Sjálfala bankakerfi hamlar uppbyggingu Skjóðan skrifar 21. janúar 2015 13:00 Vísir Það vakti athygli á dögunum, skömmu eftir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækkaði stýrivexti bankans sem notaðir eru á innlán viðskiptabanka í Seðlabankanum, að Arion banki skyldi tilkynna hækkun á nafnvöxtum verðtryggðra útlána. Hækkunin nam hálfu prósentustigi sem er á bilinu 11-13 prósenta hækkun. Innlánsvextir hækkuðu ekki og því jók bankinn vaxtamun sinn. Íslenskir bankar hafa lengi legið undir ámæli fyrir að selja þjónustu sína dýrt. Vaxtamunur er mun hærri en þekkist í nágrannalöndum og raunvextir hafa um árabil verið margfaldir þegar borið er saman við önnur lönd í okkar heimshluta. Við þetta bætist að bankarnir hafa á undanförnum árum og misserum stórhækkað þjónustugjöld sín auk þess sem dregið hefur verið úr þjónustu og útibúum fækkað. Fjármagnskostnaður íslenskra fyrirtækja er margfaldur þegar horft er til alþjóðlegs samanburðar. Þetta dregur úr samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og íslenska hagkerfisins í heild. Hár fjármagnskostnaður stendur í vegi fyrir nauðsynlegum fjárfestingum og uppbyggingu. Fyrir vikið nær íslenskt atvinnulíf ekki að skapa nægilega mörg störf. Alkunna er að atvinnuleysi hér á landi er dulbúið með ýmsum hætti. Opinberar atvinnuleysistölur segja aðeins hluta sögunnar. Fjöldi Íslendinga hefur á undanförnum árum horfið af vinnumarkaði. Margir hafa flutt úr landi en aðrir hafa hrökklast af atvinnuleysisbótum yfir á forsjá sveitarfélaga. Þúsundir eru skráðir öryrkjar. Ónóg fjárfesting og vanmáttug atvinnusköpun skýrir þessa þróun að hluta. Ríki og sveitarfélög verða af skatttekjum og lenda í miklum útgjöldum vegna stækkandi hóps fólks á besta aldri sem virðist ekki eiga afturkvæmt á vinnumarkað. Stór hluti vandans stafar af skorti á samkeppni á íslenskum bankamarkaði. Gjaldeyrishöft loka íslenska hagkerfið af og inni í þessu lokaða hagkerfi er svo bankakerfi, sem er svo þungt á fóðrum að ekki duga því minna en margfaldir útlánsvextir á við önnur lönd. Engir erlendir bankar starfa hér á landi og varla er breytinga á því að vænta á meðan hér er í notkun minnsti gjaldmiðill í heimi. Verðtrygging á að tryggja lánveitendum að útlán þeirra beri ávallt jákvæða raunvexti. Í verðtryggingu felst gríðarlegt öryggi fyrir lánveitendur sem ætti að endurspeglast í mjög lágum nafnvöxtum. Það skýtur því skökku við að nafnvextir verðtryggðra lána skuli hækkaðir þegar verðbólga kemst loks niður fyrir verðbólgumarkmið Seðlabankans. Voru vextirnir þó fyrir talsvert hærri en óverðtryggðir vextir í nágrannalöndum Íslands. Vextir og þjónustugjöld íslenskra banka eru kennslubókardæmi um bankakerfi sem líður fyrir skort á samkeppni. Þar sem bankar ganga sjálfala og ákveða vexti að vild ríkir fákeppni.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Það vakti athygli á dögunum, skömmu eftir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækkaði stýrivexti bankans sem notaðir eru á innlán viðskiptabanka í Seðlabankanum, að Arion banki skyldi tilkynna hækkun á nafnvöxtum verðtryggðra útlána. Hækkunin nam hálfu prósentustigi sem er á bilinu 11-13 prósenta hækkun. Innlánsvextir hækkuðu ekki og því jók bankinn vaxtamun sinn. Íslenskir bankar hafa lengi legið undir ámæli fyrir að selja þjónustu sína dýrt. Vaxtamunur er mun hærri en þekkist í nágrannalöndum og raunvextir hafa um árabil verið margfaldir þegar borið er saman við önnur lönd í okkar heimshluta. Við þetta bætist að bankarnir hafa á undanförnum árum og misserum stórhækkað þjónustugjöld sín auk þess sem dregið hefur verið úr þjónustu og útibúum fækkað. Fjármagnskostnaður íslenskra fyrirtækja er margfaldur þegar horft er til alþjóðlegs samanburðar. Þetta dregur úr samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og íslenska hagkerfisins í heild. Hár fjármagnskostnaður stendur í vegi fyrir nauðsynlegum fjárfestingum og uppbyggingu. Fyrir vikið nær íslenskt atvinnulíf ekki að skapa nægilega mörg störf. Alkunna er að atvinnuleysi hér á landi er dulbúið með ýmsum hætti. Opinberar atvinnuleysistölur segja aðeins hluta sögunnar. Fjöldi Íslendinga hefur á undanförnum árum horfið af vinnumarkaði. Margir hafa flutt úr landi en aðrir hafa hrökklast af atvinnuleysisbótum yfir á forsjá sveitarfélaga. Þúsundir eru skráðir öryrkjar. Ónóg fjárfesting og vanmáttug atvinnusköpun skýrir þessa þróun að hluta. Ríki og sveitarfélög verða af skatttekjum og lenda í miklum útgjöldum vegna stækkandi hóps fólks á besta aldri sem virðist ekki eiga afturkvæmt á vinnumarkað. Stór hluti vandans stafar af skorti á samkeppni á íslenskum bankamarkaði. Gjaldeyrishöft loka íslenska hagkerfið af og inni í þessu lokaða hagkerfi er svo bankakerfi, sem er svo þungt á fóðrum að ekki duga því minna en margfaldir útlánsvextir á við önnur lönd. Engir erlendir bankar starfa hér á landi og varla er breytinga á því að vænta á meðan hér er í notkun minnsti gjaldmiðill í heimi. Verðtrygging á að tryggja lánveitendum að útlán þeirra beri ávallt jákvæða raunvexti. Í verðtryggingu felst gríðarlegt öryggi fyrir lánveitendur sem ætti að endurspeglast í mjög lágum nafnvöxtum. Það skýtur því skökku við að nafnvextir verðtryggðra lána skuli hækkaðir þegar verðbólga kemst loks niður fyrir verðbólgumarkmið Seðlabankans. Voru vextirnir þó fyrir talsvert hærri en óverðtryggðir vextir í nágrannalöndum Íslands. Vextir og þjónustugjöld íslenskra banka eru kennslubókardæmi um bankakerfi sem líður fyrir skort á samkeppni. Þar sem bankar ganga sjálfala og ákveða vexti að vild ríkir fákeppni.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent