Feta í fótspor foreldranna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. janúar 2015 14:00 Leiklistarnemar Eygló, dóttir Sóleyjar Elíasdóttur og Hilmars Jónssonar, Elísabet, dóttir Guðrúnar Gunnarsdóttur og Valgeirs Skagfjörð og Hlynur, sonur Þorsteins Guðmundssonar og Jóhönnu Halldórsdóttur. fréttablaðið/stefán Hlynur Þorsteinsson, Elísabet Skagfjörð og Eygló Hilmarsdóttir eru þrjú af níu sem komust inn í leiklistardeild Listaháskólans. Þau eru rétt að ná sér niður á jörðina eftir miklar tilfinningasveiflur síðustu daga, biðina og svo spennufallið við að komast inn. Leiklistargyðjan er þeim alls ekki ókunnug enda öll alin upp af listafólki. Þau segja það þó engan bagga að vera leikarabörn, nema ef til vill að mæta í viðtöl eins og þetta.Foreldrar Hlyns eru Þorsteinn Guðmundsson, leikari og uppistandari, og Jóhanna Halldórsdóttir söngkona. Elísabet er dóttir Guðrúnar Gunnarsdóttur söngkonu og Valgeirs Skagfjörð leikara og Eygló Hilmarsdóttir er dóttir Sóleyjar Elíasdóttur og Hilmars Jónssonar, sem bæði eru leikarar. Hafið þið alltaf stefnt að leiklistarnámi?Elísabet: „Það var erfitt að komast hjá því. Maður var alltaf í leikhúsinu að fylgjast með.“Hlynur: „Nei, raunar ekki. Ég er af stórri leikaraætt og þau héldu mér eiginlega bara frá þessu. Mér var bókstaflega haldið frá leikhúsinu og bannað að fara á sýningar. Ég uppgötvaði samt sjálfur með tímanum að þetta væri rétta skrefið fyrir mig.“Eygló: „Umhverfið mótar mann svo sannarlega.“ Þannig að þið vitið alveg hvað þið eruð búin að koma ykkur út í?Hlynur: „Já. Lág laun og svolítið hark. Það er bara skemmtilegt. En það sýnir líka að við völdum þetta nám út frá einskærum áhuga.“ Þeim líst öllum mjög vel á bekkinn. Segja þetta vera eðalmanneskjur og hlakka óskaplega til að byrja í náminu næsta haust.Elísabet: „Það eru níu mánuðir í þetta. Þetta er heil eilífð. Heil meðganga.“Eygló: „Við þekkjumst mörg og það eru alls kyns tengsl í hópnum. Við Elísabet erum að vinna saman og hinar þrjár stelpurnar sem komust inn eru allar að leika með mér í Konubörnum.“Hlynur: „Svo eru tvö pör í þessum hópi.“Elísabet: „Þú sérð það. Leikarabörnin í þessum hópi eru langt frá því að vera það merkilegasta!“ Hlynur og Elísabet komust inn í skólann í fyrstu tilraun en Eygló var að reyna í annað sinn. „Það er gott að fá að berjast fyrir því sem maður vill gera,“ segir hún og Hlynur grípur orðið: „Já, þetta er ekki sjálfgefið, þótt við séum leikarabörn.“ Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hlynur Þorsteinsson, Elísabet Skagfjörð og Eygló Hilmarsdóttir eru þrjú af níu sem komust inn í leiklistardeild Listaháskólans. Þau eru rétt að ná sér niður á jörðina eftir miklar tilfinningasveiflur síðustu daga, biðina og svo spennufallið við að komast inn. Leiklistargyðjan er þeim alls ekki ókunnug enda öll alin upp af listafólki. Þau segja það þó engan bagga að vera leikarabörn, nema ef til vill að mæta í viðtöl eins og þetta.Foreldrar Hlyns eru Þorsteinn Guðmundsson, leikari og uppistandari, og Jóhanna Halldórsdóttir söngkona. Elísabet er dóttir Guðrúnar Gunnarsdóttur söngkonu og Valgeirs Skagfjörð leikara og Eygló Hilmarsdóttir er dóttir Sóleyjar Elíasdóttur og Hilmars Jónssonar, sem bæði eru leikarar. Hafið þið alltaf stefnt að leiklistarnámi?Elísabet: „Það var erfitt að komast hjá því. Maður var alltaf í leikhúsinu að fylgjast með.“Hlynur: „Nei, raunar ekki. Ég er af stórri leikaraætt og þau héldu mér eiginlega bara frá þessu. Mér var bókstaflega haldið frá leikhúsinu og bannað að fara á sýningar. Ég uppgötvaði samt sjálfur með tímanum að þetta væri rétta skrefið fyrir mig.“Eygló: „Umhverfið mótar mann svo sannarlega.“ Þannig að þið vitið alveg hvað þið eruð búin að koma ykkur út í?Hlynur: „Já. Lág laun og svolítið hark. Það er bara skemmtilegt. En það sýnir líka að við völdum þetta nám út frá einskærum áhuga.“ Þeim líst öllum mjög vel á bekkinn. Segja þetta vera eðalmanneskjur og hlakka óskaplega til að byrja í náminu næsta haust.Elísabet: „Það eru níu mánuðir í þetta. Þetta er heil eilífð. Heil meðganga.“Eygló: „Við þekkjumst mörg og það eru alls kyns tengsl í hópnum. Við Elísabet erum að vinna saman og hinar þrjár stelpurnar sem komust inn eru allar að leika með mér í Konubörnum.“Hlynur: „Svo eru tvö pör í þessum hópi.“Elísabet: „Þú sérð það. Leikarabörnin í þessum hópi eru langt frá því að vera það merkilegasta!“ Hlynur og Elísabet komust inn í skólann í fyrstu tilraun en Eygló var að reyna í annað sinn. „Það er gott að fá að berjast fyrir því sem maður vill gera,“ segir hún og Hlynur grípur orðið: „Já, þetta er ekki sjálfgefið, þótt við séum leikarabörn.“
Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira