málefnum líðandi stundar. Líklegri skýring er þó að íslenskir stjórnendur hafi ríkari ástæðu til að vera á varðbergi gagnvart stjórnmálamönnum. Þeir væru hreinlega ekki að sinna sínum störfum, ef þeir hefðu ekki helstu pólitísku hræringar á hreinu. Staðreyndin er nefnilega sú að á Íslandi hafa pólitík og viðskipti alla tíð tvinnast saman. Ofgnótt er af dæmum, en e.t.v. er einkavæðing bankanna í upphafi þessarar aldar besta nýlega dæmið. Þessu gerir Björgólfur Thor Björgólfsson góð skil í bók sinni. Björgólfur segir hreinlega að þar sem einhverjir hafi litið svo á að hann og faðir hans væru tengdir Sjálfstæðisflokknum – sem Björgólfur þvertekur fyrir – þá hafi kaupin á eyrinni gerst þannig að eftir söluna á Landsbankanum, hafi hreinlega orðið að selja Búnaðarbankann mönnum handgengnum Framsókn. Þetta telur Björgólfur að hafi haft lykiláhrif á það hvernig bankamarkaðurinn þróaðist hér á árunum eftir aldamót, enda stór biti fyrir óþroskaðan markað að standa allt í einu uppi með tvo einkavædda ríkisbanka, í stað eins. Ákveðið afturhvarf hefur orðið í þessum efnum frá hruni enda ríkisvaldið nú í þeirri stöðu að geta haft meiri áhrif á lífvænleika og framtíðarhorfur fyrirtækja í landinu en tíðkast hefur á seinni árum. Hér ríkja gjaldeyrishöft og stærsta fjármálastofnun landsins er í ríkiseigu. Stjórnarmaðurinn er reyndar á því að Steinþór Pálsson bankastjóri hafi útskýrt mál sitt vel á dögunum þegar að honum var sótt vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun. Aðstæður á Íslandi eru hins vegar þannig að eðlilegt er að fólk sé tortryggið. Sporin hræða eins og frásögn Björgólfs ber með sér. Vonandi berum við gæfu til þess á næstu árum að leysa úr þessum flækjum svo að stjórnendur geti einbeitt sér að því sem máli skiptir fyrir þeirra fyrirtæki – og geti hætt að velta fyrir sér pólitík.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent