Sigmundur Davíð og heita kartaflan Sigurjón M. Egilsson skrifar 28. janúar 2015 07:00 Víglundur Þorsteinsson henti heitri kartöflu á loft. Án hiks greip Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kartöfluna og heldur enn á henni. Samflokksfólki forsætisráðherrans fannst mikið til koma og hefur lofað hann og prísað allar götur síðan. Ekkert annað pólitískt klapp heyrist. Sigmundur Davíð virðist einn með heitu kartöfluna og engan annan virðist langa til að halda á kartöflunni. Sigmundi Davíð er eflaust brugðið. Engar undirtektir koma frá stjórnmálunum. Lengi var beðið viðbragða Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og oddvita hins stjórnarflokksins, hvort hann myndi grípa hina heitu kartöflu, létta undir með Sigmundi. Það gerðist ekki. Þvert á móti. Bjarni efast um að lög hafi verið brotin og þá um leið að Steingrímur J. Sigfússon hafi gengið í lið með fjöndum Íslands í þeim tilgangi að hafa hundruð milljarða af okkur mörlöndunum. Bjarni sem aðrir segir það ómaksins virði að kanna málið ögn betur. Brynjar Níelsson hefur þann starfa í eftirlitsnefnd Alþingis að setja sig inn í málið, að kanna ásakanir Víglundar og hvort þær séu þess eðlis að sérstaka rannsókn þurfi til. Allt tekur þetta tíma. Á meðan er forsætisráðherrann með heitu kartöfluna og verður um stund þar sem enginn þess verður vill taka við henni, hvorki í skamma stund né til frambúðar. Sigmundur Davíð má illa við þessu. Hafi hann verið of fljótur til, sagt of mikið eða ætlað forverum sínum í ríkisstjórn eitthvað sem stenst ekki er nokkuð víst að hann mun brenna sig á kartöflunni heitu. Framsóknarflokkurinn á nokkuð bágt um þessar mundir. Flokkurinn sem vann fínan kosningasigur snemmsumars 2013 tapar nú stöðugt frá sér fylgi. Þó að framsóknarmenn hafi heitið því að láta skoðanakannanir engin áhrif hafa á sig er lífsins ómögulegt að þær geri það ekki. Miðað við uppleggið ætti fylgi flokksins að vera í hámarki um þessar mundir. Loforðið mikla skóp stóra kosningasigurinn. Nú segjast framsóknarmenn hafa uppfyllt það að fullu. Á þeim tímamótum gerist það að fylgi flokksins minnkar enn, er undir tíu prósentum. Sigmundur Davíð gerir hvað hann getur til að öðlast traust og trúnað þjóðarinnar. Ef staðan er viðkvæm er mikilsvert að vanda til verka. Hlaupa ekki á sig. Hvort Sigmundur Davíð gerði það þegar hann greip heitu kartöfluna Víglundar á lofti á eftir að koma í ljós. Biðin getur orðið löng og erfið. Það er grínlaust að halda sjóðandi heitri kartöflu á lofti í langan tíma. Án þess að brenna sig. Fjöregg Framsóknarflokksins, sem verður 99 ára á þessu ári, er í höndum fleiri en formannsins. Það er líka í höndum borgarfulltrúanna sem hafa hlaupið á sig. Eins hefur annað áhrifafólk innan flokksins á stundum þvælst fyrir uppbyggingu ímyndarinnar. Því verr sem öðrum tekst upp mæðir meira á Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Hann einn ákvað að grípa heitu kartöfluna og nú er að bíða og sjá hvort það var rétt hjá honum eða ekki. Fyrir Framsóknarflokkinn skiptir það miklu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Víglundur Þorsteinsson henti heitri kartöflu á loft. Án hiks greip Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kartöfluna og heldur enn á henni. Samflokksfólki forsætisráðherrans fannst mikið til koma og hefur lofað hann og prísað allar götur síðan. Ekkert annað pólitískt klapp heyrist. Sigmundur Davíð virðist einn með heitu kartöfluna og engan annan virðist langa til að halda á kartöflunni. Sigmundi Davíð er eflaust brugðið. Engar undirtektir koma frá stjórnmálunum. Lengi var beðið viðbragða Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og oddvita hins stjórnarflokksins, hvort hann myndi grípa hina heitu kartöflu, létta undir með Sigmundi. Það gerðist ekki. Þvert á móti. Bjarni efast um að lög hafi verið brotin og þá um leið að Steingrímur J. Sigfússon hafi gengið í lið með fjöndum Íslands í þeim tilgangi að hafa hundruð milljarða af okkur mörlöndunum. Bjarni sem aðrir segir það ómaksins virði að kanna málið ögn betur. Brynjar Níelsson hefur þann starfa í eftirlitsnefnd Alþingis að setja sig inn í málið, að kanna ásakanir Víglundar og hvort þær séu þess eðlis að sérstaka rannsókn þurfi til. Allt tekur þetta tíma. Á meðan er forsætisráðherrann með heitu kartöfluna og verður um stund þar sem enginn þess verður vill taka við henni, hvorki í skamma stund né til frambúðar. Sigmundur Davíð má illa við þessu. Hafi hann verið of fljótur til, sagt of mikið eða ætlað forverum sínum í ríkisstjórn eitthvað sem stenst ekki er nokkuð víst að hann mun brenna sig á kartöflunni heitu. Framsóknarflokkurinn á nokkuð bágt um þessar mundir. Flokkurinn sem vann fínan kosningasigur snemmsumars 2013 tapar nú stöðugt frá sér fylgi. Þó að framsóknarmenn hafi heitið því að láta skoðanakannanir engin áhrif hafa á sig er lífsins ómögulegt að þær geri það ekki. Miðað við uppleggið ætti fylgi flokksins að vera í hámarki um þessar mundir. Loforðið mikla skóp stóra kosningasigurinn. Nú segjast framsóknarmenn hafa uppfyllt það að fullu. Á þeim tímamótum gerist það að fylgi flokksins minnkar enn, er undir tíu prósentum. Sigmundur Davíð gerir hvað hann getur til að öðlast traust og trúnað þjóðarinnar. Ef staðan er viðkvæm er mikilsvert að vanda til verka. Hlaupa ekki á sig. Hvort Sigmundur Davíð gerði það þegar hann greip heitu kartöfluna Víglundar á lofti á eftir að koma í ljós. Biðin getur orðið löng og erfið. Það er grínlaust að halda sjóðandi heitri kartöflu á lofti í langan tíma. Án þess að brenna sig. Fjöregg Framsóknarflokksins, sem verður 99 ára á þessu ári, er í höndum fleiri en formannsins. Það er líka í höndum borgarfulltrúanna sem hafa hlaupið á sig. Eins hefur annað áhrifafólk innan flokksins á stundum þvælst fyrir uppbyggingu ímyndarinnar. Því verr sem öðrum tekst upp mæðir meira á Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Hann einn ákvað að grípa heitu kartöfluna og nú er að bíða og sjá hvort það var rétt hjá honum eða ekki. Fyrir Framsóknarflokkinn skiptir það miklu máli.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun