Ísland snýr aftur á Wacken Freyr Bjarnason skrifar 28. janúar 2015 10:00 Sigurvegari íslensku hljómsveitakeppninnar 2013, Ophidian I, á sviðinu á Wacken. Opnað hefur verið fyrir skráningu í hljómsveitakeppnina Wacken Metal Battle 2015. Á hverju ári stendur Wacken fyrir hljómsveitakeppninni Metal Battle og verður hún haldin í sjötta sinn á Íslandi í ár. Sex sveitir keppa um stóra hnossið: Að komast á tónlistarhátíðina Wacken Open Air í Þýskalandi og taka þátt í lokakeppni Wacken Metal Battle. Ísland snýr aftur í keppnina eftir árs pásu en á síðasta ári komust íslenskir þungarokkarar ekki að. Einungis var pláss fyrir 30 þjóðir í lokakeppninni en um 40 þjóðir eru í pottinum. „Það er rosalega gaman að taka aftur þátt því þetta er skemmtileg hátíð,“ segir skipuleggjandinn, Þorsteinn Kolbeinsson. „Það voru margir sem spurðu mig í fyrra af hverju keppnin hefði ekki verið haldin hér heima, þannig að það eru örugglega mjög margir spenntir núna.“ Sérstök dómnefnd, skipuð bæði innlendum og erlendum dómurum, sér um að velja sigurvegarann hér á landi og eins og áður verður fjölda erlendra gesta; blaðamönnum og tónlistarfólki, boðið til landsins. Auk þess hafa áhorfendur atkvæðisrétt og geta valið sínar uppáhaldssveitir. Hægt er að skrá sig í keppnina með því að senda kynningarpakka á netfangið thorokol@ gmail.com. Reglur keppninnar má finna á Metal-battle.com. Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar. Tónlist Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Opnað hefur verið fyrir skráningu í hljómsveitakeppnina Wacken Metal Battle 2015. Á hverju ári stendur Wacken fyrir hljómsveitakeppninni Metal Battle og verður hún haldin í sjötta sinn á Íslandi í ár. Sex sveitir keppa um stóra hnossið: Að komast á tónlistarhátíðina Wacken Open Air í Þýskalandi og taka þátt í lokakeppni Wacken Metal Battle. Ísland snýr aftur í keppnina eftir árs pásu en á síðasta ári komust íslenskir þungarokkarar ekki að. Einungis var pláss fyrir 30 þjóðir í lokakeppninni en um 40 þjóðir eru í pottinum. „Það er rosalega gaman að taka aftur þátt því þetta er skemmtileg hátíð,“ segir skipuleggjandinn, Þorsteinn Kolbeinsson. „Það voru margir sem spurðu mig í fyrra af hverju keppnin hefði ekki verið haldin hér heima, þannig að það eru örugglega mjög margir spenntir núna.“ Sérstök dómnefnd, skipuð bæði innlendum og erlendum dómurum, sér um að velja sigurvegarann hér á landi og eins og áður verður fjölda erlendra gesta; blaðamönnum og tónlistarfólki, boðið til landsins. Auk þess hafa áhorfendur atkvæðisrétt og geta valið sínar uppáhaldssveitir. Hægt er að skrá sig í keppnina með því að senda kynningarpakka á netfangið thorokol@ gmail.com. Reglur keppninnar má finna á Metal-battle.com. Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar.
Tónlist Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira