KR-ingar voru bara einum sigri frá metinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2015 09:00 Darrel Keith Lewis hefur hjálpað nýliðum Tindastóls mikið í vetur en þessi 38 ára gamli leikmaður kom á Krókinn fyrir þessa leiktíð. Vísir/Ernir Nýliðar Tindastóls hafa stimplað sig inn í Dominos-deildina með sögulegum krafti og síðasta liðið til sökkva í Síkinu voru sjálfir Íslandsmeistarar KR-inga sem fóru tómhentir heim á fimmtudagskvöldið. Spánverjanum Israel Martin tókst það sem engum íslenskum þjálfara hafði tekist í tæpa þrettán mánuði – að vinna deildarleik á móti KR. Stólarnir hafa nú unnið alla sjö heimaleiki sína í deildinni í vetur og þó að þessi hafi verið sá minnsti (í tölum) þá var hann sá stærsti. Möguleikar Tindastóls á deildarmeistaratitlinum eru kannski ekki miklir enda KR með fjögurra stiga forskot og betri innbyrðisstöðu en sigur sem þessi sýnir það svart á hvítu hversu erfitt það verður fyrir hin liðin að heimsækja Síkið í úrslitakeppninni í vor. Valur Ingimundarson er farsælasti leikmaður og þjálfari Tindastóls í úrvalsdeild karla enda sá leikmaður sem hefur skorað flest stig fyrir félagið í úrvalsdeild 3.143) og sá þjálfari sem hefur stýrt Stólunum til sigurs í flestum leikjum í úrvalsdeild (99). Stólarnir gáfu honum kannski aðeins til baka í fyrrakvöld þegar þeir enduðu 23 leikja sigurgöngu KR-inga og komu í veg fyrir að Vesturbæingar tækju metið af Njarðvíkurliðinu sem Valur þjálfaði fyrir rúmum nítján árum. Njarðvíkingar unnu 24 deildarleiki í röð frá lokum október 1994 til byrjunar október 1995. Valur stýrði Njarðvíkurliðinu 1994-95 og þar með í 23 af þessum 24 leikjum. Hann og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eru nú þeir þjálfarar sem hafa unnið flesta deildarleiki í röð (23) en Hrannar Hólm tók við Njarðvíkurliðinu af Val sumarið 1995 og stýrði liðinu í 24. og síðasta sigurleiknum. Valur var þá búinn að gera Njarðvíkinga að Íslandsmeisturum tvö ár í röð en gerðist síðan þjálfari í Danmörku. Það vill þannig til að það voru líka Tindastólsmenn sem stöðvuðu met-sigurgönguna í byrjun október 1995 en Tindastóll vann þá þriggja stiga sigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni, 88-85. Dominos-deild karla Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina Sjá meira
Nýliðar Tindastóls hafa stimplað sig inn í Dominos-deildina með sögulegum krafti og síðasta liðið til sökkva í Síkinu voru sjálfir Íslandsmeistarar KR-inga sem fóru tómhentir heim á fimmtudagskvöldið. Spánverjanum Israel Martin tókst það sem engum íslenskum þjálfara hafði tekist í tæpa þrettán mánuði – að vinna deildarleik á móti KR. Stólarnir hafa nú unnið alla sjö heimaleiki sína í deildinni í vetur og þó að þessi hafi verið sá minnsti (í tölum) þá var hann sá stærsti. Möguleikar Tindastóls á deildarmeistaratitlinum eru kannski ekki miklir enda KR með fjögurra stiga forskot og betri innbyrðisstöðu en sigur sem þessi sýnir það svart á hvítu hversu erfitt það verður fyrir hin liðin að heimsækja Síkið í úrslitakeppninni í vor. Valur Ingimundarson er farsælasti leikmaður og þjálfari Tindastóls í úrvalsdeild karla enda sá leikmaður sem hefur skorað flest stig fyrir félagið í úrvalsdeild 3.143) og sá þjálfari sem hefur stýrt Stólunum til sigurs í flestum leikjum í úrvalsdeild (99). Stólarnir gáfu honum kannski aðeins til baka í fyrrakvöld þegar þeir enduðu 23 leikja sigurgöngu KR-inga og komu í veg fyrir að Vesturbæingar tækju metið af Njarðvíkurliðinu sem Valur þjálfaði fyrir rúmum nítján árum. Njarðvíkingar unnu 24 deildarleiki í röð frá lokum október 1994 til byrjunar október 1995. Valur stýrði Njarðvíkurliðinu 1994-95 og þar með í 23 af þessum 24 leikjum. Hann og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eru nú þeir þjálfarar sem hafa unnið flesta deildarleiki í röð (23) en Hrannar Hólm tók við Njarðvíkurliðinu af Val sumarið 1995 og stýrði liðinu í 24. og síðasta sigurleiknum. Valur var þá búinn að gera Njarðvíkinga að Íslandsmeisturum tvö ár í röð en gerðist síðan þjálfari í Danmörku. Það vill þannig til að það voru líka Tindastólsmenn sem stöðvuðu met-sigurgönguna í byrjun október 1995 en Tindastóll vann þá þriggja stiga sigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni, 88-85.
Dominos-deild karla Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn