Slást við geimverur í hressu myndbandi Freyr Bjarnason skrifar 21. janúar 2015 10:30 Árni Hjörvar á bassanum með rokksveitinni The Vaccines á tónleikum í fyrra. Vísir/Getty Enska rokksveitin The Vaccines, með Íslendinginn Árna Hjörvar Árnason á bassanum, hefur gefið út lagið Handsome. Það er fyrsta smáskífulagið af væntanlegri plötu hljómsveitarinnar sem verður sú þriðja í röðinni. Myndband við lagið var tekið upp í hverfinu Brooklyn í New York fyrir jólin þar sem Árni Hjörvar og félagar læra kung fu undir leiðsögn eðlu og slást svo við geimverur. „Við vildum búa til myndband sem væri léttur óður til kvikmyndalistarinnar, sérstaklega kung fu-mynda frá Hong Kong,“ sagði söngvarinn Justin Young. „Fyrir mér er tónlist skemmtun og flótti frá raunveruleikanum. Við vildum myndband sem væri framlenging af þeirri pælingu. Við vildum búa til heim þar sem við gátum leikið metnaðarfullar og stærri útgáfur af okkur sjálfum.“ Rokkararnir eru að taka upp nýju plötuna í samvinnu við upptökustjórann Dave Fridmann, sem hefur unnið með Weezer, The Cribs og Tame Impala. The Vaccines gaf síðast út EP-plötuna Melody Calling í fyrra. Tónleikaferð um Bretland er svo fyrirhuguð í mars og apríl. Tónlist Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Enska rokksveitin The Vaccines, með Íslendinginn Árna Hjörvar Árnason á bassanum, hefur gefið út lagið Handsome. Það er fyrsta smáskífulagið af væntanlegri plötu hljómsveitarinnar sem verður sú þriðja í röðinni. Myndband við lagið var tekið upp í hverfinu Brooklyn í New York fyrir jólin þar sem Árni Hjörvar og félagar læra kung fu undir leiðsögn eðlu og slást svo við geimverur. „Við vildum búa til myndband sem væri léttur óður til kvikmyndalistarinnar, sérstaklega kung fu-mynda frá Hong Kong,“ sagði söngvarinn Justin Young. „Fyrir mér er tónlist skemmtun og flótti frá raunveruleikanum. Við vildum myndband sem væri framlenging af þeirri pælingu. Við vildum búa til heim þar sem við gátum leikið metnaðarfullar og stærri útgáfur af okkur sjálfum.“ Rokkararnir eru að taka upp nýju plötuna í samvinnu við upptökustjórann Dave Fridmann, sem hefur unnið með Weezer, The Cribs og Tame Impala. The Vaccines gaf síðast út EP-plötuna Melody Calling í fyrra. Tónleikaferð um Bretland er svo fyrirhuguð í mars og apríl.
Tónlist Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira